Fleiri fréttir

Evra verður líklega með gegn Galatasaray

Varnarmaðurinn Patrice Evra hjá Man. Utd er byrjaður að æfa með félaginu á nýjan leik eftir meiðsli og gæti spilað gegn Galatasaray í Meistaradeildinni á morgun.

Tían skiptir Adebayor miklu máli | greiðir stuðningsmönnum úr eigin vasa

Emmanuel Adebayor liðsfélagi Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham hefur skipt um númer á keppnistreyjunni hjá enska úrvalsdeildarliðinu. Adebayor hóf leiktíðina með númerið 25 á bakinu en eftir að Rafael van der Vaart var seldur til Hamburg á lokadegi félagaskiptagluggans ákvað landsliðsmaðurinn frá Tógó að taka númerið 10 sem Rafael van der Vaart hafði áður notað.

Meistaradeild Evrópu rúllar af stað á ný | stórleikir á dagskrá í kvöld

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld og eru margir áhugaverðir leikir á dagskrá. Keppni í A, B, C og D-riðli hefst í kvöld og verða þrír leikir í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ítarleg umfjöllun um leiki kvöldsins hefst kl. 18. þar sem að Þorsteinn J. mun fara yfir málin með sérfræðingum þáttarins – Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni. Og þeir munu einnig fara yfir allt það markverðasta úr leikjum kvöldsins í Meistaramörkunum sem hefjast kl. 20.45.

David Silva samdi við Englandsmeistaralið Man City á ný

David Silva hefur skrifað undir samning við Englandsmeistaralið Manchester City og gildir samningurinn út leiktíðina 2016-2017. Spænski landsliðsmaðurinn kom til Man City frá Valencia sumarið 2010 og var hann lykilmaður í velgengni Man City á síðustu leiktíð þar sem liðið fagnaði enska meistaratitlinum í fyrsta sinn frá árinu 1968.

Enski boltinn: Öll helstu atvikin úr 4. umferð aðgengileg á Vísi

Fjórðu umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu lauk í gær þar sem að Everton og Newcastle skildu jöfn 2-2. Að venju eru öll helstu atvik úr leikjunum í ensku úrvalsdeildinni aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi. Að auki er þar að finna lið umferðarinnar, mörk umferðarinnar og bestu tillþrifin hjá markvörðunum.

Einar: Þetta er rosalega stórt skref

Einar Hjörleifsson, markvörður Víkinga, var mættur út á sjó aðeins nokkrum tímum eftir að Ólafsvíkur-Víkingar tryggðu sér sæti í Pepsi-deild karla. Skipstjórinn var á leiknum og hafði alveg skilning á því að Einar mætti syfjaður í vinnuna í gærmorgun.

Mancini: Við viljum vinna alla leiki

Tímabilið í Meistaradeild Evrópu hefst í kvöld með átta leikjum. Augu flestra munu beinast að Santiago Bernabéu í Madríd þar sem heimamenn í Real Madrid taka á móti Englandsmeisturum Man. City.

Getum verið mjög ánægðir með tímabilið

Keflavík nánast gulltryggði sæti sitt í Pepsi-deild karla með 5-0 sigri á Fram á sunnudagskvöldið. Sigurbergur Elísson skoraði tvö marka Keflavíkur en þessi tvítugi miðjumaður er leikmaður umferðarinnar hjá Fréttablaðinu.

Dansa stelpurnar okkar svona eftir leikinn í Osló á miðvikudaginn?

Það eru skemmtilegir karakterar í franska kvennalandsliðinu í fótbolta alveg eins og því íslenska. Íslensku stelpurnar eru komnar til Noregs þar sem þær mæta heimastúlkum á miðvikudaginn í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í Svíþjóð næsta sumar.

Liverpool þakklátt nágrannanum

Liverpool birti í kvöld yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem grannliðinu Everton er þakkaður sá hlýhugur sem fórnarlömbum Hillsborough-slyssins var sýndur í kvöld.

Dramatískt jafntefli á Goodison Park

Everton og Newcastle skildu jöfn, 2-2, í hádramatískum leik í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Demba Ba jafnaði tvívegis fyrir gestina frá Newcastle eftir að hafa komið inn á sem varamaður í hálfleik.

