Handbolti

Þorsteinn J. er bjartsýnn fyrir hönd handboltans

Guðjón Guðmundsson skrifar

Stöð 2 sport verður með mikinn viðbúnað vegna heimsmeistaramótsins í handknattleik en það verða gestgjafarnir í Svíþjóð sem leika opnunarleikinn gegn Síle á morgun fimmtudag.

Frakkar hafa titil verja og ef þei náð því jafna þeir árangur Svía og Rúmena en báðar þjóðirnar hafa landað heimsmeistaratitlinum fjórum sinnum. Ítarleg umfjöllun um mótið verður á Stöð 2 sport á meðan mótinu stendur og þar stendur Þorsteinn J. Vilhjálmsson vaktina.

„Við erum að stilla upp í stórmót hér í stúdíóinu. Við ætlum að vera með fjóra sérfræðinga og alla þjóðina með okkur í þessu. Þegar strákarnir okkar spila þá erum við öll með. Ég er bara bjartsýnn fyrir hönd handboltans. Við erum að fara sjá það besta í alþjóðlegum handbolta á Stöð 2 sport í rúman hálfan mánuð í svartasta skammdeginu á Íslandi. Það er bara frábært," sagði Þorsteinn J. í viðtali í íþróttafréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Viðtalið má skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Dagskrá Stöðvar 2 frá HM í heild sinni.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×