Fleiri fréttir

Gerrard verður ekki með í kvöld en Suarez leikur

Liverpool mætir Udinese í lokaumferð Evrópudeildarinnar í kvöld og fer leikur liðanna fram í Udine á Ítalíu. Liverpool verður án fyrirliða síns, Steven Gerrard, sem er veikur og fór ekki með liðinu til Ítalíu. Lucas Leiva og Daniel Agger voru einnig skildir eftir heima.

Meiðsli Lionel Messi eru ekki alvarleg

Lionel Messi fór meiddur af leikvelli í gær þegar Barcelona lék gegn Benfica í lokaumferð Meistaradeildar Evrópu. Landsliðsmaðurinn frá Argentínu fór í skoðun hjá liðslæknum Barcelona í gærkvöld og í dag var greint frá því að meiðslin væru ekki alvarleg.

Mourinho ætlar ekki í frí þegar hann hættir hjá Real

Jose Mourinho, þjálfari spænska stórliðsins Real Madrid, hefur að undanförnu verið orðaður við þjálfun hjá Manchester City og Paris St.Germain á næstu leiktíð. Fastlega er búist við að hann fari frá Real Madrid næsta sumar. Í samtali við fréttamenn sagðist Mourinho ekki ætla að taka sér ársfrí líkt og Pep Guardiola gerði þegar hann hætti hjá Barcelona.

Bale ekki með Tottenham í kvöld

Tottenham mætir gríska liðinu Panathinaikos í kvöld í Evrópudeildinni og fer leikurinn fram á White Hart Lane í London. Leikur liðanna er hreinn úrslitleikur um hvort liðið fylgir Lazio upp úr J-riðli keppninnar. Aðalstjarna Tottenham, Gareth Bale, verður ekki með vegna meiðsla aftan í læri og er það mikið áfall fyrir Spurs.

Liðin sem komust ekki í 16-liða úrslit misstu af 500 milljónum kr.

Í gær lauk riðlakeppninni í Meistaradeild Evrópu og það er ljóst hvaða 16 lið verða í pottinum þegar dregið verður í 16-liða úrslitum keppninnar þann 20. desember n.k. Liðin sem komust áfram úr riðlakeppninni fá rétt tæplega hálfan milljarð kr. í sinn hlut frá UEFA í peningagreiðslum og það er að miklu að keppa á því sviði á lokastigum keppninnar.

Roberto Mancini óttast ekki um starfsöryggi sitt

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Englandsmeistaraliðs Manchester City, segir að hann óttist ekki um starfsöryggi sitt þrátt fyrir að liðinu hafi ekki tekist að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Ítalinn er sammála því að liðið hafi leikið undir getu í Meistaradeildinni – en hann leggur áherslu á að það séu fleiri titlar sem félagið geti enn unnið á þessari leiktíð.

Meistaramörkin: Chelsea komst ekki áfram - hvað sögðu sérfræðingarnir?

Lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu fór fram í gær. Evrópumeistaralið Chelsea komst ekki í 16-liða úrslit þrátt fyrir stórsigur gegn danska liðinu Nordsjælland. Heimir Guðjónsson og Reynir Leósson fóru yfir gang mála hjá Chelsea með Þorsteini J. í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport.

Náði David Beckham að breyta Bandaríkjunum?

David Beckham fór til Bandaríkjanna með það markmið að gera knattspyrnu vinsæla í landinu. Það hafa fleiri reynt og meðal annars Pelé. Beckham eyddi sex árum í landinu og hafði talsverð áhrif á uppgang mála.

Mario Balotelli orðaður við AC Milan

Það ríkir mikil óvissa um framtíð Mario Ballotelli hjá Englandsmeistaraliði Manchester City en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu á undanförnum vikum. Ítalska liðið AC Milan er eitt þeirra liða sem nefnd hafa verið til sögunnar sem næsti vinnustaður hjá ítalska landsliðsframherjanum.

Styttist í endurkomu Scott Parker hjá Tottenham

Það styttist í að enski landsliðsmaðurinn Scott Parker fari að leika á ný með enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Parker hefur ekkert leikið með liðinu á þessari leiktíð en hann hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á hásin.

Ferguson: Alvöru mótið hefst í febrúar

Mikið breytt lið Man. Utd mátti sætta sig við að tapa á heimavelli gegn Cluj í kvöld. Það kom þó ekki að sök því United var búið að vinna sinn riðil.

Messi meiddist í kvöld | Markametið í uppnámi

Lionel Messi náði ekki að jafna markamet Þjóðverjans Gerd Müller yfir flest mörk á einu ári í kvöld. Það sem meira er þá fór Messi af velli í markalausa jafnteflinu gegn Benfica.

Cech: Vissum að þetta gæti gerst

Petr Cech, markvörður Chelsea, var þungur á brún eftir stórsigurinn á Nordsjælland því Chelsea er úr leik í Meistaradeildinni.

