Fleiri fréttir

Þjálfari Noregs: Ég sé þær örugglega aftur í Svíþjóð

Þrjár skelfilegar mínútur í lok fyrri hálfleiks réðu úrslitum í úrslitaleik Noregs og Íslands um sigur í sínum riðli og sæti á EM. Stelpurnar okkar þurfa því að fara í umspilið alveg eins og fyrir fjórum árum síðan.

Helena tekur við Val af Gunnari

Helena Ólafsdóttir var í kvöld ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val og tekur hún við starfinu af Gunnari Rafni Borgþórssyni. Gunnar Rafn tók við Val árið 2010 og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra.

Björn Bergmann í sigurliði Wolves

Björn Bergmann Sigurðarson var í fyrsta sinn í byrjunarliði Wolves í ensku B-deildinni þegar að liðið vann góðan 2-0 útisigur á Ipswich í kvöld.

Sigurður Ragnar: Vonandi verður þetta bara sama uppskrift og síðast

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var alltaf að bíða eftir jöfnunarmarkinu á Ullevaal leikvanginum í kvöld. Það kom hinsvegar aldrei og íslensku stelpurnar þurftu að sætta sig við 1-2 tap fyrir þeim norsku og að þurfa að ná í farseðilinn á EM í gegnum umspilið.

Hólmfríður: Mér fannst við vera miklu betri en þær

Hólmfríður Magnúsdóttir, fékk ekki í kvöld þá afmælisgjöf sem hún vonaðist eftir þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-2 á móti Noregi í hreinum úrslitaleik um sigur í riðlinum og sæti á EM í Svíþjóð á næsta ári. Hólmfríður fagnar 28 afmæli sínu á morgun en fær vonandi síðbundna afmælisgjöf í október.

Hermann tekur við ÍBV

Hermann Hreiðarsson tekur við þjálfun ÍBV eftir tímabilið en það staðfesti Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, í samtali við Vísi í kvöld.

Katrín Ómars: Við ætlum á EM og það er sama hverjum við mætum í umspilinu

Íslenska kvennalandsliðinu tókst ekki að tryggja sér sigur í sínum riðli í undankeppni EM í kvöld og þarf að fara í gegnum umspilið eftir 1-2 tap á móti Noregi í Osló í kvöld. Lokamínútur fyrri hálfleiks voru íslenska liðinu dýrkeyptar því á þeim skoruðu þær norsku bæði mörkin sín.

Öll úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni

Argentínumaðurinn Lionel Messi kom Barcelona enn og aftur til bjargar í kvöld er hann skoraði tvö mörk eftir að Barcelona hafði lent undir gegn Spartak Moskvu.

Sara Björk: Við vorum betri og áttum meira skilið

Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu þurftu að sætta sig við sárgrætilegt tap á móti Noregi í undankeppni EM í kvöld. Íslenska liðið kemst því ekki beint á EM en þarf að treysta á umspilið til að tryggja farseðilinn á EM í Svíþjóð.

Liam gerði allt vitlaust í stúkunni á Bernabeau

Rokksöngvarinn Liam Gallagher er harður aðdáandi Man. City og hann lét sig ekki vanta á leik liðsins gegn Real Madrid á Spáni í gær. Þar sat Liam með félögum sínum innan um stuðningsmenn Real Madrid. Eins og við mátti búast gerði hann allt brjálað í stúkunni.

Ronaldo: Ég fagna þegar ég þarf að fagna

Það hefur mikið verið rætt og ritað um óánægju Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid. Hann fagnaði ekki um daginn með liðinu en gaf sig allan í fagnið á sigurmarkinu gegn Man. City í gær.

Norska kvennalandsliðið hefur ekki tapað heima í 24 ár

Íslenska kvennalandsliðinu nægir jafntefli á móti Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag til þess að tryggja sér farseðillinn á Evrópumótið í Svíþjóð næsta sumar. Það er alvöru verkefni enda hefur norska liðið verið nánast ósigrandi á norskri grundu undanfarin ár.

Man. Utd slapp með skrekkinn

Michael Carrick skoraði eina mark leiksins er Man. Utd tók á móti Galatasaray í Meistaradeildinni. Man. Utd fór illa með færin sín í leiknum og var þess utan stálheppið að fá ekki á sig mark.

Jafnt hjá Chelsea og Juve | Oscar skoraði tvö mörk

Brasilíumaðurinn Oscar sýndi í kvöld af hverju Chelsea greiddi fyrir hann vænan skilding. Hann skoraði þá tvö mörk í 2-2 jafntefli Chelsea og Juventus í Meistaradeildinni. Mörkin dugðu þó ekki til sigurs.

Besti kvendómari heims dæmir leik Íslands og Noregs í dag

Það verður hart barist á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag þegar íslenska kvennalandsliðið mætir því norska í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð næsta sumar. Íslenska liðinu nægir jafntefli til þess að vinna riðilinn og komast beint inn á EM.

