Fleiri fréttir

Neitar að fram­lengja við Man Utd þar sem launin eru of lág

Alessia Russo, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, neitar að skrifa undir nýjan samning þar sem hún vill launahækkun. Hvort félagið verði við ósk hennar er óvitað en Man Utd er ekki meðal launahæstu liða úrvalsdeildar kvenna.

„Var orðinn hræddur um að markið myndi ekki koma“

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var létt þegar Atli Sigurjónsson skoraði jöfnunarmark KR-inga á 90. mínútu í 1-1 jafntefli gegn Stjörnunni í kvöld en stuttu áður hafði Theodór Elmar brennt af vítaspyrnu.

Umfjöllun: Breiða­blik 4 -1 KA | Blikar aftur á sigurbraut

Topplið Breiðabliks vann sannfærandi 4-1 sigur á KA á Kópavogsvelli í kvöld. Blikar sem að töpuðu sínum fyrsta leik í seinustu umferð slökktu á öllum gagnrýnisröddum með því að skora 4 mörk gegn KA sem að höfðu fyrir leikinn í kvöld einungis fengið 8 mörk á sig í 9 leikjum.

„Kom ekkert annað til greina, þetta skiptir svo miklu máli“

Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, er gríðarlega ánægður með nýja aðstöðu KA á Akureyri. Þó enn sé nokkuð í land að félagið verði með aðstöðu sem jafnist á við þær bestu hér á landi er um að ræða skref í rétta átt. Arnar lagði sjálfur hönd á plóg.

Lukaku gæti snúið aftur til Inter og Sterling farið til Chelsea í staðinn

Svo virðist sem belgíski framherjinn Romelu Lukaku sé við það að ganga í raðir Inter á Ítalíu á láni, tæpu ári eftir að hann varð dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi. Þá hefur Chelsea áhuga á að fá Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, í sínar raðir.

Jesus eftirsóttur í Lundúnum

Tottenham Hotspur virðist ætla að stela Gabriel Jesus undan nefinu á nágrönnum sínum í Arsenal. Skytturnar hafa verið á eftir framherja Englandsmeistara Manchester City það sem af er sumri en nú er Tottenham komið inn í myndina.

Eiður Smári nýr þjálfari FH

Eiður Smári Guðjohnsen hefur samið við FH um að taka við þjálfun liðsins. Þetta er í annað sinn sem Eiður kemur að þjálfun liðsins en samningur hans gildir út tímabilið 2024.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍBV 4-0 | Sanngjarn sigur heimakvenna

Stjarnan og ÍBV mættust í síðasta leik Bestu deildar kvenna fyrir EM kvenna í knattspyrnu fyrr í dag í Garðabænum. Stjarnan var mikið betri aðilinn í seinni hálfleik og uppskar þrjú mörk eftir að hafa sótt án afláts seinni 45 mínúturnar. Leikurinn endaði 4-0 og þótti sigurinn sanngjarn.

Misjafnt gengi Íslendingaliðanna í Noregi

Fimm leikjum er lokið í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Íslendingar komu við sögu í tveimur þeirra en Samúel Kári Friðjónsson og Patrik Sigurður Gunnarsson byrjuðu leikinn fyrir Viking á móti Sandefjord. Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði á bekknum en kom inn á þegar topplið Lilleström lagði Rosenborg 3-1.

Lengjudeild kvenna: Botnliðin töpuðu bæði

Tveir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í dag og voru liðin sem verma botnsætin í eldlínunni. Skemmst er frá því að segja að þau töpuðu bæði og syrtir enn í álinn hjá þeim.

Umfjöllun,viðtöl og myndir: Þróttur - Valur 1-2| Fjórði sigur Vals í röð

Valur fór í Laugardalinn og vann 1-2 sigur á Þrótti. Ásdís Karen Halldórsdóttir kom Val yfir í fyrri hálfleik. Síðari hálfleikur byrjaði með látum þar sem Katla Tryggvadóttir jafnaði leikinn en tæplega tveimur mínútum síðar gerði Cyera Makenzie Hintzen annað mark Vals sem reyndist vera sigurmark leiksins. 

Sjá næstu 50 fréttir