Fleiri fréttir ÍBV fær tvo sóknarmenn ÍBV hefur samið við tvo sóknarmenn sem koma úr liðum í 1. deild. Þetta eru þeir Elías Ingi Árnason sem kemur frá ÍR og Viðar Örn Kjartansson sem gengur til liðs við Eyjamenn frá Selfossi. 25.11.2008 17:15 Kvennalið Aftureldingar og Fjölnis sameinuð Afturelding og Fjölnir hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að félögin munu tefla fram sameiginlegu liði í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð. Í samningi sem gildir í eitt ár er einnig að sendur verður sameiginlegur 2. flokkur kvenna. 24.11.2008 23:45 Fjarðabyggð búið að ganga frá þjálfaramálum Öll liðin í úrvals- og 1. deild karla hafa nú gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir næsta tímabil. Fjarðabyggð var síðast til þess en í dag hélt félagið blaðamannafund þar sem nýtt þjálfarateymi var kynnt til sögunnar. 24.11.2008 18:15 Jónas Grani á leið frá FH Ljóst er að sóknarmaðurinn Jónas Grani Garðarsson verður ekki áfram í herbúðum FH en þetta staðfesti hann við vefsíðuna Fótbolti.net. Hann hyggst halda áfram í boltanum en mun ekki endurnýja samning við Íslandsmeistarana. 21.11.2008 13:29 Gunnar aftur til KR Gunnar Kristjánsson hefur aftur gengið til liðs við KR en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Víkingi. 20.11.2008 16:07 Kristján framlengir við Keflavík Kristján Guðmundsson þjálfari hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Keflavíkur um þrjú ár. 19.11.2008 22:18 Gustafsson hættur hjá Keflavík Sænski varnarmaðurinn Kenneth Gustafsson hefur yfirgefið herbúðir Keflavíkur en hann hefur verið hjá félaginu í fjögur ár. Hann gekk til liðs við Keflavík sumarið 2005. 18.11.2008 21:33 Málfríður og Dóra María framlengja við Val Landsliðskonurnar Dóra María Lárusdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir hafa báðar framlengt samninga sína við Íslandsmeistara Vals í Landsbankadeildinni. 16.11.2008 16:14 Guðrún Sóley framlengir við KR Landsliðskonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við KR um eitt ár. Guðrún á að baki 192 leiki með KR og gekk í raðir liðsins á ný fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa verið á mála hjá Breiðablik í tvö ár þar á undan. 15.11.2008 14:02 Gunnar Már framlengir við Fjölni Gunnar Már Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni út árið 2010. Þetta kemur fram á fotbolti.net í dag. Gunnar er 25 ára og spilaði 22 leiki með nýliðunum í Landsbankadeildinni í sumar og skoraði í þeim 10 mörk. 15.11.2008 13:54 Ágúst ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis Ágúst Þór Gylfason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis í stað Kristófers Sigurgeirssonar sem var á dögunum ráðinn þjálfari Reynis í Sandgerði. 14.11.2008 18:01 Vilhjálmur í úrvalsdeildina KR-ingurinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er kominn upp í hóp landsdómara A hjá KSÍ. Dómaralistinn hefur verið endurskoðaður og er Vilhjálmur eini dómarinn sem færist upp í A-flokk en hann skipa þeir dómarar sem dæma í efstu deild karla. 13.11.2008 23:41 Ólafur Páll í Val Ólafur Páll Snorrason, leikmaður Fjölnis, hefur ákveðið að feta í fótspor félaga síns Péturs Markan og ganga í raðir Vals í Landsbankadeildinni. 13.11.2008 13:56 Pétur Markan til Vals Pétur Georg Markan gengur í dag til liðs við Val en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. 13.11.2008 10:02 Guðbjörg fer til Djurgården Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur samið við sænska stórliðið Djurgården en þetta var tilkynnt í kvöld. Hún mun formlega skrifa undir samninginn á næstu dögum. 11.11.2008 22:37 Margrét Lára vonast til að semja við Linköpings "Þetta var bara framar öllum vonum," sagði landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir sem var að koma heim eftir að hafa skoðað aðstæður hjá sænska liðinu Linköpings. 