Handbolti

Þrjú Íslendingalið eftir í Meistaradeildinni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Aron Pálmarsson, til hægri, í leik með Kiel.
Aron Pálmarsson, til hægri, í leik með Kiel. Nordic Photos / Bongarts
Dregið verður í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta í Vínarborg í kvöld en þrjú Íslendingalið verða þá í pottinum.

Þessi þrjú lið eru Kiel og Rhein-Neckar Löwen frá Þýskalandi og Kadetten Schaffhausen frá Sviss.

Alfreð Gíslason er þjálfari Kiel og Aron Pálmarsson leikur með liðinu. Guðmundur Guðmundsson þjálfar Löwen og þeir Ólafur Stefánsson, Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson leika allir með liðinu. Með Schaffhausen leikur svo landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson.

Liðunum verður skipt í fjóra styrkleikaflokka í drættinum í kvöld, eftir því í hvaða sætum þau lentu í sínum riðlum. Dregið verður í fjóra riðla en sigurvegarinn í hverjum riðli kemst svo í úrslitahelgina (Final Four) sem fer fram í Lanxess Arena í Köln í Þýskalandi, heimavelli Gummersbach.

1. styrkleikaflokkur: Kiel, Montpellier, Chekovski Medvedi og Ciudad Real.

2. styrkleikaflokkur: Rhein-Neckar Löwen, Veszprem, Valladolid og Flensburg.

3. styrkleikaflokkur: Barcelona, Hamburg, Pick Szeged, RK Zagreb.

4. styrkleikaflokkur: Chambery, Kolding, Kadetten Schaffhausen og Bosna Sarajevo.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×