Fleiri fréttir

Valur er með þau gæði að liðið á að klára þessa leiki

„Maður skilur pirringinn eftir svona leik. Valur er með þau gæði að liðið á að klára þessa leiki,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna um leik Þórs/KA og Vals en Pétur Pétursson – þjálfari Íslandsmeistaranna – var vægast sagt ósáttur í leikslok.

Þór Akur­eyri og Fjölnir byrja sumarið á sigrum

Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld. Þór Akureyri vann 1-0 sigur á Kórdrengjum, Fjölnir vann 3-0 sigur á Þrótti Vogum og þá gerðu Afturelding og Grindavík 1-1 jafntefli.

Mér fannst við vera að fá fleiri færi og eiga að vinna

FH fékk Val í heimsókn í Kaplakrika í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Leikurinn var opinn og skiptust liðin á að leiða. Lokaniðurstaðan varð 2-2 jafntefli og Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var sáttur við frammistöðu síns liðs.

FH-ingar staðfesta komu Petry

Danski miðjumaðurinn Lasse Petry er snúinn aftur í íslenska boltann og mun spila með FH-ingum í sumar.

FH og Víkingur byrja sumarið á sigri

Tveir fyrstu leikir sumarsins í Lengjudeild kvenna í fótbolta fóru fram í kvöld. FH vann 4-0 stórsigur á nágrönnum sínum í Haukum og Víkingur vann nauman 3-2 sigur á Augnabliki.

Fylkir og Sel­foss byrja sumarið á sigri

Tveir fyrstu leikir sumarsins í Lengjudeild karla í fótbolta fóru fram í kvöld. Fylkir vann 3-1 sigur á KV á meðan Selfoss gerði góða gerð í Kórinn og vann 3-2 útisigur.

Fram á alla­vega einn leik eftir í Safa­mýri

Fram mun spila að lágmarki einn leik til viðbótar í Safamýri í Bestu deild karla í fótbolta. Liðið hefur leikið fyrstu tvo heimaleiki sína á sínum gamla heimavelli þar sem aðstaða liðsins í Úlfarsárdal er ekki tilbúin.

Valur fær tvo erlenda leikmenn

Íslandsmeistarar Vals í fótbolta kvenna hafa fengið liðsstyrk í tveimur erlendum leikmönnum sem æft hafa með liðinu síðustu vikur og hafa nú fengið félagaskipti.

Í bann hjá KSÍ í sex mánuði vegna fölsunar

Víkingur Ólafsvík þarf að greiða 160.000 króna sekt og Kristján Björn Ríkharðsson að sæta sex mánaða banni frá keppnum á vegum Knattspyrnusambands Íslands vegna fölsunar á leikskýrslu.

Sex mörk skoruð í Laugar­dalnum en engin greip gæsina

Þróttur Reykjavík vann 4-2 sigur á nýliðum Aftureldingar í Bestu deild kvenna fyrr í vikunni. Þó allir markaskorarar leiksins hafi verið að skora sín fyrstu mörk í Bestu deildinni þá má með sanni segja að engin hafi gripið gæsina.

„Megið færa Helenu og þeim þennan sokk“

Það voru ekki margir sem höfðu einhverja trú á Keflavík á þessu tímabili, þar á meðal Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport sem spáðu því að Keflavík myndi enda í neðsta sæti deildarinnar. Keflavík hefur svarað því með tveimur sigrum í tveimur leikjum, þar á meðal gegn bikarmeisturum Breiðabliks í kvöld.

Davíð Snær frá Lecce til FH

Samkvæmt heimildum Vísis er Davíð Snær Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Keflavíkur, við það að ganga til liðs við FH í Bestu deild karla í fótbolta. Davíð Snær hefur leikið með Lecce á Ítalíu það sem af er ári.

ÍBV fær Svía í vörnina

Knattspyrnudeild ÍBV hefur samið við sænsku knattspyrnukonuna Jessiku Pedersen sem mun því spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar.

„Þetta var drullu erfiður leikur“

„Ég er mjög sáttur við að fá þrjú stig og við baráttuna í liðinu, en ég er ekkert í skýjunum með spilamennskuna,” sagði Björn Sigurbjörnsson, þjálfari Selfyssinga, eftir sigur liðsins gegn ÍBV í Bestu-deild kvenna í kvöld.

Sjáðu markasúpuna í Víkinni og dramatíkina á Dalvík

Einn magnaðasti leikur seinni ára fór fram í Víkinni í gær þegar Stjarnan vann Íslands- og bikarmeistara Víkings, 4-5, í 3. umferð Bestu deildar karla. Alls voru sextán mörk skoruð í þremur leikjum í gær.

Við erum ekki komnir upp til að bara berjast um einhver stig

„Já já, fínt að fá fyrsta stigið í sumar enda búnir að vera að leita eftir því í síðustu tveimur leikjum“, sagði Guðmundur Magnússon markaskorari Fram eftir 1-1 jafntefli þeirra við ÍA í þriðju umferð Bestu deildarinnar fyrr í kvöld.

Nökkvi Þeyr: „Mér líður alveg of­boðs­lega vel á Dal­vík”

Nökkvi Þeyr Þórisson var hetja KA-manna í kvöld þegar liðið lagði Keflavík að velli í dramatískum leik, 3-2. Nökkvi skoraði tvö mörk á síðustu fimm mínútum leiksins og tryggði liðinu sigur sem var vel við hæfi enda er hann frá Dalvík. Þorri Mar, tvíburabróðir hans, skoraði fyrsta mark leiksins.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.