11.11.2008 16:42 Pála Marie framlengir við Val Pála Marie Einarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Vals en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Nýr samningur hennar er til tveggja ára. 10.11.2008 17:59 Sara Björk semur við Blika Landsliðskonan efnilega Sara Björk Gunnarsdóttir hefur gengið formlega í raðir Breiðabliks. Sara lék með Kópavogsliðinu sem lánsmaður frá Haukum í sumar en hefur nú gert tveggja ára samning við Blika. 7.11.2008 17:28 Örebro ætlar ekki að kaupa Prince Í dag var greint frá því á heimasíðu sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro að félagið ætlaði ekki að fá Prince Rajcomar, leikmann Breiðabliks. 7.11.2008 16:11 Dóra María líklega áfram í Val Dóra María Lárusdóttir segir líklegast að hún verði áfram í Val en samningur hennar við félagið rennur út núna um áramótin. 7.11.2008 13:49 Kjartan semur við Fylki Kjartan Ágúst Breiðdal hefur samið við Fylki til næstu þriggja ára en hann er uppalinn leikmaður hjá félaginu. 6.11.2008 16:08 Launamál leikmanna til umræðu í Utan vallar Þátturinn Utan vallar verður á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld og verða launamál íslenskra knattspyrnumanna tekin til umræðna í kvöld. 6.11.2008 12:44 Valur hefur sýnt Ólafi Páli áhuga Ólafur Páll Snorrason segir að framtíð sín sé óráðin í knattspyrnunni en að hann viti af áhuga nokkurra félaga, þar á meðal frá Val. 6.11.2008 12:12 Jackson og Sneholm fara frá Þrótti Þróttur hefur ákveðið að erlendu leikmenn félagsins, þeir Jesper Sneholm og Michael Jackson, muni ekki spila með félaginu á næsta tímabili. 5.11.2008 14:16 Fram fær tvo unga leikmenn Framarar hafa samið við tvo unga leikmenn. Það eru þeir Björn Orri Hermannsson sem kemur frá Fylki og Alexander Veigar Þórarinsson kemur frá Grindavík. 4.11.2008 19:04 Hrefna Huld í Stjörnuna Hrefna Huld Jóhannesdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna og skrifaði hún undir þriggja ára samning við félagið í dag. 4.11.2008 16:38 Ólafur tekur eitt tímabil til með Fylki Ólafur Ingi Stígsson er hættur við að hætta og býst fastlega við því að leika með Fylki á næsta tímabili í efstu deild karla í fótbolta. 4.11.2008 14:44 Blikar vilja halda samningslausum leikmönnum Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, segir að félagið hafi boðið flestum þeirra leikmanna sem eru að klára sína samninga hjá Blikum nýjan samning en á breyttum forsendum. 4.11.2008 14:31 Kristján ætlar að berjast fyrir sínu hjá Val Kristján Hauksson er byrjaður að æfa aftur með Val en hann var lánaður til Fjölnis fyrir nýliðið tímabil í Landsbankadeild karla. 4.11.2008 14:12 Guðbjörg á leið í atvinnumennsku Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Vals, hefur tilkynnt forráðamönnum félagsins að hún stefni á að spila erlendis á næsta tímabili. 4.11.2008 11:26 Allan Dyring að flytja til Danmerkur Allan Dyring hefur leikið sinn síðasta knattspyrnuleik á Íslandi en hann mun í vikunni flytja aftur til Danmerkur með fjölskyldu sinni. 3.11.2008 13:46 Guðmundur Benediktsson aftur í KR Guðmundur Benediktsson hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við KR eftir að hafa verið í herbúðum Vals undanfarin fjögur ár. 3.11.2008 12:53 Mathiesen ekki áfram hjá Keflavík Samningur Hans Mathiesen við Keflavík verður ekki endurnýjaður og þá ganga samningaviðræður Þórarins Brynjars Kristjánssonar við félagið hægt. 3.11.2008 12:31 Árni Freyr mjög líklega áfram hjá ÍR Árni Freyr Guðnason verður mjög líklega áfram í herbúðum ÍR en hann var lánaður til Breiðhyltinga frá FH nú í sumar. 3.11.2008 11:55 Litlar breytingar á leikmannahópi FH Útlit er fyrir að litlar breytingar verði á leikmannahópi FH fyrir næsta keppnistímabil. Þó er ekki búið að ganga frá samningum við Dennis Siim og Jónas Grana Garðarsson. 3.11.2008 11:38 Keflavík og FH mætast í fyrstu umferð Í dag var dregið í töfluröð fyrir næstu leiktíð í Landsbankadeildunum. Stórleikir eru í bæði karla- og kvennaflokki í fyrstu umferðinni. 1.11.2008 18:03 Sjá næstu 50 fréttir
