Handbolti

Alfreð hafði betur gegn Degi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel.
Alfreð Gíslason, þjálfari Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Kiel tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar í handbolta með sigri á Füchse Berlin í fjórðungsúrslitum, 31-25, í Berlín.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel en Dagur Sigurðsson hjá Füchse Berlin. Bæði lið eru í toppbaráttunni í deildinni.

Kiel hafði fjögurra marka forystu í hálfleik, 17-13, en liðið náði snemma forystunni í leiknum og lét hana aldrei af hendi.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Kiel og Alexander Petersson var markahæstur í liði Füchse Berlin með sex mörk.

Göppingen og Rhein-Neckar Löwen hafa einnig tryggt sér sæti í undanúrslitunum sem fara fram í Hamburg aðra helgina í maí, rétt eins og sjálfur úrslitaleikurinn.

Þá fór einn leikur fram í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld en nýliðar Ahlen-Hamm náðu góðu jafntefli gegn Lemgo á heimavelli, 28-28. Einar Hólmgeirsson skoraði fjögur mörk fyrir Ahlen-Hamm.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×