Fleiri fréttir

Katrín: Þetta er langt í frá að vera búið

Katrín Jónsdóttir, fyrirliði Vals og landsliðsins, lék í landsliðsstöðunni sinni en ekki í sinni vanalegu stöðu á miðjunni þegar Valur tryggði sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á laugardaginn.

Umfjöllun: Auðveldur sigur KR-inga á lánlausum Selfyssingum

KR-ingar byrja vel undir stjórn Rúnars Kristinssonar því KR-liðið vann 3-0 sigur á Selfossi í kvöld í fyrsta deildarleiknum síðan að Loga Ólafssyni var sagt upp sem þjálfara liðsins. Þetta var fyrsti sigur KR á nýliðum í sumar en liðið hafði fyrir leikinn aðeins fengið tvö stig út úr þremur leikjum við Hauka og Selfoss.

Halldór Orri: Arnar Már heldur í super-sub nafnið

„Þetta er virkilega sætur sigur, við erum búnir að hiksta svolítið síðustu umferðir og eru þessi þrjú stig því kærkomin og komast á sigurbraut aftur" sagði Halldór Orri Björnsson leikmaður Stjörnunnar eftir 2-1 sigur á Fylki í Garðabæ.

Grétar Sigfinnur: Við vildum sigurinn bara meira en þeir

„Ég er bara mjög sáttur við það að halda hreinu og fá þrjú stig, það bara getur ekki verið betra,“ sagði Grétar Sigfinnur Sigurðarson, leikmaður KR, eftir að KR-ingar gjörsigruðu lið Selfyssinga 3-0 í 13.umferð Pepsi-deildar karla í kvöld á Selfossi.

Atli Viðar: Þeir aldrei líklegir til að ógna okkur

Atli Viðar Björnsson var í góðum gír þegar FH vann sannfærandi sigur á Haukum í Pepsi-deildinni í kvöld. „Ég held að það sé alveg ljóst að við vorum töluvert betri í þessum leik. Við ætluðum að mæta klárir og keyra yfir þá,“ sagði Atli en það eru orð að sönnu hjá honum.

Umfjöllun: Aldrei spurning hjá FH gegn Haukum

Tölfræðin úr grannaslag FH og Hauka í kvöld lýgur ekki. FH-ingar voru mikið mun sterkari aðilinn og unnu á endanum 3-1 sigur, Haukar geta í raun þakkað fyrir að munurinn var ekki meiri.

Umfjöllun: Danien Justin Warlem breytti leiknum fyrir Eyjamenn

Eyjamenn eru komnir á toppinn í nokkra klukkutíma að minnsta kosti eftir 3-1 sigur á Valsmönnum á Hásteinsvellinum í Eyjum í dag. Suður-Afríkumaðurinn Danien Justin Warlem kom inn á sem varamaður í hálfleik og breytti leiknum fyrir Eyjamenn en Tryggvi Guðmundsson var með tvennu í leiknum.

Þórsarar tóku annað sætið af Leikni - ósigraðir fyrir norðan

Sveinn Elías Jónsson skoraði eina markið í toppleik Þórs og Leiknis í 1. deild karla í kvöld en leikurinn frá fram á Þórsvellinum á Akureyri. Þórsliðið hefur verið geysisterkt fyrir norðan í sumar og það var engin breyting á því í kvöld.

Grótta burstaði KA og komst upp úr fallsætinu

Magnús Bernhard Gíslason skoraði tvö mörk fyrir Gróttu í 4-1 sigri á KA í fallbaráttuslag í 1. deild karla í dag. Grótta fór upp fyrir Fjarðabyggð og Njarðvík með þessum glæsilega sigri.

Rakel: Áttum að vera búnar að skora úr okkar færum

Rakel Hönnudóttir og félagar í Þór/KA-liðinu tókst ekki að verða fyrsta kvennaliðið frá Akureyri til þess að komast í bikarúrslitaleikinn þegar liðið tapaði 3-0 fyrir Val á Vodafone-vellinum í dag.

Hvaða lið komast í bikaúrslitaleikinn hjá konunum?

Undanúrslitaleikir VISA-bikars kvenna fara fram í dag, Valur tekur á móti Þór/KA á Vodafone-vellinum og á sama tíma spila 1. deildarlið ÍBV og Stjarnan á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum. Báðir leikirnir hefjast klukkan 14.00.

Lárus Orri spilaði í sigri ÍA á Fjarðabyggð

ÍA vann góðan heimasigur á Fjarðabyggð í 1. deild karla í knattspyrnu í kvöld. Lokatölur 4-2 fyrir Skagamenn sem eru þar með komnir með 19 stig en eru nokkuð frá toppbaráttunni.

Sjá næstu 50 fréttir