Ekkert vanmat í gangi hjá Chelsea gegn Nordsjælland

Öll spjót standa að Rafael Benítez og Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Enska liðið er með bakið upp við vegg fyrir leikinn gegn danska liðinu Nordsjælland í E-riðli keppninnar. Chelsea þarf á sigri að halda til að komast áfram og treysta á að Juventus tapi.

Beckham fer líklegast til PSG í Frakklandi

Breskir og bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að David Beckham muni semja við franska liðið PSG á allra næstu vikum. Hinn 37 ára gamli enski knattspyrnumaður lék sinn síðasta leik með LA Galaxy um s.l. helgi þegar liðið varð bandarískur meistari en Beckham hafði verið í herbúðum liðsins í rúm fimm ár.

Gerd Müller treystir sér ekki til að horfa á Messi í kvöld

Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. “Der Bomber” skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld.

Hulk hótar að fara frá Zenit – ósáttur við þjálfarann

Knattspyrnumaðurinn Hulk er allt annað en sáttur við ástandið í herbúðum Zenit frá St. Pétursborg í Rússlandi. Brasilíumaðurinn er ekki efstur á jólakortalista þjálfarans Luciano Spalletti eftir rifrildi þeirra í leik Zenit gegn AC Milan frá Ítalíu í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Meistaradeildin: Hörð barátta um þrjú laus sæti í 16-liða úrslitum

Það dregur til tíðinda í kvöld þegar lokaleikirnir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Evrópumeistaralið Chelsea á enn tölfræðilega möguleika á að komast áfram aðeins þrjú sæti eru í boði í 16-liða úrslitum keppninnar. Dregið verður í 16-liða úrslitin þann 20. desember.

Pistill frá Sigga Ragga: Hvernig urðu þeir bestir í heimi?

Samkvæmt tölfræði FIFA, (Alþjóða knattspyrnusambandsins) leika 265 milljónir manna knattspyrnu í heiminum í rúmlega 300.000 knattspyrnufélögum. Hvernig má það þá vera að árið 2010 ólust 3 bestu leikmenn í heimi upp í einu og sama félaginu?

Vidic hvorki með í kvöld né gegn City

Nemanja Vidic verður ekki í liði Manchester United sem mætir Cluj í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. United hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins.

Mancini: Hjálpar okkur í ensku úrvalsdeildinni

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, var svekktur með tap liðsins gegn Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld. Þýskalandsmeistararnir lögðu kollega sína frá Englandi 1-0.

Wenger: Upplífgandi frammistaða

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, var ánægður með leikmenn sína þrátt fyrir 2-1 tap gegn Olympiacos í Grikklandi.

Muamba kennir of miklu álagi um hjartaáfallið

Knattspyrnumaðurinn Fabrice Muamba, sem fékk hjartaáfall í leik Bolton gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í mars á þessu ári, segir að hann hafi lagt of hart að sér við æfingar á undirbúningstímabilinu sumarið 2011.

Silva gæti misst af leiknum gegn Man. Utd

Spánverjinn David Silva mun ekki geta leikið með Man. City gegn Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld vegna meiðsla. Óvissa er einnig um þáttöku hans gegn Man. Utd í uppgjöri toppliða ensku deildarinnar um næstu helgi.

Hollensku strákarnir ákærðir fyrir morð

Hollenska þjóðin er enn að jafna sig á dauðsfalli sjálfboðaliða í knattspyrnuhreyfingunni. Þrír ungir knattspyrnumenn gengu í skrokk á manninum sem lét lífið af sárum sínum í gær.

Í beinni: Real Madrid - Ajax

Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Real Madrid og Ajax í D-riðli Meistaradeildar Evrópu.

Ramos hrækti á Diego Costa | myndband

Sergio Ramos, varnarmaður Real Madrid, gæti átt yfir höfði sér refsingu eftir að myndbandsupptökur sýndu að hann hefði hrækt á andstæðing.

Chivas búið að reka Cruyff

Hollenska goðsögnin Johan Cruyff hefur verið í ráðgjafarhlutverki hjá mexíkóska liðinu Chivas síðan í febrúar en félagið hefur nú losað sig við Hollendinginn.

Matthías hjá Start næstu tvö árin

Matthías Vilhjálmsson skrifaði í dag undir samning við norska úrvalsdeildarliðið Start í Noregi. Matthías var lánsmaður hjá félaginu á síðustu leiktíð en hann var samningsbundinn FH.

Aðstoðardómari lést eftir árás leikmanna í Hollandi

Karlmaður sem gegndi stöðu aðstoðardómara í leik hjá í yngri flokkum í hollensku knattspyrnunni lést í dag eftir að nokkrir leikmenn réðust á hann í leik um helgina. AP fréttastofan greinir frá þessu.

Brunaútsala Milan hjálpaði El Shaarawy

Hinn ungi og stórefnilegi framherji AC Milan, Stephan El Shaarawy, hefur slegið í gegn í vetur. Hann segir að brunaútsala Milan hafi hjálpað sér.

Sjá næstu 50 fréttir