Fleiri fréttir

Orri Freyr farinn heim í Þór

Orri Freyr Hjaltalín hefur ákveðið að spila með Þórsurum í 1. deildinni næsta sumar en Þór og Grindavík náðu samkomulagi um félagaskiptin í morgun eins og fram kemur á heimasíðu Þórsara.

Fylkismenn stóla á háar upphæðir frá borginni

Fylkir þarf að byggja yfirbyggða áhorfendastúku við Fylkisvöll til að fá að spila heimaleiki sína þar í Pepsi- deildinni. Stúkan kostar 150-160 milljónir og stólar félagið að langmestu leyti á stuðning Reykjavíkurborgar.

Elfar Árni samdi við Breiðablik

Húsvíkingurinn Elfar Árni Aðalsteinsson skrifaði í dag undir þriggja ára samning við Pepsi-deildarlið Breiðabliks. Elfar Árni kemur til félagsins frá Völsungi og verður því áfram í grænu.

Breiðablik samdi við Viggó

Miðju- og sóknarmaðurinn Viggó Kristjánsson er kominn með leikheimild hjá Breiðabliki eftir að hafa gert þriggja ára samning við félagið.

Erum ekki að yfirspenna bogann í Árbænum

Finnur Ólafsson gekk í gær í raðir Fylkis frá ÍBV og samdi við Árbæinga til næstu þriggja ára. Finnur ákvað að fara frá ÍBV þar sem hann þurfti að flytja til Reykjavíkur af fjölskylduástæðum.

Þorsteinn búinn að semja við KR til ársins 2015

Þorsteinn Már Ragnarsson hefur gengið til liðs við Íslands- og bikarmeistara KR en það kom fram á heimasíðu KR-inga í kvöld að sóknarmaðurin hafi skrifað undir samning sem gildir út leiktíðina 2015.

Lagerbäck hefði viljað sleppa við eitt af sterkustu liðunum í fyrsta leik

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í fótbolta, tjáði sig um leikjaniðurröðina í riðli Íslands í undankeppni HM 2014 en dregið var í dag. Fulltrúar þjóðanna komust ekki að niðurstöðu um röð leikjanna og því var dregið í töfluröð eins og venjan er þegar svo gerist.

Heiðar stendur við ákvörðunina

Heiðar Helguson segir ólíklegt að hann muni gefa aftur kost á sér í íslenska landsliðið en síðast spilaði hann í 4-0 tapi Íslands gegn Ungverjalandi í ágúst síðastliðnum.

Lars mun ræða aftur við Heiðar

Landsliðsþjálfari Íslands, Lars Lagerbäck, hefur líkt og aðrir hrifist af leik Heiðars Helgusonar upp á síðkastið. Lagerbäck mun ræða betur við Heiðar um þann möguleika að taka landsliðsskóna úr hillunni.

Fjórir leikmenn hæstir í afreksstuðlakerfi KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur uppfært afreksstuðla leikmanna fyrir næsta tímabil og má nú sjá lista yfir alla samningsbundna leikmenn og stuðla þeirra inn á heimasíðu KSÍ. Sambandið er hér að fylgja reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna.

Krefjandi byrjun hjá KR-ingum næsta sumar

Íslands- og bikarmeistarar KR mæta liðunum í öðru til fimmta sæti í Pepsi-deildinni í sumar í fimm fyrstu umferðum Pepsi-deildar karla næsta sumar en dregið var í töfluröð um helgina. Það er óhætt að segja að byrjunin á titilvörninni sé krefjandi fyrir KR-inga.

Gunnar Einarsson aftur til Leiknis

Varnarmaðurinn Gunnar Einarsson verður aftur spilandi aðstoðarþjálfari Leiknis í 1. deildinni, eftir stutt stop hjá Víkingi í sumar.

Guðmundur æfir mögulega með MLS-liðinu New England

„Það verður ekkert af því að ég fari í atvinnumennsku að þessu sinni. Þá er bara að skella sér til Harvard og mér finnst það alls ekkert verra,“ sagði Guðmundur Reynir Gunnarsson kátur, en hann fer í skiptinám í hinn heimsfræga Harvard-háskóla eftir áramótin.

Rakel samdi við Breiðablik

Breiðablik fékk góðan liðsstyrk í dag þegar landsliðskonan Rakel Hönnudóttir skrifaði undir tveggja ára samning við félagið. Rakel kemur til félagsins frá KA/Þór þar sem hún hefur verið í algjöru lykilhlutverki undanfarin ár. Missir Akureyrarliðsins er því mikill.

Stelpurnar í öflugum riðli

U-17 lið Íslands í knattspyrnu kvenna var í dag dregið í riðil með Sviss, Englandi og Belgíu í milliriðlakeppni undankeppni EM 2012.

Valur og Víkingur Ó skiptast á leikmönnum

Knattspyrnulið Vals og Víkings frá Ólafsvík hafa samþykkt leikmannaskipti. Guðmundur Steinn Hafsteinsson er genginn til liðs við Víkinga en Valsmenn fá í staðinn Brynjar Kristmundsson.

Guðmundur Reynir á leið í Harvard

Einn besti leikmaður Íslandsmótsins síðasta sumar, KR-ingurinn Guðmundur Reynir Gunnarsson, er að öllum líkindum á leið til Bandaríkjanna eftir áramót þar sem hann hefur komist inn í skiptinám í hinum heimsfræga Harvard-háskóla.

