Fleiri fréttir

Ánægður með að Englendingar séu fúlir út í hann
Jamal Musiala, leikmaður Bayern München, er ánægður með að stuðningsmenn enska landsliðsins séu reiðir út í hann því hann valdi að spila fyrir þýska landsliðið.

Segir að Alexander-Arnold verjist eins og B-deildarleikmaður
Varnarhæfileikar Trens Alexander-Arnold eru ekki sæmandi leikmanni í ensku úrvalsdeildinni. Þetta segir Frank Leboeuf, fyrrverandi leikmaður Chelsea og heims- og Evrópumeistari með franska landsliðinu.

Stoltur af því að hafa selt partíglaðan Ronaldo
Fabio Capello kveðst vera stoltur af því að hafa selt Brasilíumanninn Ronaldo frá Real Madrid vegna lífstíls hans.

„Var rekinn því ég er 65 ára hvítur karlmaður“
Mark Lawrenson, fyrrverandi leikmaður Liverpool, ber sig aumlega í viðtali við The Sunday Times og segist hafa verið rekinn frá BBC fyrir að vera 65 ára hvítur karlmaður eins og hann orðar það.

Æf út í Ronaldo fyrir að eyðileggja síma einhverfs sonar síns
Móðir fjórtán ára einhverfs stuðningsmanns Everton vill að Cristiano Ronaldo fái viðeigandi refsingu fyrir að eyðileggja síma sonar síns.

Ástríkur, Steinríkur og Zlatan Ibrahimović
Fertugi framherjinn Zlatan Ibrahimović stefnir á endurkomu með AC Milan í vetur þegar hann hefur jafnað sig af meiðslum sem hrjá hann um þessar mundir. Þá má sjá hann á hvíta skjánum á næsta ári þar sem hann mun leika í nýjustu myndinni um Ástrík og Steinrík.

Flestir áhorfendur á leikjum Barcelona | Fleiri hjá Sunderland en Juventus
Þó skammt sé liðið á fótboltaveturinn er alltaf skemmtilegt að kíkja á áhugaverða tölfræði. Nú hefur meðalfjöldi áhorfenda í stærstu deildum Evrópu karla megin, og víðar, verið tekinn saman. Þar kemur nokkuð margt á óvart.

Hætt í fótbolta til að huga að andlegri heilsu
Hin írska Clare Shine, leikmaður Glasgow City, er hætt í fótbolta vegna andlegrar vanlíðan. Shine var hluti af liði liði Glasgow City sem sló Val út úr forkeppni Meistaradeildar Evrópu árið 2020.

Færeyjar með ótrúlegan sigur á Tyrklandi
Færeyjar og Tyrkland mættust í C-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld. Tyrkland hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum og þar með sæti í B-deild og Færeyjar voru öruggar með sæti sitt í riðlinum. Það var því kannski ekki mikið undir í leik kvöldsins en úrslitin eru þó ein þó óvæntustu í manna minnum.

Holland tryggði farseðilinn í undanúrslit með sigri á Belgíu
Holland vann nágranna sína í Belgíu í hálfgerðum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Þjóðadeildarinnar. Lokatölur 1-0 lærisveinum Louis van Gaal í vil.

Frækinn sigur Dana dugði ekki til
Danmörk gerði sér lítið fyrir og vann Frakkland 2-0 í riðli 1 í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Það dugði ekki til sigurs í riðlinum þar sem Króatía lagði Austurríki 3-1 og er því komið í undanúrslit.

Everton pakkaði nýliðum Liverpool saman
Síðasti leikur dagsins í ensku úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu var viðureign Liverpool og Everton á Anfield. Fór það svo að gestirnir í Everton unnu öruggan 3-0 sigur.

Nökkvi Þeyr kominn á blað í Belgíu
Dalvíkingurinn Nökkvi Þeyr Þórisson er kominn á blað í Belgíu. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir B-deildarlið Beerschot í öruggum 4-0 sigri á Royal Knokke í belgísku bikarkeppninni í dag.

Chelsea komið á blað og gott gengi Man Utd heldur áfram
Englandsmeistarar Chelsea eru komnir á blað í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Manchester United heldur áfram á sigurbraut.

Nik Chamberlain: Ánægður fyrir hönd Brynju Ránar
Nik Anthony Chamberlain, þjálfari Þróttar, var ánægður með að ná að halda hreinu þegar lið hans vann sannfærandi 5-0 sigur á móti KR í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag.

Chris Harrington: Ekkert verið rætt við mig um framhaldið
Christopher Thomas Harrington, þjálfari KR, var ósáttur við spilamennsku liðins þegar liðið fékk 5-0 skell gegn Þrótti í næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í fóbolta í dag.

