Fleiri fréttir Ferguson: Það kom mér ekki á óvart að þeir mættu með varaliðið Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði baráttuglöðum Wolves-leikmönnum fyrir frammistöðu sína á Old Trafford í kvöld en United vann þá 3-0 sigur á varaliði Wolves og komst upp að hlið Chelsea á toppnum. 15.12.2009 22:25 Manchester United upp að hlið Chelsea á toppnum Manchester United þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að vinna varalið Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United vann sannfærandi 3-0 sigur og náði Chelsea að stigum í efsta sæti deildarinnar. 15.12.2009 21:46 Þrír stjórnarmenn hjá Watford sögðu af sér í kvöld Það er ekki gott ástand hjá enska B-deildarliðinu Watford sem glímir við mikinn fjárhagsvanda þessa daganna. Þrír stjórnarmenn félagsins sögðu af sér í kvöld á árlegum aðalfundi félagsins en framtíð Watford ræðst af því hvort félagið geti reddað 5,5 milljónum punda fyrir júní 2010. 15.12.2009 21:30 Mark Hughes: Erum á eftir sæti Liverpool í Meistaradeildinni Mark Hughes, stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, er örugglega að reyna að setja enn meiri pressu á Rafael Benitez, stjóri Liverpool, með því að gefa það út að Manchester City ætli sér að ná í Meistaradeildarsæti Liverpool. Hughes er á því að Manchester United, Chelsea og Arsenal verði ekki haggað úr efstu þremur sætunum. 15.12.2009 20:45 Wenger: Opnasta toppbaráttan í öll mín þrettán ár í Englandi Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á því að baráttan um enska meistaratitilinn hafi ekki verið svona opin í þau þrettán ár sem hann hefur stjórnað enska liðinu. Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Chelsea en á leik inni. 15.12.2009 20:00 Benitez: Við verðum í Meistaradeildinni á næsta ári Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er þess fullviss að liðið muni spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 15.12.2009 18:30 Gunnar Heiðar stóðst læknisskoðun Gunnar Heiðar Þorvaldsson gekkst í dag undir læknisskoðun hjá enska B-deildarfélaginu Reading og stóðst hana. 15.12.2009 16:15 Backe hættur hjá Notts County Svo virðist sem að ævintýrið um Notts County sé að breytast í martröð. Nú hefur Svíinn Hans Backe ákveðið að hætta sem knattspyrnustjóri liðsins eftir aðeins sjö vikur í starfi. 15.12.2009 14:45 Berbatov: Erfitt að standa undir væntingum Dimitar Berbatov segir að það hafi verið erfitt að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans eftir að hann var keyptur til Manchester United á 30 milljónir punda frá Tottenham í fyrra. 15.12.2009 14:15 Neville frá í þrjár vikur Gary Neville, fyrirliði Manchester United, á von á því að hann verði frá vegna meiðsla næstu þrjár vikurnar. 15.12.2009 13:30 Suarez vill fara til Barcelona Luis Suarez, leikmaður Ajax í Hollandi, hefur greint frá því að hann dreymir um að fá að spila einn daginn með Barcelona á Spáni. 15.12.2009 13:00 Arshavin hefur trú á Liverpool Andrey Arshavin segir að Liverpool geti vel náð sér á strik og endað tímabilið í einu af þremur efstu sætum deildarinnar. 15.12.2009 11:30 Scott Parker orðaður við Liverpool Scott Parker, leikmaður West Ham, var í dag orðaður við Liverpool í enska götublaðinu The Sun. 15.12.2009 11:00 Hætt við rannsókn á Assou-Ekotto Stuðningsmaðurinn sem ásakaði Benoit Assou-Ekotto, leikmann Tottenham, um að hafa slegið sig hefur dregið ásökunina til baka. 15.12.2009 10:15 Giggs: Ég hætti á undan Ferguson Ryan Giggs á von á því að Alex Ferguson verði enn við stjórnvölinn hjá Manchester United þegar hann leggur sjálfur skóna á hilluna. 