Fleiri fréttir

Bullard tryggði Hodgson fyrsta sigurinn

Laglegt mark Jimmy Bullard fimm mínútum fyrir leikslok tryggði Fulham 2-1 sigur á Aston Villa í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var fyrsti sigur liðsins undir stjórn Roy Hodgson.

Enska landsliðið fær harða útreið

Enska landsliðið í knattspyrnu féll með eftirminnilegum hætti út úr forkeppni EM í haust. Bjartsýni ríkir engu að síður í herbúðum Englendinga eftir ráðningu Fabio Capello, sem valdi sinn fyrsta 30 manna hóp fyrir helgi.

Portsmouth er ekki búið að kaupa Defoe

Framherjinn Jermain Defoe sló í gegn í sínum fyrsta leik fyrir Portsmouth um helgina þegar hann skoraði mark í sínum fyrsta leik. Hann er hinsvegar ekki formlega orðinn leikmaður félagsins.

Keegan verður enn að bíða eftir fyrsta sigrinum

Kevin Keegan tókst ekki að vinna sinn fyrsta sigur sem stjóri Newcastle í dag þegar lið hans gerði 1-1 jafntefli við granna sína í Middlesbrough. Michael Owen kom Newcastle yfir í leiknum, en Robert Huth jafnaði í lokin fyrir Boro.

Gróft framhjáhald hjá Nicolas Anelka

Franski framherjinn Nicolas Anelka er ekki við eina fjölina felldur í kvennamálum ef marka má krassandi sögu af honum í helgarblaðinu News of the World í dag.

Mörk Torres eru Liverpool dýr

Ekki er víst að eigendur Liverpool fagni því eins mikið og stuðningsmennirnir þegar Spánverjinn Fernando Torres skorar fyrir liðið. Helgarblaðið News of the World greinir þannig frá því að enska félagið þurfi að greiða fyrrum félagi hans á Spáni 19 milljónir króna í hvert sinn sem Torres skorar 15 mörk fyrir Liverpool.

18 milljónir á viku fyrir Ronaldo?

Cristiano Ronaldo hefur leikið manna best í ensku úrvalsdeildinni í vetur og forráðamenn Manchester United eru fyrir vikið að bjóða honum nýjan samning sem færir honum tæpar 18 milljónir króna í vikulaun. Þetta segir í breska blaðinu News of the World í dag.

Það yrði heiður að taka þátt

Gary Neville, fyrirliði Manchester United, segir að það yrði heiður að fá að vera með í grannaslagnum við City um næstu helgi, en þá verður þess minnst að 50 ár eru liðin frá Munchen slysinu.

Barton í byrjunarliði Newcastle

Vandræðagemlingurinn Joey Barton er í byrjunarliði Newcastle í fyrsta sinn á þessu ári í dag þegar Newcastle mætir Middlesbrough í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn er sýndur beint á Sýn 2 og hefst klukkan 13:30.

Agbonlahor slapp við niðurskurðinn

Nýliðinn Gabriel Agbonlahor hjá Aston Villa var einn þeirra sem sluppu við niðurskurðinn hjá Fabio Capello í gærkvöld þegar hann skar landsliðshóp sinn niður um sjö leikmenn fyrir leik Englendinga og Svisslendinga í næstu viku.

Liverpool lengi í gang

Það tók Liverpool 57 mínútur að komast loks í gang gegn Sunderland í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann að lokum 3-0 sigur á heimavelli sínum Anfield.

Heiðar og Grétar fá fína dóma

Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helguson áttu góðan dag í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar lið þeirra Bolton lagði Reading á útivelli 2-0. Þeir fá fína dóma í Manchester Evening News.

Heskey meiddur

Framherjinn Emile Heskey hjá Wigan hefur þurft að draga sig út úr enska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Sviss í næstu viku eftir að hafa verið borinn meiddur af velli í sigri liðsins á West Ham í dag.

Ferguson ósáttur við dómgæsluna

Sir Alex Ferguson var mjög ósáttur við dómgæsluna í dag þegar hans menn sluppu með 1-1 jafntefli frá White Hart Lane gegn Tottenham. Hann hrósaði liði heimamanna.

