Fleiri fréttir

Þarf að semja frið við lukkudýrið

Roy Hodgson er mættur á Vicarage Road í Watford sem nýr knattspyrnustjóri samnefnds félags. Þar bíður hans lukkudýr sem hann sagði á sínum tíma að hagaði sér „svívirðilega“.

Roy Hodgson tekinn við Watford

Hinn 74 ára Roy Hodgson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri Watford og mun hann stýra liðinu í ensku úrvalsdeildinni út tímabilið.

Enska úrvalsdeildin íhugar að breyta reglum um frestun leikja

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinna munu funda á morgun til að ræða breytingar á reglum sem leyfa liðum að sækja um frestun leikja vegna kórónuveirufaraldursins, en deildin hefur verið harðlega gagnrýnd vegna fjölda frestaðra leikja undanfarnar vikur.

Balotelli blómstrar með Birki og fékk landsliðssæti

Mario Balotelli hefur verið valinn í ítalska landsliðshópinn í fótbolta í fyrsta sinn frá árinu 2018, nú þegar Evrópumeistararnir búa sig undir leiki sem ráða því hvort þeir komist á HM í Katar.

Minnst sex létust í troðningi fyrir sigur Kamerún

Kamerún, mótshaldari Afríkukeppninnar í knattspyrnu, er komið í 8-liða úrslit eftir sigur á Kómoreyjum í kvöld. Mikill áhugi var fyrir leiknum og reyndi fjöldinn allur af fólki að komast inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum.

Alexander Helgi ekki með Breiða­bliki í sumar

Miðjumaðurinn Alexander Helgi Sigurðarson mun ekki spila með Breiðabliki í sumar. Hann hefur samið við sænska þriðju deildarfélagið Vasalunds um að leika með liðinu meðan hann stundar nám í Svíþjóð.

Enrique og Lopetegui á lista United

Núverandi og fyrrverandi landsliðsþjálfarar Spánar eru á fjögurra manna lista Manchester United yfir þá sem forráðamenn félagsins íhuga að ráða sem næsta knattspyrnustjóra.

Nýliðarnir fá reggísveiflu í vörnina

Afturelding hefur tryggt sér góðan liðsstyrk fyrir komandi leiktíð í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Félagið hefur samið við jamaísku landsliðskonuna Chyanne Dennis.

Dagný skoraði í sigri West Ham

Dagný Brynjarsdóttir skoraði annað mark West Ham í 2-0 sigri liðsins gegn Everton er liðin mættust í ensku Ofurdeildinn í fótbolta í dag.

Arteta: Okkur skorti gæði

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var svekktur með markalaust jafntefli sinna manna gegn Burnley í dag. Hann segir að leikmenn liðsins hafa virkað þreyttir og að liðinu hafi skort gæði á seinasta þriðjungi vallarins.

Welbeck bjargaði stigi fyrir Brighton

Danny Welbeck sá til þess að Leicester og Brighton skiptu stigunum á milli sín þegar hann jafnaði metin í 1-1 á lokamínútum leiksins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Liverpool nálgast toppliðið

Liverpool vann mikilvægan 3-1 sigur er liðið heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sigurinn var ekki síst mikilvægur þar sem topplið Manchester City tapaði stigum í gær.

„Hann er einn besti þjálfari í heimi“

Harry Kane, framherji Tottenham Hotspur, segir að liðið verði að notfæra sér það að einn besti knattspyrnustjóri heims sé við stjórnvölin hjá félaginu.

Tólf smit og allir markmenn liðsins úr leik

Kómoreyjar eru að taka þátt í Afríkumótinu í fótbolta í fyrsta sinn í sögu landsins. Ekki nóg með það heldur gerði liðið sér lítið fyrir og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum mótsins. Nú hefur kórónuveiran hins vegar sett strik í reikninginn hjá liðinu þar sem tólf smit greindust í gær.

Ótrúleg endurkoma Atletico Madrid

Atletico Madrid mætti Valencia í kvöld í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga. Spænsku meistararnir hafa ekki verið að ná góðum úrslitum undanfarið en unnu ótrúlegan sigur í kvöld, 3-2, eftir að hafa lent tveimur mörkum undir.

Sjá næstu 50 fréttir