Fleiri fréttir

Guðmundur: Þurfum fulla Laugardalshöll

Á morgun mun íslenska handboltalandsliðið taka á móti því þýska í undankeppni EM 2012. Liðin mætast svo aftur ytra á sunnudaginn en um gríðarlega mikilvæga leiki er að ræða fyrir bæði lið.

Þjóðverjar sáttir við einn sigur gegn Íslandi

Varaforseti þýska handknattleikssambandsins, Horst Bredemaier, segist vera sáttur ef þýska landsliðið vinnur annan leikinn gegn Íslendingum en liðin mætast í tvígang á næstu dögum.

Guðjón Valur íhugar framtíð sína hjá Löwen

Guðjón Valur Sigurðsson var allt annað en sáttur við sjálfan sig eftir að lið hans, Rhein-Neckar Löwen, tapaði óvænt fyrir franska liðinu Chambery í Meistaradeild Evrópu í gær. Hann íhugar nú stöðu sína hjá liðinu.

Aron markahæstur í sigri Kiel

Aron Pálmarsson lék vel með Kiel í kvöld og var markahæstur með sjö mörk í sigri liðsins gegn pólska liðinu Kielce í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Ásbjörn: Unnum fyrir hvorn annan

“Við vorum lengi í gang í dag. Þegar það voru 20 mínútur eftir þá small leikurinn saman hjá okkur,” sagði Ásbjörn Friðriksson, sigurreifur eftir góðan sigur FH gegn Fram, 28-33 í N1 deildinni í handbolta í dag.

Reynir Þór: Margt sem þarf að laga

"Við tókum of mörg ótímabær skot í seinni hálfleik og í kjölfarið missum við FH of langt á undan okkur. Einnig náðum við aldrei taktinum í varnarleiknum og sóknarleikurinn var stirður. Það er margt sem þarf að laga," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram eftir tap liðsins 28-33 tap fyrir FH í N1 deild karla í dag.

Fjórða tap Framara í röð - FH-sigur í Safamýri

FH vann góðan sigur á Fram í baráttunni um annað sætið í N1 deild karla, 28-33 í Safamýrinni í dag. Fram hafði undirtökin í leiknum framan af og leiddi í hálfleik, 15-14. FH komst með því upp fyrir Fram og í 2. sæti deildarinnar en Akureyri er með sex stiga forskot á toppnum.

Einar með átta mörk í naumu tapi HSG Ahlen-Hamm

Einar Hólmgeirsson átti mjög góðan leik með HSG Ahlen-Hamm í þýska handboltanum í dag en Einar og félagar urðu að sætta sig við naumt tap, 23-24, á móti HBW Balingen-Weilstetten. Öll Íslendingaliðin töpuðu sínum leikjum í dag.

Átta mörk frá Ólafi voru ekki nóg fyrir Rhein-Neckar Löwen

Rhein-Neckar Löwen tapaði óvænt 27-32 á útvelli á móti franska liðinu Chambéry Savoie í síðasta leik sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í dag. THW Kiel hefur því þegar tryggt sér sigur í riðlinum þótt að lærisveinar Alfreðs Gíslasonar spili ekki síðasta leik sinn fyrr en á morgun.

Brynja með fjórtán mörk í sigri HK í Garðabænum

Brynja Magnúsdóttir átti stórleik og skoraði 14 mörk úr 20 skotum þegar HK vann óvæntan útisigur á Stjörnunni í Garðabæ í N1 deild kvenna í dag. Þetta var fjórði sigur HK-stelpna í röð og þær eiga enn smá möguleika á því að komast í úrslitakeppnina.

Snorri Steinn markahæstur í útisigri AG í Arósum

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði 7 mörk fyrir AG Kaupmannahöfn sem vann 30-24 útisigur á Århus Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. AG er með þrettán stiga forskot á Århus á toppnum og var búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn fyrir leikinn.

Naumur sigur Fylkisstelpna á Haukum

Fylkir vann nauman en mikilvægan 22-21 sigur á Haukum í N1 deild kvenna í handbolta í dag en leikið var í Fylkishöllinni. Fylkir náði þar með þriggja stiga forskoti á íBV í baráttunni um fjórða og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina.

Bikarmeistararnir komust ekki til Eyja

Leik ÍBV og Fram í N1 deild kvenna í handbolta sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað þangað til á morgun. Nýkrýndir bikarmeistarar Framara komust ekki til Vestmannaeyjar vegna ófærðar og því varð að fresta leiknum um sólarhring.

Ætla að vera áfram í Þýskalandi

Eftir sex góð ár hjá TuS N-Lübbecke er hornamaðurinn knái Þórir Ólafsson á förum frá liðinu. Honum var tjáð af stjórnarmanni félagsins að hann fengi ekki nýjan samning hjá félaginu þar sem hann hefur verið fyrirliði síðustu tvö ár.

Óskar: Skandall að nýta ekki markvörsluna

Óskar Bjarni Óskarsson segir að markvarsla Hlyns Morthens hafi átt að koma liðinu í góða stöðu. Sókn liðsins hafi bara verið svo léleg að það gekk ekki eftir.

Sveinbjörn: Finnst ég vera góður

22 ára gamli markvörður Akureyrar, Sveinbjörn Pétursson, var í gær valinn besti leikmaður annars hluta N1-deildar karla. Þessi síðhærði markvörður á stuttbuxunum hefur vakið mikla athygli í vetur fyrir vasklega frammistöðu sem nú hefur skilað honum landsliðssæti.

Alfreð hafði betur gegn Degi

Kiel tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta með sigri á Füchse Berlin í fjórðungsúrslitum, 31-25, í Berlín.

Löwen í undanúrslit bikarkeppninnar

Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk þegar að Rhein-Neckar Löwen tryggði sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar með fimm marka sigri á Melsungen í kvöld, 33-28.

Anton og Hlynur stefna á stórmót

Besta handboltadómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, voru valdir bestu dómarar annars hluta N1-deildar karla og kom það fáum á óvart.

Sveinbjörn valinn bestur í umferðum 8 til 14

Sveinbjörn Pétursson, markvörður Akureyrar, var nú í hádeginu valinn besti leikmaður umferða 8 til 14 í N1-deild karla. Sveinbjörn hefur farið mikinn í marki toppliðsins.

Bitter kemur ekki með til Íslands

Heiner Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands, hefur valið sautján leikmenn fyrir leikina gegn Íslandi í undankeppni EM 2012 og kemur fátt á óvart í hans vali.

Ólafur og Sveinbjörn koma inn í landsliðið fyrir Þjóðverjaleikina

Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari hefur valið 18 manna hóp fyrir tvo landsleiki gegn Þjóðverjum í undankeppni EM 2012. Guðmundur kallar á tvo leikmenn sem voru ekki með á HM í Svíþjóð en það eru þeir Sveinbjörn Pétursson og Ólafur Guðmundsson. Sigurbergur Sveinsson dettur hinsvegar úr hópnum.

Sjá næstu 50 fréttir