15.12.2009 09:47 West Ham á eftir Hutton West Ham hefur áhuga á að fá varnarmanninn Alan Hutton í sínar raðir en hann hefur fá tækifæri fengið hjá Tottenham í ár. 14.12.2009 20:45 Brynjar Björn: Opinn fyrir því að spila í Skandínavíu Brynjar Björn Gunnarsson er líklega á förum frá enska liðinu Reading og samkvæmt frétt á Stöð 2 í kvöld þá er alveg eins líklegt að hann sé á leiðinni í norræna fótboltann á nýjan leik tíu árum eftir að hann fór yfir til Englands. 14.12.2009 19:15 Arshavin gat ekki notað hægri fótinn alla vikuna Arsenal-maðurinn Andrei Arshavin var enn á ný örlagavaldur Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar hann skoraði sigurmark Arsenal í 2-1 sigri. Tapið gerði endanlega út um allar meistaravonir hjá Liverpool en í fyrra skoraði Arshavin einmitt fernu á Anfield. 14.12.2009 17:45 Cole ætlar ekki að fara frá West Ham Carlton Cole, leikmaður West Ham, segir að hann ætli ekki að fara frá félaginu á næstunni. 14.12.2009 17:00 Allardyce: Engar fyrirspurnir borist Sam Allardyce, stjóri Blackburn, segir að félagið hafi engar fyrirspurnir fengið vegna Norðmannsins Morten Gamst Pedersen en Celtic í Skotlandi er sagt hafa áhuga á honum. 14.12.2009 14:15 Carragher: Nú verðum við að standa saman Jamie Carragher segir að leikmenn Liverpool verði einfaldleg að standa saman þrátt fyrir lélegt gengi í haust og tap fyrir Arsenal um helgina. 14.12.2009 13:45 Figueroa verður ekki seldur í janúar Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, hefur útilokað að bakvörðurinn Maynor Figueroa verði seldur í næsta mánuði. 14.12.2009 12:15 Norður-Írar mögulega að missa landsliðsþjálfarann Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, hefur lýst yfir áhuga á að taka sér starf knattspyrnustjóra Sheffield Wednesday sem er í fallbaráttu ensku B-deildarinnar sem stendur. 14.12.2009 10:45 Giggs íþróttamaður ársins í Bretlandi Ryan Giggs var í gær kjörinn íþróttamaður ársins í Bretlandi en hann hefur átt frábæru gengi að fagna með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United á árinu. 14.12.2009 09:54 Cole stefnir á endurkomu í janúar Carlton Cole, framherji West Ham, blæs á allt neikvætt tal um að hann verði frá næstu þrjá mánuðina. Hann segist stefna á að spila á ný í janúar. 13.12.2009 23:30 Terry: Við stefnum á að ná 90 stigum John Terry, fyrirliði Chelsea, er ekki sammála þeim sem segja að enska deildin sé opnari í ár en áður sem og að stóru liðin muni tapa fleiri leikjum en síðustu ár. 13.12.2009 22:45 Wenger útilokar að kaupa Nistelrooy Arsenal er orðað við annan hvern framherja í Evrópu þessa dagana. Nú er hægt að útiloka í það minnsta einn því Arsene Wenger, stjóri liðsins, segir ekki koma til greina að semja við meiðslapésann Ruud Van Nistelrooy. 13.12.2009 22:15 Benitez: Sjálfsmarkið breytti öllu Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var að vonum svekktur eftir enn eitt tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. 13.12.2009 18:40 Fabregas: Aldrei séð Wenger svona reiðan Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að reiðilestur Arsene Wenger, stjóra liðsins, í leikhléi gegn Liverpool hafi kveikt neistann hjá liðinu. 13.12.2009 18:36 Arshavin endurtók leikinn Andrey Arshavin kann greinilega vel við að leika gegn Liverpool. Hann skoraði fjögur mörk gegn liðinu á síðustu leikinn og kláraði svo aftur viðureign liðanna á Anfield í dag. 1-2 fyrir Arsenal. 