ÍBV fær tvo sóknarmenn ÍBV hefur samið við tvo sóknarmenn sem koma úr liðum í 1. deild. Þetta eru þeir Elías Ingi Árnason sem kemur frá ÍR og Viðar Örn Kjartansson sem gengur til liðs við Eyjamenn frá Selfossi. 25.11.2008 17:15
Kvennalið Aftureldingar og Fjölnis sameinuð Afturelding og Fjölnir hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að félögin munu tefla fram sameiginlegu liði í úrvalsdeild kvenna á næstu leiktíð. Í samningi sem gildir í eitt ár er einnig að sendur verður sameiginlegur 2. flokkur kvenna. 24.11.2008 23:45
Fjarðabyggð búið að ganga frá þjálfaramálum Öll liðin í úrvals- og 1. deild karla hafa nú gengið frá þjálfaramálum sínum fyrir næsta tímabil. Fjarðabyggð var síðast til þess en í dag hélt félagið blaðamannafund þar sem nýtt þjálfarateymi var kynnt til sögunnar. 24.11.2008 18:15
Jónas Grani á leið frá FH Ljóst er að sóknarmaðurinn Jónas Grani Garðarsson verður ekki áfram í herbúðum FH en þetta staðfesti hann við vefsíðuna Fótbolti.net. Hann hyggst halda áfram í boltanum en mun ekki endurnýja samning við Íslandsmeistarana. 21.11.2008 13:29
Gunnar aftur til KR Gunnar Kristjánsson hefur aftur gengið til liðs við KR en hann hefur undanfarin tvö ár leikið með Víkingi. 20.11.2008 16:07
Kristján framlengir við Keflavík Kristján Guðmundsson þjálfari hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Keflavíkur um þrjú ár. 19.11.2008 22:18
Gustafsson hættur hjá Keflavík Sænski varnarmaðurinn Kenneth Gustafsson hefur yfirgefið herbúðir Keflavíkur en hann hefur verið hjá félaginu í fjögur ár. Hann gekk til liðs við Keflavík sumarið 2005. 18.11.2008 21:33
Málfríður og Dóra María framlengja við Val Landsliðskonurnar Dóra María Lárusdóttir og Málfríður Erna Sigurðardóttir hafa báðar framlengt samninga sína við Íslandsmeistara Vals í Landsbankadeildinni. 16.11.2008 16:14
Guðrún Sóley framlengir við KR Landsliðskonan Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur framlengt samning sinn við KR um eitt ár. Guðrún á að baki 192 leiki með KR og gekk í raðir liðsins á ný fyrir síðustu leiktíð eftir að hafa verið á mála hjá Breiðablik í tvö ár þar á undan. 15.11.2008 14:02
Gunnar Már framlengir við Fjölni Gunnar Már Guðmundsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni út árið 2010. Þetta kemur fram á fotbolti.net í dag. Gunnar er 25 ára og spilaði 22 leiki með nýliðunum í Landsbankadeildinni í sumar og skoraði í þeim 10 mörk. 15.11.2008 13:54
Ágúst ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis Ágúst Þór Gylfason hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari Fjölnis í stað Kristófers Sigurgeirssonar sem var á dögunum ráðinn þjálfari Reynis í Sandgerði. 14.11.2008 18:01
Vilhjálmur í úrvalsdeildina KR-ingurinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er kominn upp í hóp landsdómara A hjá KSÍ. Dómaralistinn hefur verið endurskoðaður og er Vilhjálmur eini dómarinn sem færist upp í A-flokk en hann skipa þeir dómarar sem dæma í efstu deild karla. 13.11.2008 23:41
Ólafur Páll í Val Ólafur Páll Snorrason, leikmaður Fjölnis, hefur ákveðið að feta í fótspor félaga síns Péturs Markan og ganga í raðir Vals í Landsbankadeildinni. 13.11.2008 13:56
Pétur Markan til Vals Pétur Georg Markan gengur í dag til liðs við Val en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi. 13.11.2008 10:02
Guðbjörg fer til Djurgården Markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir hefur samið við sænska stórliðið Djurgården en þetta var tilkynnt í kvöld. Hún mun formlega skrifa undir samninginn á næstu dögum. 11.11.2008 22:37
Margrét Lára vonast til að semja við Linköpings "Þetta var bara framar öllum vonum," sagði landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir sem var að koma heim eftir að hafa skoðað aðstæður hjá sænska liðinu Linköpings. 11.11.2008 16:42