Umfjöllun: Selfoss - Breiðablik 2-0 | Evrópudraumar Blika í hættu eftir tap á Selfossi
Breiðablik mátti þola 2-0 tap er liðið heimsótti Selfoss í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í dag. Tapið þýðir að liðið þarf að treysta á hagstæð úrslit í öðrum leikjum til að tryggja sér Evrópusæti í lokaumferðinni.

„Eina sem við getum gert er að klára mótið með sæmd“
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega súr og svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn Selfyssingum í næstseinustu umferð Bestu-deildar kvenna í dag. Tapið þýðir að Evrópudraumar Blika eru í hættu og Ásmundur segir tilfinninguna ekki góða eftir leik.

Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍBV 1-2 | ÍBV aftur á sigurbraut
ÍBV komst aftur á sigurbraut en ÍBV hafði ekki tekist að vinna í síðustu fjórum leikjum. Leikurinn fór rólega af stað en ÍBV komst yfir þegar 40 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík brotnaði algjörlega við þetta mark og ÍBV bætti við öðru marki tveimur mínútum síðar.Keflavík minnkaði forystu ÍBV í seinni hálfleik en gerði lítið til að jafna leikinn og Eyjakonur fögnuðu 1-2 sigri. Umfjöllun og viðtöl væntanleg.

„Eins og við verðum að hafa eitthvað undir til að spila vel“
Keflavík tapaði 1-2 gegn ÍBV. Þetta var fimmta tap Keflavíkur í röð á heimavelli og var Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Keflavíkur, hundfúll með niðurstöðuna.

Umfjöllun og viðtöl: Þróttur - KR 5-0 | Þróttur átti ekki í vandræðum með andlausa KR-inga
Þróttur Reykjavík vann öruggan og þægilegan 5-0 sigur þegar liðið fékk KR í heimsókn á AVIS-völlinn í Laugardalinn í 17. og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta í dag.

Hlín og Berglind á skotskónum í Svíþjóð
Hlín Eiríksdóttir, leikmaður Piteå, og Berglind Rós Ágústsdóttir, leikmaður Örebo, voru báðar í eldlínunni með sínum liðum í sænsku úrvalsdeildinni í dag og tókst þeim báðum að skora mark í sigri síns liðs.

Anna Björk á toppnum á Ítalíu
Anna Björk Kristjánsdóttir, leikmaður Inter Milan, var í byrjunarliði liðsins og lék allan leikinn í miðri vörninni í 0-2 útisigri Inter gegn Sampdoria í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Óttaðist líf sitt vegna rasista og nettrölla
Alex Scott, fyrrum leikmaður Arsenal og enska landsliðsins, segist hafa óttast um líf sitt og gat ekki yfirgefið húsið sitt vegna rasista og nettrölla sem hótuðu að binda enda á líf hennar.

Glódís hélt hreinu gegn Bremen | Cecilía mætt aftur
Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern og lék allan leikinn í 3-0 sigri gegn Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Southgate reynir að róa bresku pressuna: „Ég er rétti maðurinn“
Nú þegar tæpir tvær mánuðir eru í fyrsta leik Englands á HM í Katar standa öll spjót bresku pressunnar á Gareth Southgate, landsliðsþjálfara Englands.

Arnar Þór: Ungu strákarnir fá stórt hlutverk gegn Albaníu
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari Íslands, telur afar mikilvægt að Ísland sæki til sigurs gegn Albaníu á þriðjudaginn í leik þar sem ungu strákarnir fá að njóta sín.

Ísak Snær dregur sig úr landsliðshópnum
Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks og íslenska U-21 landsliðsins, hefur dregið sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Hilmir Rafn Mikaelsson hefur verið kallaður inn í hópinn í stað Ísaks.

Myndir: Valur tryggði Íslandsmeistaratitilinn annað árið í röð
Valur er Íslandsmeistari kvenna í knattspyrnu annað árið í röð. Meistararnir tryggðu sigur í Bestu deildinni með 3-1 sigri á Aftureldingu í Mosfellsbæ fyrr í dag. Sigurinn sendi Aftureldingu niður í Lengjudeildina.

Sviss gerði Portúgal greiða
Tveir leikir fóru fram í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta í kvöld. Portúgal vann 4-0 stórsigur á Tékklandi á meðan Sviss vann óvæntan 2-1 sigur á Spáni.

Ísrael lagði Albaníu og kramdi drauma Íslands
Sigur Ísrael á Albaníu í Þjóðadeildinni í fótbolta þýðir að Ísland getur ekki unnið sér inn sæti í A-deild þó svo að liðið sigri Albaníu á þriðjudaginn kemur.

Serbía pakkaði Svíþjóð saman og mætir Noregi í úrslitaleik
Serbía vann 4-1 sigur á Svíþjóð í Þjóðadeildinni í fótbolta í kvöld. Það þýðir að Noregur og Serbía mætast í úrslitaleik um sæti í A-deild.

