Fleiri fréttir

„Allt of margir hlutir ekki gengið upp“

„Þetta tímabil hefur tekið mikið á,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, vonsvikinn yfir því hvernig ræst hefur úr dvöl hans í Feneyjum í vetur. Meiðsli eiga sinn þátt í því.

Ágúst Orri til sænsku meistaranna

Knattspyrnumaðurinn ungi Ágúst Orri Þorsteinsson er genginn í raðir sænsku meistaranna í Malmö og hefur skrifað undir samning til þriggja ára við félagið.

Feginn að vera á Ítalíu en með áhyggjur af vinum og liðsfélögum

„Þetta er fyrst og fremst ömurlegt eins og ég reikna með að langflestir séu sammála um,“ segir Arnór Sigurðsson, landsliðsmaður í fótbolta, um stríðið í Úkraínu. Arnór er samningsbundinn CSKA Moskvu og viðurkennir að miðað við núverandi ástand sé ekki góð tilhugsun að snúa aftur til Rússlands í sumar.

Ungfrú heimur kemur Kepa til varnar

Kærasta Kepas Arrizabalaga tók til varna fyrir sinn mann eftir tap Chelsea fyrir Liverpool í vítaspyrnukeppni í úrslitaleik deildabikarsins.

Tuchel: „Ég er ekki stjórnmálamaður“

Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, minnti fjölmiðlafólk á blaðamannafundi fyrir leik liðsins í FA-bikarnum á morgun á það að hann er ekki stjórnmálamaður og bað um leið um að spurningum um stríðið í Úkraínu yrði hætt.

Torgið sprungið sem Blikakonur röltu um á

Ekki eru nema fáeinir mánuðir síðan að leikmenn og fylgdarlið kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta dvöldu í borginni Karkív í Úkraínu sem varð fyrir mannskæðri eldflaugaárás Rússa.

Rannsókn lokið á máli Arons og Eggerts

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lokið rannsókn á kynferðisbroti í Kaupmannahöfn árið 2010 þar sem knattspyrnumennirnir Aron Einar Gunnarsson og Eggert Gunnþór Jónsson eru sakaðir um hópnauðgun.

Rangnick efins um Ronaldo

Ralf Rangnick, bráðabirgðastjóri Manchester United, hefur verulegar efasemdir um að Cristiano Ronaldo geti leitt sóknarlínu liðsins á næsta tímabili.

Félagið hans Beckham vill fá Messi

Jorge Mas, annar af eigendum bandaríska knattspyrnufélagsins Inter Miami, vill ólmur fá Argentínumanninn Lionel Messi í sínar raðir. Mas á stóran hlut í Miami en meðeigandi hans er David Beckham.

Marsch tekur við Leeds United

Enska knattspyrnufélagið Leeds United var ekki lengi að finna eftirmann Marcelo Bielsa. Félagið tilkynnti í kvöld að Jesse Marsch, 48 ára gamall Bandaríkjamaður, hefði verið ráðinn þjálfari liðsins.

Atli og Kristófer Ingi fastir við botninn í Dan­mörku

Íslendingalið SönderjyskE tapaði naumlega 1-0 fyrir Danmerkurmeisturum Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Atli Barkarson og Kristófer Ingi Kristinsson voru báðir í byrjunarliði SönderjyskE.

FIFA og UEFA banna lið frá Rússlandi

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa ákveðið að setja öll lið Rússlands – félagslið sem og landslið – í bann frá keppnum á vegum sambandanna vegna stríðs Rússa í Úkraínu.

Ekkert íslenskt landslið mun spila við Rússland

Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér skýr skilaboð þess efnis að íslensk fótboltalandslið muni ekki spila gegn Rússlandi á meðan á hernaði Rússa í Úkraínu standi.

Ást­björn semur við FH til þriggja ára

Ástbjörn Þórðarson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH en Hafnfirðingar hafa nú staðfest kaup á þessum fjölhæfa leikmanni sem lék með Keflavík í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu á síðustu leiktíð.

Jóhann lýsir verstu vikum ferilsins

Árið 2022 hefur verið hálfgerð martröð hingað til fyrir Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmann í knattspyrnu, sem ekki spilar með Burnley á næstunni og missir væntanlega af landsleikjunum í mars.

Yfirlýsingar að vænta frá KSÍ

Ný stjórn Knattspyrnusambands Íslands, sem kjörin var um helgina, fundar í fyrsta sinn í hádeginu og þar verður meðal annars rædd afstaða sambandsins til landsleikja við Rússa eftir innrás Rússa í Úkraínu.

Falleg stund þegar Roman Yaremchuk fékk fyrirliðaband Benfica

Úkraínski framherjinn Roman Yaremchuk spilaði seinasta hálftíma leiksins er Benfica vann 3-0 sigur gegn Vitoria de Guimaraes í portúgölsku deildinni í fótbolta í gær og fékk vægast sagt mikinn stuðning áhorfenda og liðsfélaga sinna þegar hann kom inn af varamannabekknum.

Sjá næstu 50 fréttir