Pála Marie framlengir við Val Pála Marie Einarsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Íslandsmeistara Vals en frá þessu er greint á heimasíðu félagsins. Nýr samningur hennar er til tveggja ára. 10.11.2008 17:59
Sara Björk semur við Blika Landsliðskonan efnilega Sara Björk Gunnarsdóttir hefur gengið formlega í raðir Breiðabliks. Sara lék með Kópavogsliðinu sem lánsmaður frá Haukum í sumar en hefur nú gert tveggja ára samning við Blika. 7.11.2008 17:28
Örebro ætlar ekki að kaupa Prince Í dag var greint frá því á heimasíðu sænska úrvalsdeildarfélagsins Örebro að félagið ætlaði ekki að fá Prince Rajcomar, leikmann Breiðabliks. 7.11.2008 16:11
Dóra María líklega áfram í Val Dóra María Lárusdóttir segir líklegast að hún verði áfram í Val en samningur hennar við félagið rennur út núna um áramótin. 7.11.2008 13:49
Kjartan semur við Fylki Kjartan Ágúst Breiðdal hefur samið við Fylki til næstu þriggja ára en hann er uppalinn leikmaður hjá félaginu. 6.11.2008 16:08
Launamál leikmanna til umræðu í Utan vallar Þátturinn Utan vallar verður á dagskrá á Stöð 2 Sport í kvöld og verða launamál íslenskra knattspyrnumanna tekin til umræðna í kvöld. 6.11.2008 12:44
Valur hefur sýnt Ólafi Páli áhuga Ólafur Páll Snorrason segir að framtíð sín sé óráðin í knattspyrnunni en að hann viti af áhuga nokkurra félaga, þar á meðal frá Val. 6.11.2008 12:12
Jackson og Sneholm fara frá Þrótti Þróttur hefur ákveðið að erlendu leikmenn félagsins, þeir Jesper Sneholm og Michael Jackson, muni ekki spila með félaginu á næsta tímabili. 5.11.2008 14:16
Fram fær tvo unga leikmenn Framarar hafa samið við tvo unga leikmenn. Það eru þeir Björn Orri Hermannsson sem kemur frá Fylki og Alexander Veigar Þórarinsson kemur frá Grindavík. 4.11.2008 19:04
Hrefna Huld í Stjörnuna Hrefna Huld Jóhannesdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna og skrifaði hún undir þriggja ára samning við félagið í dag. 4.11.2008 16:38
Ólafur tekur eitt tímabil til með Fylki Ólafur Ingi Stígsson er hættur við að hætta og býst fastlega við því að leika með Fylki á næsta tímabili í efstu deild karla í fótbolta. 4.11.2008 14:44
Blikar vilja halda samningslausum leikmönnum Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, segir að félagið hafi boðið flestum þeirra leikmanna sem eru að klára sína samninga hjá Blikum nýjan samning en á breyttum forsendum. 4.11.2008 14:31
Kristján ætlar að berjast fyrir sínu hjá Val Kristján Hauksson er byrjaður að æfa aftur með Val en hann var lánaður til Fjölnis fyrir nýliðið tímabil í Landsbankadeild karla. 4.11.2008 14:12
Guðbjörg á leið í atvinnumennsku Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Vals, hefur tilkynnt forráðamönnum félagsins að hún stefni á að spila erlendis á næsta tímabili. 4.11.2008 11:26
Allan Dyring að flytja til Danmerkur Allan Dyring hefur leikið sinn síðasta knattspyrnuleik á Íslandi en hann mun í vikunni flytja aftur til Danmerkur með fjölskyldu sinni. 3.11.2008 13:46
Guðmundur Benediktsson aftur í KR Guðmundur Benediktsson hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við KR eftir að hafa verið í herbúðum Vals undanfarin fjögur ár. 3.11.2008 12:53
Mathiesen ekki áfram hjá Keflavík Samningur Hans Mathiesen við Keflavík verður ekki endurnýjaður og þá ganga samningaviðræður Þórarins Brynjars Kristjánssonar við félagið hægt. 3.11.2008 12:31
Árni Freyr mjög líklega áfram hjá ÍR Árni Freyr Guðnason verður mjög líklega áfram í herbúðum ÍR en hann var lánaður til Breiðhyltinga frá FH nú í sumar. 3.11.2008 11:55
Litlar breytingar á leikmannahópi FH Útlit er fyrir að litlar breytingar verði á leikmannahópi FH fyrir næsta keppnistímabil. Þó er ekki búið að ganga frá samningum við Dennis Siim og Jónas Grana Garðarsson. 3.11.2008 11:38
Keflavík og FH mætast í fyrstu umferð Í dag var dregið í töfluröð fyrir næstu leiktíð í Landsbankadeildunum. Stórleikir eru í bæði karla- og kvennaflokki í fyrstu umferðinni. 1.11.2008 18:03