13.12.2009 17:55 Til í að greiða Nistelrooy fyrir hvern spilaðan leik Liverpool er í dag sagt vera á höttunum eftir hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy, leikmanni Real Madrid. Hermt er að Liverpool sé til í að greiða framherjanum fyrir hvern spilaðan leik. 13.12.2009 17:18 Hætti þegar þegar heilsan brestur Sir Alex Ferguson segist ekki einu sinni vera að íhuga að hætta þjálfun hjá Man. Utd. Hann segist aðeins ætla að hætta þegar heilsan leyfir honum ekki lengur að vera í eldlínunni. 13.12.2009 16:00 Lögreglan rannsakar Assou-Ekotto Lögreglan rannsakar nú hvort bakvörðurinn Benoit Assou-Ekotto hafi lamið áhorfanda eftir leik Spurs og Wolves í gær. 13.12.2009 15:15 Von á yfirtökutilboði í Man. Utd? Breska slúðurblaðið News of the World greinir frá því í dag að von sé á risayfirtökutilboði frá Asíu í Man. Utd. Að sögn blaðsins er yfirtökutilboðið upp á einn milljarð punda. 13.12.2009 14:30 Verðum að bretta upp ermarnar Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er staðráðinn í því að láta dómsdagsspár Graeme Souness ekki rætast. Souness lét hafa eftir sér í vikunni að hann óttaðist að Liverpool næði ekki einu af fjórum efstu sætunum í deildinni. 13.12.2009 12:15 Arsenal vill bætur frá Hollendingum Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að félagið muni sækja um bætur frá hollenska knattspyrnusambandinu vegna meiðsla Robin Van Persie. 13.12.2009 11:30 Öll mörkin og tilþrifin í enska boltanum Vísir minnir lesendur sína á að sem fyrr er hægt að sjá öll mörkin og tilþrifin í enska boltanum hér inn á síðunni. 12.12.2009 23:30 Ferguson: Dómarar ættu ekki að ákveða uppbótartímann Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, bar sig ágætlega þrátt fyrir sárt tap United gegn Aston Villa í dag. Það var fyrsta tap United fyrir Villa síðan 1995 og fyrsta tap United á heimavelli gegn Villa síðan 1983. 12.12.2009 20:13 Fyrsti sigur Villa á United í deildinni síðan 1995 Manchester United missti af gullnu tækifæri í dag til þess að komast að hlið Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea gerði jafntefli gegn Everton fyrr í dag og United hefði með sigri á Aston Villa í dag orðið jafnt að stigum við Lundúnarliðið. 12.12.2009 19:33 Ancelotti: Engin krísa hjá Chelsea Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki á því að það sé einhver krísa í herbúðum Chelsea þó svo liðið hafi ekki unnið fjóra síðustu leiki sína og gerði í dag 3-3 jafntefli gegn Everton á heimavelli. 12.12.2009 18:41 Emil á skotskónum fyrir Barnsley Emil Hallfreðsson skoraði annað marka Barnsley sem nældi í stig gegn Newcastle. Lokatölur í þeim leik 2-2. 12.12.2009 17:25 Chelsea hrasaði gegn Everton - úrslit og markaskorarar dagsins Það var líf og fjör í enska boltanum í dag en búið er að spila alla leiki dagsins nema einn. Topplið Chelsea varð af tveimur mikilvægum stigum gegn Everton. 12.12.2009 17:02 Jafntefli hjá Stoke og Wigan - Beattie var á bekknum James Beattie var í leikmannahópi Stoke City í dag er liðið tók á móti Wigan. Beattie byrjaði þó leikinn á bekknum. Leiknum lyktaði með jafntefli, 2-2, en Beattie spilaði síðustu sjö mínútur leiksins. 12.12.2009 14:46 Getur hugsanlega ekki skokkað aftur Dean Ashton viðurkennir að það sé erfitt að kyngja því að þurfa að leggja skóna á hilluna. Hann segir meiðsli sín vera svo slæm að hætta sé á því að hann geti aldrei hlaupið aftur. 12.12.2009 12:15 Benitez þarf að spara Einhverjir vilja kenna slæmu gengi Liverpool í vetur um að Benitez hafi ekki fengið að versla almennilega síðasta sumar. Stjórinn hefur greint frá því að hann hafi þurft að spara til þess að grynnka á skuldum félagsins. 12.12.2009 11:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ferguson: Það kom mér ekki á óvart að þeir mættu með varaliðið Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hrósaði baráttuglöðum Wolves-leikmönnum fyrir frammistöðu sína á Old Trafford í kvöld en United vann þá 3-0 sigur á varaliði Wolves og komst upp að hlið Chelsea á toppnum. 15.12.2009 22:25