Meistaradeildin: Umfjöllun og mörkin úr leik Real Madrid og Man City

Meistaradeild Evrópu hófst í gær með miklum látum þar sem að viðureign Real Madrid frá Spáni og Manchester City frá Englandi bar hæst. Lokakafli leiksins var stórkostlegur þar sem að Real Madrid fagnaði 3-2 sigri. Farið var yfir gang mála í leiknum í Meistaramörkunum á Stöð 2 sport í gær og í innslaginu má sjá umfjöllunina og helstu atvikin úr leiknum.

Meistaradeildin: Viðtal við Lionel Messi | Barcelona vill vinna alla titla

Barcelona mætir Spartak frá Moskvu í Meistaradeild Evrópu í kvöld en alls eru 8 leikir á dagskrá. Þrír þeirra verða í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2 og upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.00. Lionel Messi leikmaður Barcelona er af mörgum talinn vera besti fótboltamaður heims og hann ætlar sér stóra hluti í vetur með liði sínu eftir frekar dapurt gengi á síðustu leiktíð. Viðtalið við Messi má skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Meistaradeildin: Rooney gæti verið á bekknum hjá Man Utd í kvöld

Wayne Rooney, framherji enska úrvalsdeildarliðsins Manchester United, hefur náð sér af þeim meiðslum sem hann varð fyrir í leik gegn Fulham þann 25. ágúst s.l. Þar fékk enski landsliðsmaðurinn stóran skurð á lærið og var búist við að hann yrði ekki leikfær fyrr en í október. Rooney hefur æft með liðinu undanfarna fimm daga og svo gæti farið að hann yrði í leikmannahópnum í kvöld í Meistaradeildinni gegn Galatasaray frá Tyrklandi.

Þjálfari Noregs: Þessi leikur verður stríð

Eli Landsem, þjálfari norska kvennalandsliðsins, hefur náð að rífa liðið upp eftir erfiða byrjun í undankeppni Evrópumótsins og hún tjáði sig um komandi leik við Ísland inn á heimasíðu norska sambandsins en Noregur og Ísland mætast á Ullevaal leikvanginum.

Meistaradeildin: Tekst Chelsea að framkvæma hið ómögulega?

Chelsea hefur titil að verja í Meistaradeild Evrópu og titlvörn enska liðsins hefst gegn ítalska meistaraliðinu Juventus. Leikurinn fer fram á Stamford Bridge, heimavelli Chelsea, og verður hann í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ekkert lið hefur náð að verja titilinn frá því að Meistaradeildin var stofnuð og segir Roberto DiMatteo knattspyrnustjóri Chelsea að liðið stefni á að framkvæma hið ómögulega.

Fyrstu leikir norsku stelpnanna á Ullevaal í tólf ár

Norska kvennalandsliðið í fótbolta bjó að því að eiga tvo síðustu leiki sína í undankeppninni á heimavelli á móti tveimur aðalkeppinautum sínum. Norðmenn ákváðu að færa til báða leikina og spila þá á Ullevaal-leikvanginum í Osló.

Sigurður Ragnar: Þetta eru lið sem þekkjast vel

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, segist vera búinn að gera sitt til þess að undirbúa liðið sem best fyrir leikinn mikilvæga á móti Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag.

Sara Björk: Ég vil bara vinna þær

Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður íslenska landsliðsins, ætlar sér meira en jafntefli á móti Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag en þetta er lokaleikur liðanna í undankeppni EM 2013.

Mancini: Vonbrigði að tapa þessum stigum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að það hafi verið sárt að tapa fyrir Real Madrid í kvöld eftir að hafa náð 2-1 forystu seint í leiknum.

Margrét Lára: Vonast til að vera í byrjunarliðinu

Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar í íslenska kvennalandsliðinu verða í sviðsljósinu á morgun þegar liðið mætir Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló en þetta er lokaleikur liðanna í undankeppni EM og hreinn úrslitaleikur um sæti í úrslitakeppninni sem fer fram í Svíþjóð næsta sumar.

Friedel fagnar heilbrigðri samkeppni

Það hafa verið talsverð læti í herbúðum Tottenham eftir að félagið keypti franska landsliðsmarkvörðinn, Hugo Lloris, og setti hann svo á bekkinn.

Aron spilaði í sigri

Aron Einar Gunnarsson endurheimti sæti sitt í byrjunarliði Cardiff City sem mætti Millwall á útivelli og vann góðan sigur, 2-0.

Allegri valtur í sessi

Þó svo tímabilið sé nýhafið er þegar orðið sjóðheitt undir Massimiliano Allegri, þjálfara AC Milan. Liðið er búið að tapa báðum heimaleikjum sínum í ítölsku deildinni.

Sjá næstu 50 fréttir