Fleiri fréttir

Rangnick-á­hrifin ekki lengi að láta á sér kræla

Ralf Rangnick var ekki lengi að setja mark sitt á Manchester United. Liðið lagði Crystal Palace 1-0 á Old Trafford í gær í fyrsta leik Þjóðverjans með liðið. Þar gerðist nokkuð sem hefur ekki gerst síðan Sir Alex Ferguson var þjálfari liðsins.

Telja niður í jólin með þrumu­fleyg Kára Árna

Enska knattspyrnufélagið Plymouth Argyle telur niður til jóla með glæsilegustu mörkum undanfarinna ára. Í dag var markið í boði Kára Árnasonar, fyrrverandi landsliðsmanns og núverandi Íslands- og bikarmeistara hér heima.

Konsa ó­vænt hetja Villa gegn Leicester

Miðvörðurinn Ezri Konsa skoraði tvívegis er Aston Villa kom til baka og vann 2-1 sigur á Leicester City í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Öruggt hjá Totten­ham | Bam­ford hetja Leeds

Tottenham Hotspur vann þægilegan 3-0 sigur á botniliði Norwich City er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þá bjargaði Patrick Bamfordstigi fyrir Leeds United er liðið gerði 2-2 jafntefli við Brentford

Klopp: „Origi er goðsögn“

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var eðlilega í skýjunum eftir 1-0 sigur sinna manna gegn Wolves í gær þar sem Divock Origi skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Hann segist vona að leikmaðurinn finni þjálfara sem gefur honum fleiri mínútur í framtíðinni.

Origi hetja Liverpool

Divock Origi var hetja Liverpool er liðið vann 1-0 útisigur á Wolves í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Við gerðum of mörg mis­tök

Thomas Tuchel var sár og svekktur er hann ræddi við fjölmiðla eftir 3-2 tap sinna manna gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag. Honum fannst frammistaðan þó ekki alslæm.

Ronaldo fyrstur í 800 mörk

Cristiano Ronaldo gerði sér lítið fyrir og skoraði sitt 800. mark á ferlinum í 3-2 sigri Manchester United gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi.

Carrick segir skilið við United: „Hundrað prósent mín ákvörðun“

Eftir 3-2 sigur Manchester United gegn Arsenal í kvöld hefur Michael Carrick ákveðið að yfirgefa félagið. Carrick stýrði liðinu í þremur leikjum eftir að Ole Gunnar Solskjær var látinn fara á dögunum, en Ralf Rangnick tekur við sem bráðabirgðastjóri út tímabilið.

Mikilvægur sigur United í stórleiknum

Manchester United vann í kvöld mikilvægan 3-2 sigur er liðið tók á móti Arsenal á Old Trafford í seinasta leik liðsins áður en Ralf Rangnick tekur við stjórnartaumunum.

Mo Salah nálgast met Jamie Vardy

Liverpool liðið hefur getað treyst á framlag frá Mohamed Salah síðustu mánuði og nú er svo komið að hann nálgast met í ensku úrvalsdeildinni.

Segir lið sitt aldrei hafa spilað jafn vel á Goodi­son Park

Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, var að vonum ánægður með 4-1 stórsigur sinna manna á Everton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld, þá sérstaklega eftir það sem gerðist á sama velli á síðustu leiktíð.

Man City vann nauman sigur á Villa Park

Manchester City vann 2-1 útisigur á Aston Villa er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Heimamenn voru nálægt því að jafna metin undir lok leiks.

Liverpool snýtti Everton í Guttagarði

Everton átti í raun aldrei roð í nágranna sína í Liverpool er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 1-4 og ljóst að sæti Rafa Benitez, þjálfara Everton, er orðið virkilega heitt.

Sjá næstu 50 fréttir