Manchester United upp að hlið Chelsea á toppnum Manchester United þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að vinna varalið Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United vann sannfærandi 3-0 sigur og náði Chelsea að stigum í efsta sæti deildarinnar. 15.12.2009 21:46
Þrír stjórnarmenn hjá Watford sögðu af sér í kvöld Það er ekki gott ástand hjá enska B-deildarliðinu Watford sem glímir við mikinn fjárhagsvanda þessa daganna. Þrír stjórnarmenn félagsins sögðu af sér í kvöld á árlegum aðalfundi félagsins en framtíð Watford ræðst af því hvort félagið geti reddað 5,5 milljónum punda fyrir júní 2010. 15.12.2009 21:30
Mark Hughes: Erum á eftir sæti Liverpool í Meistaradeildinni Mark Hughes, stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, er örugglega að reyna að setja enn meiri pressu á Rafael Benitez, stjóri Liverpool, með því að gefa það út að Manchester City ætli sér að ná í Meistaradeildarsæti Liverpool. Hughes er á því að Manchester United, Chelsea og Arsenal verði ekki haggað úr efstu þremur sætunum. 15.12.2009 20:45
Wenger: Opnasta toppbaráttan í öll mín þrettán ár í Englandi Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á því að baráttan um enska meistaratitilinn hafi ekki verið svona opin í þau þrettán ár sem hann hefur stjórnað enska liðinu. Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Chelsea en á leik inni. 15.12.2009 20:00
Benitez: Við verðum í Meistaradeildinni á næsta ári Rafa Benitez, stjóri Liverpool, er þess fullviss að liðið muni spila í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. 15.12.2009 18:30
Gunnar Heiðar stóðst læknisskoðun Gunnar Heiðar Þorvaldsson gekkst í dag undir læknisskoðun hjá enska B-deildarfélaginu Reading og stóðst hana. 15.12.2009 16:15
Backe hættur hjá Notts County Svo virðist sem að ævintýrið um Notts County sé að breytast í martröð. Nú hefur Svíinn Hans Backe ákveðið að hætta sem knattspyrnustjóri liðsins eftir aðeins sjö vikur í starfi. 15.12.2009 14:45
Berbatov: Erfitt að standa undir væntingum Dimitar Berbatov segir að það hafi verið erfitt að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans eftir að hann var keyptur til Manchester United á 30 milljónir punda frá Tottenham í fyrra. 15.12.2009 14:15
Neville frá í þrjár vikur Gary Neville, fyrirliði Manchester United, á von á því að hann verði frá vegna meiðsla næstu þrjár vikurnar. 15.12.2009 13:30
Suarez vill fara til Barcelona Luis Suarez, leikmaður Ajax í Hollandi, hefur greint frá því að hann dreymir um að fá að spila einn daginn með Barcelona á Spáni. 15.12.2009 13:00
Arshavin hefur trú á Liverpool Andrey Arshavin segir að Liverpool geti vel náð sér á strik og endað tímabilið í einu af þremur efstu sætum deildarinnar. 15.12.2009 11:30
Scott Parker orðaður við Liverpool Scott Parker, leikmaður West Ham, var í dag orðaður við Liverpool í enska götublaðinu The Sun. 15.12.2009 11:00
Hætt við rannsókn á Assou-Ekotto Stuðningsmaðurinn sem ásakaði Benoit Assou-Ekotto, leikmann Tottenham, um að hafa slegið sig hefur dregið ásökunina til baka. 15.12.2009 10:15
Giggs: Ég hætti á undan Ferguson Ryan Giggs á von á því að Alex Ferguson verði enn við stjórnvölinn hjá Manchester United þegar hann leggur sjálfur skóna á hilluna. 15.12.2009 09:47