Jóhannes: Ég hef enn engin svör fengið

Jóhannes Valgeirsson hefur ekki dæmt leik á vegum Knattspyrnusambands Íslands á þessu ári. Hann frétti það í fjölmiðlum í mars á þessu ári að hann hefði verið tekinn af dómaralista KSÍ. Hann segist ekki vita hvaða ástæður liggi þar að baki.

Ólafur Örn samdi við Grindavík

Grindvíkingar fengu góðar fréttir í dag þegar staðfest var að Ólafur Örn Bjarnason hefði skrifað undir nýjan tveggja ára samning við félagið. Þetta kemur fram á vefsíðunni fótbolti.net í dag.

Fylkir vill kaupa Finn af ÍBV

Ásmundur Arnarsson, hinn nýráðni þjálfari Fylkis, mun mæta til leiks með nokkuð breytt lið hjá Fylki og hann er ekki hættur á leikmannamarkaðnum.

Þrjú töp í röð hjá strákunum - myndir

Íslenska 21 árs landsliðið tapaði sínum þriðja leik í röð í undankeppni EM þegar liðið heimsótti hið gríðarsterka enska landslið í gær. Englendingar unnu leikinn 5-0 og hafa nú fullt hús og markatöluna 16-1 í fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Sóknarleikurinn heillandi

Gunnar Örn Jónsson, kantmaðurinn öflugi úr KR, skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Stjörnuna. Hann var samningslaus eftir fjögurra ára dvöl hjá KR, sem varð Íslands- og bikarmeistari í sumar.

Stjörnumenn hafa hækkað sig um heilt Íslandsmót

Stjörnumenn komu mikið á óvart í sumar þegar litið er á spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara fyrir mót. Stjörnuliðinu var spáð 10. sætinu en var síðan aðeins hárbreidd frá því að ná þriðja sætinu, sem hefði gefið sæti í Evrópukeppni.

Valur Fannar til Hauka

Valur Fannar Gíslason hefur ákveðið að ganga til liðs við Hauka í 1. deildinni. Þá staðfesti félagið í dag að Magnús Páll Gunnarsson muni leika með liðinu næsta sumar.

Gunnar Örn samdi til tveggja ára við Stjörnuna

Gunnar Örn Jónsson skrifaði nú síðdegis undir tveggja ára samning við Pepsi-deildarlið Stjörnunnar. Gunnar kemur til félagsins frá KR þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.

Gunnar Örn á leiðinni í Stjörnuna

Stjörnumenn hafa boðað til blaðamannafundar í dag þar sem þeir munu kynna til leiks nýja leikmenn félagsins og einnig munu einhverjir núverandi leikmenn skrifa undir nýjan samning við félagið.

Gunnar líklega á leið í Vesturbæinn

Gunnar Kristjánsson hefur fengið sig lausan frá Pepsi-deildarliði FH. Hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Hafnarfjarðarliðið.

Tómas bíður eftir símtali frá Fram

Tómas Leifsson er samningslaus en hann hefur verið á mála hjá Fram undanfarin tvö ár. Hann vill ræða við Fram áður en hann skoðar aðra möguleika.

Guðjón: Þeir vita hvað þeir eru að fá

Guðjón Þórðarson, einn sigursælasti þjálfari íslenskrar knattspyrnu, er mættur í deild þeirra bestu á nýjan leik. Hann skrifaði í fyrrakvöld undir þriggja ára samning við Grindavík. Guðjón snýr því aftur í efstu deild eftir tæplega fjögurra ára fjarveru en hann þjálfaði síðast Skagamenn fram á mitt sumar 2008.

Magnús Þórir genginn í raðir Fylkis

Keflvíkingurinn Magnús Þórir Matthíasson er orðinn leikmaður Fylkis en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið í dag. Þetta kemur fram á Fótbolti.net.

Björk til liðs við Breiðablik

Björk Gunnarsdóttir skrifaði í kvöld undir tveggja ára samning við Breiðablik en hún kemur til félagsins frá Val.

Ómar framlengdi til ársins 2013

Keflvíkingar fengu fínar fréttir í dag er það var staðfest að markvörðurinn Ómar Jóhannsson hefði skrifað undir nýjan samning við félagið.

Halldór og Ögmundur framlengdu við Fram

Fram tilkynnti í dag að markvörðurinn Ögmundur Kristinsson og miðjumaðurinn Halldór Hermann Jónsson hefðu báðir skrifað undir nýjan samning við félagið.

Tínum ekki 2-3 milljónir upp af götunni

Almar Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Stjörnunnar, segir mikla fjármuni í húfi fyrir félagið í tengslum við sölu Veigars Páls Gunnarssonar frá Stabæk til Vålerenga fyrr á þessu ári. Til greina komi að fara með málið í gegnum Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA.

Fjórir nýliðar í 21 árs landsliðinu sem fer til Englands

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hópinn er mætir Englandi í undankeppni EM næstkomandi fimmtudag. Leikið verður í Colchester og hefur Eyjólfur valið 19 leikmenn í hópinn og þar af eru fjórir leikmenn sem hafa ekki leikið með U21 liðinu áður.

Þorsteinn: Tekinn af lífi fyrir að vera á móti Guðjóni

Þorsteinn Gunnarsson, fráfarandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, er afar ósáttur við þær fullyrðingar núverandi formanns, Jónasar Þórhallssonar, að knattspyrnudeildin hafi tapað 21 milljón króna á rekstrarárinu.

Sjá næstu 50 fréttir