Handbolti

Leikjadagskrá HM í Svíþjóð

Hér má nálgast leikjadagskrá fyrir heimsmeistarakeppnina í handbolta sem hefst í Svíþjóð í dag.

Alls mæta 24 lið til keppni og hefur þeim verið skipt í fjóra riðla. Þrjú liðin komast áfram í milliriðla en öll lið munu þó spila um sæti á mótinu.

Þau lið sem komast áfram í milliriðla taka með sér stigin úr innbyrðisviðureignum sínum í hverjum riðli fyrir sig. Tvö efstu liðin í hvorum milliriðli komast svo í undanúrslit.

Allir leikir íslenska liðsins verða í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport auk fjölda annarra leikja í riðlakeppninni eins og sjá má í dagskránni.

Hana var einnig að finna í aukablaði um HM í handbolta sem fylgdi Fréttablaðinu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×