„Er mjög spenntur fyrir þessu og vona að strákarnir séu það líka“
Arnari Grétarssyni, þjálfara KA, var vikið úr starfi í gær, föstudag. Hallgrímur Jónasson, aðstoðarmaður Arnars, tekur við stjórnartaumunum og mun stýra liðinu út þetta tímabil sem og næstu þrjú ár. Honum lýst vel á verkefnið.

„Ekkert grín að taka þetta svona tvö ár í röð“
„Þetta verður aldrei þreytt, sem betur fer,“ sagði Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Íslandsmeistara Vals, en liðið varði titil sinn með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta fyrr í dag.

Rosengård enn með pálmann í höndunum eftir sigurmark í blálokin
Það munaði minnstu að titilbaráttan í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefði opnast upp á gátt þegar Guðrún Arnarsdóttir og stöllur hennar í Rosengård voru við það að gera jafntefli við Vittsjö á heimavelli. Sigurmark í uppbótartíma þýðir að liðið er þó enn með þriggja stiga forystu á Kristianstad á toppi deildarinnar.

„Þetta eru alltaf bestu bikararnir“
„Mér líður frábærlega, þetta er titill sem er erfitt að vinna. Að vinna annað árið í röð, það hefur ekki verið gert oft undanfarin ár þannig mér finnst þetta frábært hjá okkur,“ sagði Pétur Pétursson, þjálfari Íslandsmeistara Vals, eftir að titillinn var endanlega kominn í hús.

Slóvenía setti riðilinn í uppnám með sigir á Noregi
Slóvenía kom til baka og vann Noreg 2-1 í leik liðanna í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. Sigur Norðmanna hefði komið liðinu í einkar góða stöðu í riðlinum en tap setur allt í uppnám.

„Er hrikalega stoltur af leikmönnum liðsins “
„Ég vil óska Valskonum til hamingju með Íslands- og bikarmeistaratitilinn, þær eru vel að þessu komnar,“ sagði Alexander Aron Davorsson, þjálfari Aftureldingar, eftir leik dagsins þar sem Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í knattspyrnu en Afturelding féll úr Bestu deildinni.

Íslandsmeistarinn Þórdís Hrönn: „Alveg sama hvort ég skori eða leggi upp svo lengi sem við vinnum“
„Mér líður svo vel, stórskrítið að taka ekki á móti bikarnum og svoleiðis núna en við bíðum spenntar eftir að taka á móti bikarnum í heimaleiknum 1. október. Þetta er bara geggjuð tilfinning,“ sagði sigurreif Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir eftir að Valur tryggði sér sinn annan Íslandsmeistaratitil á jafn mörgum árum með sigri á Aftureldingu í Bestu deild kvenna í fótbolta í dag.

Umfjöllun: Afturelding - Valur 1-3 | Íslandsmeistarar annað árið í röð
Valur varð í dag Íslandsmeistari annað árið í röð og í þrettánda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 1-3, í Mosfellsbænum í sautjándu og næstsíðustu umferð Bestu deildar kvenna í dag. Á meðan Valskonur fögnuðu voru Mosfellingar súrir endar fallnir úr Bestu deildinni.

Skytturnar ekki í vandræðum með nágranna sína í Tottenham
Arsenal vann þægilegan 4-0 sigur á nágrönnum sínum í Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeild kvenna í fótbolta í dag. Leikið var á Emirates vellinum og rúmlega 47 þúsund manns mættu á leikinn.

Guðný hélt hreinu gegn Parma
Guðný Árnadóttir var í byrjunarliði AC Milan og lék allan leikinn í 0-4 útisigri liðsins á Parma í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Alexandra Jóhannesdóttir lék einnig í deildinni með Fiorentina en Sara Björk Gunnarsdóttir gat ekki tekið þátt vegna meiðsla.

Grealish tilbúinn að djamma með Souness ef Pogba fær að koma með
Jack Grealish, leikmaður Manchester City, og Graeme Souness, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Liverpool, hafa eldað grátt silfur saman síðustu vikur með ummælum sínum í fjölmiðlum.

Maguire: Fólk býr til sögur því ég er fyrirliði Manchester United
Enska landsliðið í fótbolta er í töluverðum vandræðum í aðdraganda HM í Katar. Liðið tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í gær og er nú í sama flokki og San Marínó, yfir mörk skoruð í opnum leik í þjóðardeildinni. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, spilaði með enska landsliðinu í gær þrátt fyrir að vera ekki í náðinni hjá knattspyrnustjóra Manchester United.

Stuðningsmenn Liverpool ætla í hart gegn UEFA
Meira en 1.700 stuðningsmenn Liverpool, sem urðu fyrir skaða vegna þeirra ringulreiðar sem skapaðist á úrslitaleik Liverpool og Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í París á síðasta tímabili, ætla að ákæra UEFA vegna skipulagsleysis í kringum leikinn.