Fleiri fréttir

Frábær sigur gegn Ungverjum, 32-26

Íslendingar lögðu Ungverja með sex marka mun á heimsmeistaramótinu í handknattleik, 32-26 í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Íslendingar leggja Evrópuþjóð í fyrsta leik á HM. Staðan var 14-11 í hálfleik. Aron Pálmarsson var markahæstur í liði Íslands með 8 mörk og Alexander Petersson skoraði 5. s

HM 2011: Ellefu leikir á dagskrá í dag

Það verður nóg um að vera á heimsmeistaramótinu í handbolta í dag en alls eru 11 leikir á dagskrá. Ísland leikur gegn Ungverjum í B-riðli og hefst sá leikur kl. 16.00 og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Einnig verður fylgst með gangi mála í textalýsingu á Boltavaktinni á visir.is.

Strákarnir byrjaðir að hita upp

Það er nú aðeins klukkutími þar til leikur Íslands og Ungverjalands hefst á HM. Þetta er fyrsti leikur þjóðanna í keppninni og fyrsti leikur dagsins í B-riðli.

Guðmundur: Hlakka til að byrja

Það hefur mikið mætt á Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara síðustu daga enda undirbúningur fyrir HM stuttur og margt sem þarf að gera á þessum stutta tíma.

Þórir að braggast og spilar í dag

Hornamaðurinn Þórir Ólafsson mun taka þátt í leiknum gegn Ungverjum í dag en óttast var um þáttöku hans í gær þar sem hann var að veikjast.

Sturla: Hef trú á sigri

Sturla Ásgeirsson er einn þriggja sérfræðinga Vísis um HM í handbolta en Ísland leikur í dag sinn fyrsta leik á mótinu, gegn Ungverjum.

Hreiðar: Kallinn er ógleymanlegur

Hreiðar Levý Guðmundsson markvörður kann vel við sig í Svíþjóð enda spilaði hann þar á sínum tíma við góðan orðstír áður en hann ákvað að færa sig yfir til Þýskalands.

Snorri Steinn: Menn eru mjög hungraðir

Snorri Steinn Guðjónsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, var einbeittur á æfingu íslenska landsliðsins í dag og er klár í slaginn á morgun líkt og aðrir leikmenn íslenska laandsliðsins.

Svíar unnu tíu marka sigur á Síle í fyrsta leik

Svíar unnu öruggan tíu marka sigur á Síle, 28-18, í opnunarleik HM í handbolta í Gautaborg í kvöld. Svíar voru 15-8 yfir í hálfleik og náðu mest tólf marka forustu í leiknum. Þetta var eini leikur dagsins á HM í Svíþjóð en fyrsti leikur Íslands er síðan á móti Ungverjum á morgun.

HM boltavaktin: Svíþjóð - Chile

Heimsmeistaramótið í handbolta hefst í kvöld með leik Svía og Chile í D-riðlinum sem fram fer í Gautaborg. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 sport en hægt er að fylgjast með gangi mála á boltavaktinni á visir.is

Neagu og Jicha bestu leikmennirnir í handboltanum

Cristina Neagu frá Rúmeníu er handboltakona ársins 2010 og Filip Jicha frá Tékklandi er handboltamaður ársins 2010. Hassan Moustafa forseti Alþjóða handknattleikssambandsins, IHF, greindi frá úrslitum kjörsins í dag á fundi með fréttamönnum í Gautaborg í Svíþjóð.

Þórir að veikjast

Guðmundur Guðmundsson mun tilkynna í kvöld hvaða leikmenn hann tilkynnir til leiks á HM. Guðmundur er með 17 manns hér í Svíþjóð en má nota 16 hverju sinni.

Lövgren með áhugavert viðtal við Ólaf Stefánsson - myndband

Stefan Lövgren hefur á undanförnum vikum rætt við marga þekkta handboltamenn í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst í kvöld. Lövgren starfar á sjónvarpsstöðinni TV4 í Svíþjóð og í dag var birt ítarlegt viðtal við Ólaf Stefánsson.

Strákarnir æfðu í myrkri

Íslenska landsliðið í handbolta er núna á sinni síðustu æfingu fyrir opnunarleik sinn á HM. Æfingin fer fram í Himmestalundshallen í Norrköping en þar mun íslenska liðið spila fyrstu tvo leiki sína í keppninni.

Umfjöllun: Valsstúlkur keyrðu yfir andlausa Framara í seinni hálfleik

Valur bar sigur úr býtum gegn toppliði Fram ,23-16, í níundu umferð N1-deild kvenna í kvöld en leikurinn fór fram í Safamýrinni. Heimastúlkur voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik en í síðari hálfleiknum var aðeins eitt lið á vellinum. Gestirnir í Val lokuðu vörninni og spiluðu skynsaman sóknarleik sem skilaði þeim öruggum sigri.

