Handbolti

Löwen mætir Croatia Zagreb í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Guðmundur og félagar duttu ekki í lukkupottinn þegar dregið var í Meistaradeildinni í kvöld.
Guðmundur og félagar duttu ekki í lukkupottinn þegar dregið var í Meistaradeildinni í kvöld.
Íslendingaliðin þrjú í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar fengu miserfiða andstæðinga þegar dregið var í sextán liða úrslitin í kvöld.

Rhein-Neckar Löwen mætir hinu afar sterka króatíska liði, Croatia Zagreb. Kiel mætir danska liðinu Kolding og Björgvin Páll Gústavsson og félagar í Kadetten mæta franska liðinu Montpellier.

Líklegt verður að teljast að Alfreð Gíslason, Aron Pálmarsson og félagar í Kiel leggi Kolding af velli en erfitt verkefni bíður hinna Íslendingaliðanna.

Drátturinn í sextán liða úrslit:

Kadetten Schaffhausen - Montpellier

Kolding - Kiel

Chambery - Ciudad Real

Bosna sarajevo - Chekhovskie Medvedi

Pick Szeged - Flensburg

Barcelona - MKB Veszprém

Croatia Zagreb - Rhein-Neckar Löwen

Hamburg - Valladolid




Fleiri fréttir

Sjá meira


×