Fleiri fréttir

Þórir framlengir við Fylki

Þórir Hannesson hefur framlengt samning sinn við Fylki um tvö ár. Hann lék áður með Fjölni en gekk til liðs við Fylki árið 2006.

Ísland á EM

Íslenska landsliðið tryggði sér í kvöld sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fer fram á Finnlandi eftir glæsilegan 3-0 sigur á Írlandi og samanlagt 4-1.

KR-ingar á leið til GAIS

Sænska liðið GAIS í Gautaborg er að verða sannkallað Íslendingalið. Í Fréttablaðinu í morgun kemur fram að Hallgrímur Jónasson hjá Keflavík hefur gert fimm ára samning við félagið en á eftir að gangast undir læknisskoðun.

Gunnlaugur tekinn við Selfossi

Gunnlaugur Jónsson skrifaði í kvöld undir samning við Selfoss um að taka við þjálfun liðsins. Gunnlaugur mun einnig spila með Selfyssingum sem leika í 1. deildinni.

Fylkismenn leita réttar síns vegna Ian Jeffs

Stjórnarmenn í knattspyrnudeild Fylkis eru að skoða rétt sinn vegna Ian Jeffs sem gekk í raðir Vals í gær. Ríkisútvarpið greinir frá því að forráðamenn Árbæjarliðsins telji að Jeffs hafi verið samningsbundinn Fylki og Valsmenn því ekki haft rétt á að semja við leikmanninn.

Björn Daníel til Viking á reynslu

Miðjumaðurinn efnilegi Björn Daníel Sverrisson er á leið til Noregs þar sem hann verður til reynslu hjá úrvalsdeildarliði Viking næstu daga.

Fjalar framlengdi hjá Fylki

Markvörðurinn Fjalar Þorgeirsson hefur skrifað undir nýjan eins árs samning við Fylki. Fjalar hefur leikið þrjú tímabil með Árbæjarliðinu en hann var orðaður við önnur lið eftir það síðasta.

Kristinn á ekki möguleika á HM

Fyrir helgina tilkynnti dómaranefnd FIFA hvaða 38 dómarar eiga möguleika á að dæma á Heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku 2010. Kristinn Jakobsson er ekki á þessum lista.

Ian Jeffs genginn í raðir Vals

Knattspyrnumaðurinn Ian Jeffs hefur gengið til liðs við Val frá Fylki. Jeffs er 26 ára og hefur einnig leikið með ÍBV hér á landi.

Viking semur ekki við Davíð

Norska úrvalsdeildarfélagið Viking hefur ákveðið að semja ekki við Davíð Þór Viðarsson, leikmann FH.

Reynir Leósson í Val

Varnarmaðurinn Reynir Leósson gekk í dag í raðir Vals frá Fram. Þetta kemur fram á heimasíðu Vals. Reynir er 29 ára gamall Skagamaður og hafði leikið með fram frá árinu 2008.

Rúnar Páll ráðinn þjálfari HK

Knattspyrnudeild HK hefur gengið frá eins árs samningi við Rúnar Pál Sigmundsson um að þjálfa liðið í 1. deildinni á næstu leiktíð.

Páll aðstoðar Ólaf hjá Fylki

Páll Einarsson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Fylki og verður hann þar með Ólafi Þórðarsyni innan handar.

Hallgrímur gerir GAIS gagntilboð

Hallgrímur Jónasson, leikmaður Keflavíkur, hafnaði fyrsta samningstilboði sænska úrvalsdeildarliðsins GAIS. Frá þessu er greint á vefsíðu Víkurfrétta.

Davíð Þór til Viking

Davíð Þór Viðarsson mun á næstu dögum æfa með norska úrvalsdeildarfélaginu Viking til reynslu.

KR-ingar ekki ánægðir með tilboð GAIS

Rúnar Kristinsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá KR, segir að félagið eigi enn í viðræðum við sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS um möguleg kaup síðarnefnda félagsins á Guðjóni Baldvinssyni.

Lokahóf KSÍ: Guðmundur og Dóra best

Guðmundur Steinarsson og Dóra María Lárusdóttir úr Val voru í gær útnefnd bestu leikmenn Landsbankadeildarinnar í knattspyrnu í sumar.

KR með tilboð frá GAIS í Guðjón

Sænska úrvalsdeildarfélagið GAIS hefur gert KR tilboð í sóknarmanninn Guðjón Baldvinsson sem varð bikarmeistari með félaginu í upphafi mánaðarins.

Freyr tekur einn við þjálfun Vals

Freyr Alexandersson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Val og mun hann þjálfa meistaraflokk kvenna hjá félaginu.

ÍH í slæmum málum vegna hegðunar þjálfarans

Allt útlit er fyrir að ÍH missi sæti sitt í 2. deild karla eftir að liðinu var dæmdur 3-0 ósigur gegn Tindastóli í dag. Umræddur leikur var í lokaumferð deildarinnar og vann ÍH leikinn, 1-0.

Lið ársins tilkynnt

KSÍ hefur birt niðurstöðu kjörs um lið ársins í Landsbankadeildum karla og kvenna, degi fyrir lokahóf KSÍ.

Kreppumál í Utan vallar í kvöld

Þátturinn Utan vallar á Stöð 2 Sport hefur göngu sína á ný í kvöld. Þar verður fjallað um það hvaða áhrif fjármálakreppan á Íslandi mun hafa á íslenskt íþróttalíf.

