Handbolti

Löwen í undanúrslit bikarkeppninnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ólafur Stefánsson var góður í kvöld.
Ólafur Stefánsson var góður í kvöld. Nordic Photos / Bongarts
Ólafur Stefánsson skoraði sex mörk þegar að Rhein-Neckar Löwen tryggði sér sæti í undanúrslitum þýsku bikarkeppninnar með fimm marka sigri á Melsungen í kvöld, 33-28.

Þetta er sjötta árið í röð sem að Löwen kemst í undanúrslit sem fara eins og ávallt fram í Hamburg sömu helgina og sjálfur úrslitaleikurinn.

Staðan í hálfleik var 19-12, Löwen í vil, og sigur liðsins því nokkuð þægilegur. Samkvæmt heimasíðu félagsins var Ólafur einn besti leikmaður liðsins í dag en þeir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson komust ekki á blað að þessu sinni.

Göppingen komst í undanúrslitin með sigri á Magdeburg í gær en síðar í kvöld kemur í ljós hvort að Kiel eða Füchse Berlin bætast í þann hóp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×