West Ham á eftir Hutton West Ham hefur áhuga á að fá varnarmanninn Alan Hutton í sínar raðir en hann hefur fá tækifæri fengið hjá Tottenham í ár. 14.12.2009 20:45
Brynjar Björn: Opinn fyrir því að spila í Skandínavíu Brynjar Björn Gunnarsson er líklega á förum frá enska liðinu Reading og samkvæmt frétt á Stöð 2 í kvöld þá er alveg eins líklegt að hann sé á leiðinni í norræna fótboltann á nýjan leik tíu árum eftir að hann fór yfir til Englands. 14.12.2009 19:15
Arshavin gat ekki notað hægri fótinn alla vikuna Arsenal-maðurinn Andrei Arshavin var enn á ný örlagavaldur Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar hann skoraði sigurmark Arsenal í 2-1 sigri. Tapið gerði endanlega út um allar meistaravonir hjá Liverpool en í fyrra skoraði Arshavin einmitt fernu á Anfield. 14.12.2009 17:45
Cole ætlar ekki að fara frá West Ham Carlton Cole, leikmaður West Ham, segir að hann ætli ekki að fara frá félaginu á næstunni. 14.12.2009 17:00
Allardyce: Engar fyrirspurnir borist Sam Allardyce, stjóri Blackburn, segir að félagið hafi engar fyrirspurnir fengið vegna Norðmannsins Morten Gamst Pedersen en Celtic í Skotlandi er sagt hafa áhuga á honum. 14.12.2009 14:15
Carragher: Nú verðum við að standa saman Jamie Carragher segir að leikmenn Liverpool verði einfaldleg að standa saman þrátt fyrir lélegt gengi í haust og tap fyrir Arsenal um helgina. 14.12.2009 13:45
Figueroa verður ekki seldur í janúar Roberto Martinez, knattspyrnustjóri Wigan, hefur útilokað að bakvörðurinn Maynor Figueroa verði seldur í næsta mánuði. 14.12.2009 12:15
Norður-Írar mögulega að missa landsliðsþjálfarann Nigel Worthington, landsliðsþjálfari Norður-Írlands, hefur lýst yfir áhuga á að taka sér starf knattspyrnustjóra Sheffield Wednesday sem er í fallbaráttu ensku B-deildarinnar sem stendur. 14.12.2009 10:45
Giggs íþróttamaður ársins í Bretlandi Ryan Giggs var í gær kjörinn íþróttamaður ársins í Bretlandi en hann hefur átt frábæru gengi að fagna með enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United á árinu. 14.12.2009 09:54
Cole stefnir á endurkomu í janúar Carlton Cole, framherji West Ham, blæs á allt neikvætt tal um að hann verði frá næstu þrjá mánuðina. Hann segist stefna á að spila á ný í janúar. 13.12.2009 23:30
Terry: Við stefnum á að ná 90 stigum John Terry, fyrirliði Chelsea, er ekki sammála þeim sem segja að enska deildin sé opnari í ár en áður sem og að stóru liðin muni tapa fleiri leikjum en síðustu ár. 13.12.2009 22:45
Wenger útilokar að kaupa Nistelrooy Arsenal er orðað við annan hvern framherja í Evrópu þessa dagana. Nú er hægt að útiloka í það minnsta einn því Arsene Wenger, stjóri liðsins, segir ekki koma til greina að semja við meiðslapésann Ruud Van Nistelrooy. 13.12.2009 22:15
Benitez: Sjálfsmarkið breytti öllu Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var að vonum svekktur eftir enn eitt tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. 13.12.2009 18:40
Fabregas: Aldrei séð Wenger svona reiðan Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, segir að reiðilestur Arsene Wenger, stjóra liðsins, í leikhléi gegn Liverpool hafi kveikt neistann hjá liðinu. 13.12.2009 18:36
Arshavin endurtók leikinn Andrey Arshavin kann greinilega vel við að leika gegn Liverpool. Hann skoraði fjögur mörk gegn liðinu á síðustu leikinn og kláraði svo aftur viðureign liðanna á Anfield í dag. 1-2 fyrir Arsenal. 13.12.2009 17:55
