Handbolti

Chile er ekki að fara að gera neinar rósir á HM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Faxi getur líklega fengið sér í vörina og haft það náðugt í opnunarleiknum.
Faxi getur líklega fengið sér í vörina og haft það náðugt í opnunarleiknum.

Opnunarleikur HM í handbolta verður viðureign Svía og Chile. Suður-Ameríkanarnir hafa ekki getið sér gott orð á handboltavellinum hingað til og munu tæplega slá í gegn í Svíþjóð.

Þeir hituðu upp fyrir leikinn með því að spila gegn sænska liðinu Savehof og steinlágu með níu marka mun, 34-25.

Robert Mansson skoraði níu mörk fyrir Savehof og Martinez var með fimm fyrir Chile.

Það má því rétt ímynda sér hvernig landslið Svía fer með þá fyrst Savehof rúllaði svona auðveldlega yfir liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×