Handbolti

Þórir Ólafsson fær ekki nýjan samning hjá TuS N-Lübbecke

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórir Ólafsson í leik með Íslandi á HM í Svíþjóð.
Þórir Ólafsson í leik með Íslandi á HM í Svíþjóð. Mynd/Valli
Þórir Ólafsson, landsliðsmaður í handbolta, þarf að fara að leita sér að nýju félagi því í gær varð það ljóst að hann fær ekki nýjan samning hjá TuS N-Lübbecke þegar sá gamli rennur út í sumar.

Þórir, sem er 31 árs gamall, hefur leikið með TuS N-Lübbecke í sex ár og hefur verið einn besti leikmaður liðsins auk þess að gegna stöðu fyrirliða liðsins undanfarin tímabil. Þórir hefur skoraði 4,2 mörk að meðaltali í leik á þessu tímabili en hann hefur lítið fengið að vera með að undanförnu.

Markus Baur tók við þjálfun liðsins í desember og það lítur út fyrir að hann sé ekki hrifinn af íslenska landsliðsmanninum og ætli sér greinilega að endurnýja leikmannahópinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×