Til í að greiða Nistelrooy fyrir hvern spilaðan leik Liverpool er í dag sagt vera á höttunum eftir hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy, leikmanni Real Madrid. Hermt er að Liverpool sé til í að greiða framherjanum fyrir hvern spilaðan leik. 13.12.2009 17:18
Hætti þegar þegar heilsan brestur Sir Alex Ferguson segist ekki einu sinni vera að íhuga að hætta þjálfun hjá Man. Utd. Hann segist aðeins ætla að hætta þegar heilsan leyfir honum ekki lengur að vera í eldlínunni. 13.12.2009 16:00
Lögreglan rannsakar Assou-Ekotto Lögreglan rannsakar nú hvort bakvörðurinn Benoit Assou-Ekotto hafi lamið áhorfanda eftir leik Spurs og Wolves í gær. 13.12.2009 15:15
Von á yfirtökutilboði í Man. Utd? Breska slúðurblaðið News of the World greinir frá því í dag að von sé á risayfirtökutilboði frá Asíu í Man. Utd. Að sögn blaðsins er yfirtökutilboðið upp á einn milljarð punda. 13.12.2009 14:30
Verðum að bretta upp ermarnar Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er staðráðinn í því að láta dómsdagsspár Graeme Souness ekki rætast. Souness lét hafa eftir sér í vikunni að hann óttaðist að Liverpool næði ekki einu af fjórum efstu sætunum í deildinni. 13.12.2009 12:15
Arsenal vill bætur frá Hollendingum Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að félagið muni sækja um bætur frá hollenska knattspyrnusambandinu vegna meiðsla Robin Van Persie. 13.12.2009 11:30
Öll mörkin og tilþrifin í enska boltanum Vísir minnir lesendur sína á að sem fyrr er hægt að sjá öll mörkin og tilþrifin í enska boltanum hér inn á síðunni. 12.12.2009 23:30
Ferguson: Dómarar ættu ekki að ákveða uppbótartímann Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, bar sig ágætlega þrátt fyrir sárt tap United gegn Aston Villa í dag. Það var fyrsta tap United fyrir Villa síðan 1995 og fyrsta tap United á heimavelli gegn Villa síðan 1983. 12.12.2009 20:13
Fyrsti sigur Villa á United í deildinni síðan 1995 Manchester United missti af gullnu tækifæri í dag til þess að komast að hlið Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Chelsea gerði jafntefli gegn Everton fyrr í dag og United hefði með sigri á Aston Villa í dag orðið jafnt að stigum við Lundúnarliðið. 12.12.2009 19:33
Ancelotti: Engin krísa hjá Chelsea Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea, er ekki á því að það sé einhver krísa í herbúðum Chelsea þó svo liðið hafi ekki unnið fjóra síðustu leiki sína og gerði í dag 3-3 jafntefli gegn Everton á heimavelli. 12.12.2009 18:41
Emil á skotskónum fyrir Barnsley Emil Hallfreðsson skoraði annað marka Barnsley sem nældi í stig gegn Newcastle. Lokatölur í þeim leik 2-2. 12.12.2009 17:25
Chelsea hrasaði gegn Everton - úrslit og markaskorarar dagsins Það var líf og fjör í enska boltanum í dag en búið er að spila alla leiki dagsins nema einn. Topplið Chelsea varð af tveimur mikilvægum stigum gegn Everton. 12.12.2009 17:02
Jafntefli hjá Stoke og Wigan - Beattie var á bekknum James Beattie var í leikmannahópi Stoke City í dag er liðið tók á móti Wigan. Beattie byrjaði þó leikinn á bekknum. Leiknum lyktaði með jafntefli, 2-2, en Beattie spilaði síðustu sjö mínútur leiksins. 12.12.2009 14:46
Getur hugsanlega ekki skokkað aftur Dean Ashton viðurkennir að það sé erfitt að kyngja því að þurfa að leggja skóna á hilluna. Hann segir meiðsli sín vera svo slæm að hætta sé á því að hann geti aldrei hlaupið aftur. 12.12.2009 12:15
Benitez þarf að spara Einhverjir vilja kenna slæmu gengi Liverpool í vetur um að Benitez hafi ekki fengið að versla almennilega síðasta sumar. Stjórinn hefur greint frá því að hann hafi þurft að spara til þess að grynnka á skuldum félagsins. 12.12.2009 11:30