Kristín: Máttum alls ekki við tapa í kvöld.

„Þessi sigur var svakalega mikilvægur fyrir okkur,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir sigurinn í kvöld. Valur vann toppslaginn gegn Fram ,23-16, í Safamýrinni en leikurinn var hluti af níundu umferð N1-deild kvenna.

Stefán:Frábær varnarleikur skilaði sigrinum

Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, var mjög svo sáttur með sigurinn í kvöld og sérstaklega spilamennsku sinna manna í síðari hálfleik. Valur vann virkilega mikilvægan sigur á toppliði Fram 23-16 í níundu umferð N1-deildar kvenna.

Þorsteinn J. er bjartsýnn fyrir hönd handboltans

Stöð 2 sport verður með mikinn viðbúnað vegna heimsmeistaramótsins í handknattleik en það verða gestgjafarnir í Svíþjóð sem leika opnunarleikinn gegn Síle á morgun, fimmtudag.

Danir stefna ekki á gullið á HM

Ulrik Wilbek þjálfari danska landsliðsins í handknattleik kom Dönum verulega á óvart í gær þegar hann gaf það út að Danir væru ekki með lið sem geti stefnt á það að verða heimsmeistari á HM í Svíþjóð.

Faxi og Olsson skildu Beutler eftir í kuldanum

Staffan Olsson og Ola Lindgren eru í stóru hlutverki á HM í Svíþjóð en þeir stýra liði gestgjafanna á heimsmeistaramótinu. „Faxi“ og Lindgren hafa tilkynnt 16 manna leikmannahóp sinn og vekur athygli að markvörðurinn Dan Beutler frá þýskala liðinu Flensburg var ekki valinn.

„Öldungurinn“ Ege er mikilvægasti leikmaður Noregs

Ólafur Stefánsson verður ekki aldursforsetinn í B-riðlinum á HM í Svíþjóð því norski landsliðsmarkvörðurinn Steinar Ege er 38 ára og hefur sjaldan verið betri. Íslendingar mæta Norðmönnum í lokaleiknum í riðlakeppninni og má búast við því að sá leikur verði einn af úrslitaleikjum Íslands í keppninni.

Eyjakonur unnu eins marks sigur í Kaplakrika

ÍBV vann 25-24 sigur á FH í N1 deild kvenna í handbolta í kvöld en leikurinn fór fram á heimavelli FH í Kaplakrika. ÍBV komst með þessu upp fyrir FH og alla leið upp í sjötta sæti deildarinnar.

Gummi Gumm með augu í hnakkanum

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, fylgist vel með öllu í undirbúning íslenska handboltalandsliðsins fyrir HM í Svíþjóð sem er að hefjast á föstudaginn. Guðmudnur er með allt á hreinu og það mætti halda að hann sé með augu í hnakkanum ef fólk skoðar myndbandið hér fyrir ofan.

Chile er ekki að fara að gera neinar rósir á HM

Opnunarleikur HM í handbolta verður viðureign Svía og Chile. Suður-Ameríkanarnir hafa ekki getið sér gott orð á handboltavellinum hingað til og munu tæplega slá í gegn í Svíþjóð.

Guðmundur má tvisvar sinnum breyta hópnum á HM

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, valdi í kvöld þá 17 leikmenn sem fara til Svíþjóðar á HM í handbolta sem hefst á föstudaginn. Guðmundur hafði í huga við valið að nýjar reglur gilda núna um leikmannahópanna í keppninni.

HM-hópurinn klár: Sveinbjörn og Sturla detta út

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handbolta, tilkynnti leikmönnum það á æfingu nú rétt áðan hvaða sautján leikmenn fá að fara með á HM í handbolta í Svíþjóð.

Wilbek búinn að velja 15 manna hóp

Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Dana í handknattleik, hefur valið 15 manna hóp fyrir HM í Svíþjóð sem hefst í þessari viku.

Höfum ekkert unnið enn á HM

Óhætt er að segja að íslenska landsliðið í handbolta líti vel út fyrir HM í Svíþjóð sem hefst nú á fimmtudaginn. Ísland vann sterkt lið Þýskalands í báðum æfingaleikjum liðanna í Laugardalshöll um helgina, þann síðari á laugardaginn, 31-27.

Veit á gott fyrir Þjóðverja að tapa á Íslandi

Þó svo að Þýskaland hafi tapað báðum æfingaleikjunum sínum gegn Íslandi í Laugardalshöllinni um helgina þarf það ekki endilega að þýða að liðið sé í slæmum málum. Þvert á móti segir sagan að þá sé von á góðu hjá Þjóðverjum á HM í Svíþjóð sem hefst á fimmtudaginn.

Sjá næstu 50 fréttir