Fleiri fréttir

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Fram 1-0

Davíð Þór Ásbjörnsson skoraði sigurmark Fylkis gegn Fram í Árbænum í kvöld. Markið, sem var ansi skrautlegt, kemur Fylkismönnum í níu stig en Framarar sitja í þriðja neðsta sæti deildarinnar með sex stig.

Steven Lennon: Breytinga er þörf

Steven Lennon, framherji Framara, var sá eini með lífsmarki í sóknarleik Safamýrarpilta í Árbænum í kvöld. Lennon segir breytinga þörf hjá Frömurum, annaðhvort að skipta út mönnum eða breyta um leikkerfi.

Steven Lennon: Hef ekki áhyggjur af markaþurrðinni

Skoski framherjinn, Steven Lennon, leikmaður Fram, vonast til að lið hans geti komið sér á rétta braut í Pepsi-deildinni með sigri á Fylki í kvöld. Liðin mætast í Árbænum klukkan 19:15 í fyrsta leik sjöundu umferðar. Lennon ræddi við Hjört Hjartarson í Boltaþættinum á X-inu í morgun.

Sandra María og Rakel í landsliðið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson hefur gert tvær breytingar á landsliðshópnum sem mætir Ungverjalandi í undankeppni EM 2013 á laugardaginn.

ÍBV komið áfram í bikarnum

ÍBV er komið í sextán liða úrslit Borgunarbikarsins eftir sigur, 0-2, gegn Víkingi frá Ólafsvík í kvöld en leikið var á Snæfellsnesi.

Fanndís meiddist gegn Stjörnunni | Gæti misst af Ungverjaleiknum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, segir óvíst hvort Fanndís Friðriksdóttir geti leikið gegn Ungverjum á laugardaginn. Fanndís meiddist á kvið í 2-2 jafntefli Breiðabliks og Stjörnunnar í Pepsi-deild kvenna í gær.

Enn eitt tapið hjá U-21 árs liðinu

Íslenska U-21 árs liðið tapaði, 2-1, gegn Norðmönnum ytra í dag. Leikurinn var liður í undankeppni EM þar sem íslenska liðið er á botninum í sínum riðli. Hefur tapað sex leikjum af sjö.

Jafntefli í spjaldaleik í Kópavogi - myndir

Breiðablik og Stjarnan skildu jöfn í bráðfjörugum leik á Kópavogsvelli í kvöld. Tvö rauð spjöld voru gefin í leiknum og gula spjaldið fór níu sinnum á loft.

Þór á toppinn í 1. deildinni

Þórsarar skutust á toppinn í 1. deild karla í kvöld er þeir unnu fínan útisigur, 1-2, á BÍ/Bolungarvík fyrir vestan.

Kristján Finnbogason er konungur vítakeppna á Íslandi

Kristján Finnbogason varð 41 árs í síðasta mánuði en tók sig samt til og bætti enn við metaskrá sína í bikarleik Fylkis og FH í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Kristján varði þrjár síðustu spyrnur FH-inga í vítakeppninni og tryggði Fylki sæti í sextán liða úrslitum keppninnar aðeins sex dögum eftir að liðið tapaði 8-0 fyrir FH á sama stað í deildinni.

Þór/KA með fjögurra stiga forskot á toppnum

Þór/KA er komið með fjögurra stiga forskot á Íslandsmeistara Stjörnunnar á toppi Pepsi-deildar kvenna í fótbolta eftir 4-0 sigur á Aftureldingu í Mosfellingum í kvöld. Norðanstúlkur hafa unnið alla þrjá útileiki sína í sumar og eru númar ná í 16 stig af 18 mögulegum í fyrstu sex umferðunum.

Fjölnismenn á toppinn í 1.deildinni - úrslit dagsins

Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum.

KR-ingar unnu sinn hundraðasta bikarsigur á Skaganum í gær

KR-ingar tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins í gær með því að vinna 2-0 sigur á ÍA upp á Akranesi. Atli Sigurjónsson og Óskar Örn Hauksson skoruðu mörk KR og komu þau bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins.

Blikarnir unnu BÍ/Bolungarvík 5-0

Breiðablik er komið í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 5-0 stórsigur á b-deildarliði BÍ/Bolungarvíkur á Kópavogsvellinum í kvöld. Fimm leikmenn skoruðu fyrir Blika í kvöld.

Sandra inn fyrir Guðbjörgu

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, kvennalandsliðsþjálfari, hefur þurft að gera breytingu á hópnum sínum fyrir leikina gegn Ungverjalandi og Búlgaríu í undankeppni EM.