Gary Wake tekur við Blikum

Gary Wake var í gær ráðinn þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu og skrifaði undir tveggja ára samning þess efnis.

Ásgeir sá besti í sögunni

Sérstök valnefnd á vegum KSÍ og Stöð 2 Sport hefur með aðstoð íslensku þjóðarinnar valið Ásgeir Sigurvinsson besta knattspyrnumann sögunnar úr glæsilegum hópi tíu knattspyrnumanna sem þóttu hafa skarað fram úr á fyrstu 62 árunum í sögu Knattspyrnusambands Íslands.

Elísabet: Er komin á endastöð

„Ég hef verið með þetta lið í fimm ár og fannst bara rétti tímapunkturinn að stíga út. Ég tel mig vera komna á endastöð með liðið," sagði Elísabet Gunnarsdóttir sem er hætt þjálfun kvennaliðs Vals. Hún segist þó alls ekki vera hætt þjálfun.

Ásgeir: Stoltur og ánægður

„Það voru tíu menn að berjast um þennan titil og auðvitað er maður bara stoltur og ánægður. Það er mikill heiður að fá þessa nafnbót því þetta gat farið á alla vegu," sagði Ásgeir Sigurvinsson sem kosinn var besti knattspyrnumaður Íslands.

Ásgeir Sigurvinsson besti knattspyrnumaður Íslands

Ásgeir Sigurvinsson er besti knattspyrnumaður Íslands. Þetta var tilkynnt í veislu sem stendur yfir á Laugardalsvelli í kjölfar þáttaraðarinnar 10 bestu sem sýnd var á Stöð 2 Sport í sumar.

Valsstúlkur rúlluðu yfir Alma

Kvennalið Vals vann 8-0 stórsigur á Alma KTZH frá Kasakstan í lokaleik sínum í Evrópukeppninni í dag. Þessi úrslit þýða að hefði Valsliðið náð stigi gegn ítalska liðinu Bardolino hefði það komist áfram í keppninni.

Þurfum nauðsynlega á þremur stigum að halda

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari segir lið sitt verða sókndjarfara gegn Makedóníu annað kvöld en verið hefur í leikjunum í undankeppni HM til þessa. Hann er vongóður um að Grétar Rafn Steinsson geti spilað.

Áskorun frá formönnum

Formenn knattspyrnufélaga í Landsbankadeildinni hafa sent frá sér áskorun til ríkisins, sveitarfélaga og fyrirtækja um að standa þétt við bakið á íþróttahreyfingunni í landinu.

ÍA samþykkir kauptilboð Lilleström

ÍA hefur samþykkt kauptilboð norska félagsins Lilleström í framherjann Björn Bergmann Sigurðarson. Gísli Gíslason formaður rekstrarfélags meistaraflokks staðfesti þetta í samtali við fotbolti.net í morgun.

Elísabet hætt með Val

Elísabet Gunnarsdóttir er hætt þjálfun Vals samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis. Elísabet hefur náð frábærum árangri með kvennalið Vals og gert liðið að Íslandsmeisturum þrjú ár í röð.

Eiður: Erum að fara í erfiðan leik

„Þó að Makedónía sé ekki mest spennandi landsliðið út á við og ekki með mikið af þekktum nöfnum þá er þetta mjög gott lið," sagði Eiður Smári Guðjohnsen í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Kosningu að ljúka

Nú fer hver að verða síðastur til að leggja fram atkvæði sitt í kosningunni á besta knattspyrnumanni Íslands, en atkvæðagreiðslu lýkur annað kvöld.

Ásmundur framlengir við Fjölni

Ásmundur Arnarsson hefur framlengt samning sinn við Fjölni og mun þjálfa liðið að óbreyttu næstu tvö árin.

Valur steinlá í Svíþjóð

Valur tapaði í kvöld 5-1 fyrir sænsku meisturunum í Umea í fyrsta leik sínum í milliriðli Evrópukeppninnar í knattspyrnu. Sænska liðið hafði yfir 3-0 í hálfleik þar sem Hanna Ljungberg skoraði þrennu.

Hamburg bauð Jóhanni ekki samning

Þeir Jóhann Berg Guðmundsson og Finnur Orri Margeirsson eru nú farnir frá Hamburg eftir að hafa æft með þýska úrvalsdeildarfélaginu HSV undanfarna daga.

Valur þremur mörkum undir í hálfleik

Íslandsmeistarar Vals eru undir 3-0 gegn sænska liðinu Umea þegar flautað hefur verið til hálfleiks í viðureign liðanna í Evrópukeppninni. Hanna Ljungberg hefur skorað öll mörk sænska liðsins.

Samdráttur hjá Valsmönnum

Knattspyrnudeild Vals mun væntanlega ekki hafa erlenda leikmenn í sínum röðum á næsta ári og á það við um bæði karla- og kvennaflokka félagsins.

Selfyssingar gætu komist í úrvalsdeildina

Ef Fram og Fjölnir verða sameinuð og tefla fram einu liði í efstu deild karla í knattspyrnu á næsta ári er ljóst að þar með losnar sæti fyrir eitt lið.

Þórir: Sum félög eiga í vandræðum

Blóðugur niðurskurður er framundan í íþróttahreyfingunni. Framkvæmdastjóri KSÍ sagði í fréttum Stöðvar 2 að sum íþróttafélög ættu í vandræðum en KSÍ standi ágætlega og eigi engin hlutabréf.

Sjá næstu 50 fréttir