United stal stigi - Heiðar skoraði

Arsenal situr eitt í toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir að keppinautar þeirra í Manchester United gerðu jafntefli við Tottenham á útivelli í dag 1-1.

Tottenham hefur yfir gegn United

Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem hófust klukkan 15 í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham hefur yfir 1-0 gegn Manchester United á White Hart Lane þar sem Dimitar Berbatov skoraði mark heimamanna.

Heiðar í byrjunarliði Bolton

Hermann Hreiðarsson og Jermaine Defoe eru meðal 11 byrjunarliðsmanna Portsmouth í ensku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið tekur á móti Chelsea á heimavelli. Benjani er ekki í hópnum hjá Portsmouth.

Góður sigur hjá Arsenal í Manchester

Manchester City mætti ofjörlum sínum í dag þegar liðið lá 3-1 á heimavelli fyrir toppliði Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Emmanuel Adebayor skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og Eduardo eitt, en Gelson Fernandes skoraði mark City.

Keegan ánægður með Barton

Kevin Keegan segist hafa tekið eftir mjög jákvæðri breytingu á Joey Barton eftir fangelsisdvöl hans nú í síðasta mánuði.

Hvað gerðist hjá Benjani?

Mikil óvissa ríkir nú um meint félagaskipti sóknarmannsins Benjani frá Portsmouth til Manchester City.

Óttast mjög um bróður Palacios

Líkur eru leiddar að því að sextán ára gamall bróðir Wilson Palacios, leikmanns Wigan, hafi verið myrtur af mannræningjum.

Richards lofar að vera áfram hjá City

Varnarmaðurinn Micah Richards hjá Manchester City hefur lýst því yfir að hann sé "100% öruggur" um að skrifa undir nýjan samning við félagið.

Defoe verður ekki næsti Júdas

Forráðamenn Tottenham ákváðu í gær að selja framherjann Jermain Defoe af ótta við að hann "tæki Campbell" á félagið í framtíðinni.

Ósætti um Alfonso Alves

Forráðamenn AZ Alkmaar í Hollandi ætla að beita sér fyrir því að framherjinn Alfonso Alves fái ekki að spila með Middlesbrough á leiktíðinni. Alves gekk í raðir Boro í nótt frá Heerenveen, en forráðamenn AZ vilja meina að þeir hafi átt forkaupsrétt á leikmanninum.

Man City sækir um í Intertoto

Manchester City hefur sótt um að fá að taka þátt í Intertoto keppninni í knattspyrnu í sumar. Keppnin getur gefið sæti í Uefa keppninni ef lærisveinum Sven-Göran Eriksson tekst ekki að komast þangað í gegn um úrvalsdeildina.

Stjórarnir lýsa yfir stuðningi við Beckham

Knattspyrnustjórarnir í ensku úrvalsdeildinni virðast flestir hallast að því að David Beckham nái að leika 100. landsleik sinn fyrir Englendinga þó hann hafi ekki verið kallaður inn í fyrsta hóp Fabio Capello í gær.

Öll félagaskiptin í janúarglugganum

Mikill fjöldi leikmanna skipti um heimilisfang í janúarglugganum á Englandi. Vísir hefur tekið saman öll félagaskiptin hjá úrvalsdeildarliðunum.

Pöbbaleikmaðurinn kominn í landsliðið

Varnarmaðurinn Curtis Davies hjá Aston Villa var mjög ósáttur við frammistöðu sína þegar hann spilaði sinn fyrsta leik með liðinu á sínum tíma og líkti sjálfum sér við pöbbaliðsleikmann eftir frammistöðuna.

Sala Benjani til skoðunar

Manchester City tókst ekki að landa framherjanum Benjani frá Portsmouth fyrir lokun félagaskiptagluggans á Englandi í gærkvöld, en þó er ekki loku fyrir það skotið að kaupin nái í gegn.

Defoe til Portsmouth

Seint í kvöld fékkst það loksins staðfest að Jermain Defoe væri genginn til liðs við Portsmouth þar sem hann hittir fyrir Harry Redknapp á nýjan leik.

Caicedo til Manchester City

Manchester City staðfesti eftir að félagaskiptaglugginn lokaði á miðnætti að samið hefði verið við Felipe Caicedo í tæka tíð.

Sjá næstu 50 fréttir