Jósef Kristinn mögulega frá út tímabilið

Jósef Kristinn Jósefsson, vinstri bakvörður Grindvíkinga, verður mögulega frá keppni út yfirstandandi leiktíð. Jósef gekkt undir aðgerð vegna þrálátra hnémeiðsla í vikunni og óvíst með framhaldið.

Viðar Örn bjargaði Selfyssingum

Selfoss hafði naumlega betur gegn 2. deildarliði Njarðvíkur í 32-liða úrslitum Borgunarbikarkeppni karla í kvöld. Fjórir leikir fóru fram í kvöld.

KB komst áfram í 16-liða úrslitin

3. deildarlið KB úr Breiðholti varð fyrsta lið kvöldsins til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu.

Fram skreið áfram í bikarnum - myndir

Pepsi-deildarlið Fram komst heldur betur í hann krappann í kvöld er 1. deildarlið Hauka kom í heimsókn. Leikurinn fór alla leið í vítaspyrnukeppni þar sem Fram hafði betur.

Úrslit kvöldsins í Borgunar-bikarnum

Sjö leikir fóru fram í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ, Borgunar-bikarsins, í kvöld og voru nokkrir áhugaverðir leikir á dagskránni.

Andri Þór og Baldock í banni í bikarnum

George Baldock, miðjumaður ÍBV, og Andri Þór Jónsson, varnarmaður Fylkis, verða fjarri góðu gamni í bikarleikjum liðanna í vikunni. Kapparnir taka út leikbann í leikjum liða sinna.

Atli: Ég er alls ekki markagráðugur

„Það er ekki oft sem maður vinnur svona stórt í efstu deild. Ég hef aldrei lent í þessu áður. Þetta er sérstakt," segir Atli um stórsigurinn gegn Fylki, 8-0, sem vakti mikla athygli.

Tap fyrir Aserum á KR-velli - myndir

Íslenska U-21 árs liðið hefur ekki riðið feitum hesti frá viðureignum sínum í undankeppni EM 2013. Liðið tapaði öðru sinni fyrir Aserum í kvöld.

Björn: Við erum með langbesta liðið í þessum riðli

"Það er rosalega svekkjandi að tapa svona illa á heimavelli," sagði Björn Bergmann Sigurðarson, markaskorari Íslendinga, eftir tapið gegn Aserbaídsjan í kvöld. Ísland er í langneðsta sæti riðilsins og hefur tapað í tvígang fyrir Aserum.

Byrjunarlið U-21 árs liðsins í kvöld

Eyjólfur Sverrisson,landsliðsþjálfari íslenska U-21 árs liðsins, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Aserbaidsjan sem fram fer á KR-velli klukkan 19.15.

Valssigur í Vesturbænum - myndir

KR-stúlkur eru enn án sigurs í Pepsi-deild kvenna eftir 1-2 tap gegn Val á heimavelli í kvöld. Valur aftur á móti í fimmta sæti deildarinnar.

Sigrar hjá Stjörnunni og Selfossi

Íslandsmeistarar Stjörnunnar komust upp í annað sæti Pepsi-deildar kvenna og Selfoss komst upp í fimmta sætið með sigri á Aftureldingu. Stjarnan lagði FH af velli í Garðabæ.

Öruggt hjá ÍBV í Eyjum

Eyjastúlkur skutust upp í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna, tímabundið hið minnsta, er þær unnu öruggan sigur, 3-0, á Fylki í Eyjum.

Umfjöllun: Valskonur sluppu með skrekkinn í Vesturbænum

Valskonum var létt þegar flautað var til leiksloka í Vesturbænum í kvöld. Eftir að hafa ráðið ferðinni allan leikinn munaði minnstu að KR-ingar jöfnuðu metin í viðbótartíma. Brett Maron varði þá skot Helenu Sævarsdóttir í dauðafæri á markteig.

Pepsi-mörkin: Minningarleikurinn um Steingrím Jóhannesson

Minningarleikur um markahrókinn Steingrím Jóhannesson fór fram í Vestmannaeyjum á föstudagskvöldið. Fyrrum liðsfélagar og þjálfarar Steingríms úr ÍBV og Fylki fylktu liði á Hásteinsvöll og úr varð frábær skemmtun.

Pepsi-deild kvenna: Fanndís klobbaði Ingvar Kale

Fanndís Friðriksdóttir skoraði þrennu í 7-1 sigri Breiðabliks gegn Selfossi í 4. umferð Pepsi-deildar kvenna. Fanndís er markahæst í deildinni ásamt liðsfélaga sínum Rakel Hönnudóttur og virðist í fantaformi.

Sjá næstu 50 fréttir