Fleiri fréttir

Vilja að Neymar verði dæmdur í fimm ára fangelsi

Réttarhöld gegn brasilíska fótboltamanninum Neymar hefjast í næstu viku en hann hefur verið ákærður fyrir fjársvik og spillingu vegna félagsskipta hans frá Santos til Barcelona árið 2013.

Alexander-Arn­old fór sömu leið og Ari Freyr

Trent Alexander-Arnold hefur verið með betri hægri bakvörðum heims að flestra mati undanfarin misseri. Hann var þó ekki alltaf bakvörður en færði sig þangað til að auka líkur sínar á að spila fyrir aðallið Liverpool.

Verið stuðnings­maður Man Utd allt sitt líf og fékk mynd með Ten Hag

„Ég er ekki vonsvikinn af því við áttum frábæran leik þó ég hefði verið til í að fá að minnsta kosti stig. Ég er ánægður, þetta er ekki auðveldur staður til að koma á – gegn svona góðum leikmönnum svo almennt séð er ég ánægður,“ sagði skælbrosandi Francis Uzoho eftir naumt 1-0 tap Omonia gegn Manchester United í Evrópudeildinni í kvöld.

Roma í vandræðum | Öll lið F-riðils jöfn að stigum

Heil umferð fór fram í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Ensku liðin Arsenal og Manchester United unnu nauma sigra, lærisveinar José Mourinho í Roma eru í basli og öll lið F-riðils eru með fimm stig að loknum fjórum leikjum.

„Fyrst og fremst er ég rosa­lega spenntur“

„Valur er það lið sem vill alltaf vera í efsta sætinu. Það er alveg klárt að síðustu tvö ár hafa verið vonbrigði,“ sagði Arnar Grétarsson, nýráðinn þjálfari knattspyrnuliðs Vals í Bestu deildinni í viðtali við Stöð 2 og Vísi.

Saka tryggði Skyttunum sigur í Noregi

Bukayo Saka skoraði eina mark Arsenal í naumum 1-0 útisigri á Bodø/Glimt í Evrópudeildinni í fótbolta. Alfons Sampsted lék allan leikinn í hægri bakverði Noregsmeistaranna.

Birkir á­fram á Hlíðar­enda

Birkir Heimisson hefur skrifað undir nýjan samning við Bestu deildarlið Vals. Samningurinn gildir til þriggja ára. Valur greindi frá þessu á samfélagsmiðlum sínum fyrr í dag.

Skoraði sjálfsmark frá miðju

Það er aldrei gaman að skora í eigið mark en flestir eiga það nú ekki á hættu að gera slíkt þegar þeir eru staddir á miðju vallarins. Það ótrúlega gerðist hins vegar í leik í ástralska fótboltanum að leikmaður skoraði sjálfsmark fyrir aftan miðju.

PSG með skæru­liða­deild gegn Mbappe

Það eru ekki bara skæruliðadeildir á Íslandi því nú berast fréttir af því að franska stórliðið Paris Saint Germain geri út eina og það meira að segja gegn sínum eigin leikmönnum.

Jóhann snýr aftur til Þór/KA

Jóhann Kristinn Gunnarsson var í dag ráðinn aðalþjálfari hjá Þór/KA til næstu þriggja ára. Jóhann þekkir vel til félagsins sem hann gerði að Íslandsmeisturum árið 2012.

Verst geymda leyndarmálið staðfest

Arnar Grétarsson verður næsti þjálfari karlaliðs Vals í fótbolta. Hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Alblóðugur Rüdiger þurfti 20 spor eftir jöfnunarmarkið

Antonio Rüdiger, varnarmaður Real Madrid, verður seint sakaður um að fórna sér ekki fyrir liðsfélaga sína. Hann tryggði liði sínu stig á ögurstundu í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld og var nálægt því að steinrotast í leiðinni.

Strákarnir af Skaganum horfðu í augun á mulnings­vél Man City og bognuðu hvorki né brotnuðu

Það var einfaldlega skítkalt þegar blaðamaður mætti á Parken, heimavöll FC Kaupmannahafnar, fyrir leik FCK og Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hvort það hafi haft áhrif á suðræna og seiðandi leikmenn gestaliðsins skal ósagt látið en leiknum lauk með markalausu jafntefli þar sem tveir ungir drengir frá Akranesi komu við sögu hjá heimaliðinu.

Skýrsla Sindra: Þið tókuð af okkur HM

Það var líkt og að sár grátur fyrirliðans Söru Bjarkar Gunnarsdóttur, sitjandi í miðjuhringnum á Estádio da Mata Real, bergmálaði um leikvanginn og yfirgnæfði fagnaðaróp Portúgala í kvöld. Svo bersýnileg voru vonbrigðin. HM-draumurinn var úti og það með eins ósanngjörnum hætti og hugsast getur.

„Allur Parken var að spila þennan leik“

Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson komu báði við sögu í liði FC Kaupmannahafnar er liðið gerði markalaust jafntefli gegn Englandsmeisturum Manchester City í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Portúgal komst ekki á HM

Þrátt fyrir sigurinn gegn Íslandi í kvöld er portúgalska kvennalandsliðið í fótbolta síður en svo komið með öruggt sæti á HM í Eyjaálfu næsta sumar.

Myndasyrpa: Sorg í Portúgal

Draumur Íslands um sæti á HM kvenna í fótbolta á næsta ári varð að martröð þegar liðið tapaði 4-1 fyrir Portúgal í umspili ytra í kvöld. Tilfinningarnar voru miklar í leikslok.

„Í rauninni erum við bara rændar þessu“

Glódís Perla Viggósdóttir var afar ósátt við Stéphanie Frappart, dómara leiks Íslands og Portúgals í umspili um sæti á HM. Portúgal vann 4-1 eftir framlengdan leik en Ísland var manni færri stóran hluta leiksins.

„Þetta er örugglega með verstu dögum lífs míns“

Sveindís Jane Jónsdóttir kveðst hafa verið bæði reið og sár eftir 4-1 tap Íslands fyrir Portúgal í umspili um HM-sæti í Portúgal í kvöld. Margar tilfinningar láti á sér kræla sem fæstar séu jákvæðar.

Sjá næstu 50 fréttir