Fyrrum forseti Real Madrid: Orð Mourinho hjálpa ekki liðinu

Ramon Calderon, fyrrum forseti Real Madrid, hefur gagnrýnt ummæli þjálfarans Jose Mourinho eftir 1-0 tapið á móti Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. Real Madrid hefur aðeins náð í fjögur stig í fyrstu fjórum umferðunum og þegar orðið átta stigum á eftir Barcelona.

Aron skoraði tvö og lagði upp eitt

Aron Jóhannsson hefur nú skorað átta mörk í síðustu þremur leikjum sínum með danska liðinu AGF. Liðið vann 3-2 sigur á Midtjylland í dag og átti Aron stórleik.

Mancini: Við leikum til sigurs í Madrid

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, ætlar að leika til sigurs á Santiago Bernabeu á morgun en það er óhætt að Meistaradeildin byrji með risaleik þegar Spánarmeistarar Real Madrid taka á móti Englandsmeisturum Manchester City á morgun.

Joe Allen: Getan og gæðin eru til staðar hjá Liverpool

Joe Allen, miðjumaður Liverpool, segir að hlutirnir munu fara fljótlega að ganga betur hjá liðinu en Liverpool er án sigurs í fyrstu þremur umferðunum í ensku úrvalsdeildinni eftir 1-1 jafntefli við Sunderland um helgina.

Peter Crouch: Ég vil spila fyrir enska landsliðið

Peter Crouch lifir enn í voninni um að fá að spila með enska landsliðinu þrátt fyrir að þjálfarinn Roy Hodgson vilji ekki velja hann. Hodgson valdi Crouch ekki í landsliðshópinn á dögunum þrátt fyrir meiðsli hjá mörgum sóknarmönnum liðsins.

Villas-Boas svarar gagnrýni Harry Redknapp

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham Hotspur, hefur svarað gagnrýni Harry Redknapp, forvera síns í starfinu en fyrir helgi lét Redknapp það frá sér að það rugli bara leikmenn í ríminu að afhenda þeim 70 síðna úttektir á leik liðsins og mótherjanna.

Bjarki Gunnlaugs: Átti eitthvað inni hjá fótboltaguðinum

Bjarki Gunnlaugsson var í viðtali hjá Hirti Hjartarsyni í Boltanum á X-inu í dag og ræddi þá um Íslandsmeistaratitilinn sem hann vann með FH í gærkvöldi. Bjarki hefur ákveðið að þetta sé hans síðasta tímabil í boltanum og það tókst hjá honum að enda ferilinn sem Íslandsmeistari.

Pepsi-mörkin: Þátturinn frá því í gær í heild sinni inn á Vísi

Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 19. umferð Pepsideildar karla á Stöð 2 sport í gær. Þátturinn er aðgengilegur í heild sinni á Vísi. Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson voru sérfræðingar þáttarins.

Wenger: Stórt próf á sunnudaginn kemur

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að það komi betur ljós um næstu helgi hvort að Arsenal-liðið hafi burði til að berjast um enska meistaratitilinn. Arsenal vann 6-1 stórsigur á Southampton um helgina en mætir Englandsmeisturum Manchester City um næstu helgi.

Andy Johnson frá út tímabilið - krossbandið slitið

Andy Johnson, framherji Queens Park Rangers, verður væntanlega ekki meira með liðinu á tímabilinu eftir að í ljós kom að hann sleit krossband í jafnteflinu á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Ferguson: Nick Powell getur tekið við af Scholes

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var sáttur eftir 4-0 sigur á Wigan Athletic í ensku úrvalsdeildinni um helgina en skoski stjórinn var heldur ekkert að leyna hrifningu sinni á hinum 18 ára gamla Nick Powell.

Öll mörkin úr leikjum helgarinnar í enska eru inn á Vísi

Átta leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni um helgina og fjórðu umferðinni lýkur í kvöld með leik Everton og Newcastle. Að venju eru helstu atvikin úr öllum leikjunum í ensku úrvalsdeildinni aðgengileg á sjónvarpshlutanum á Vísi.

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 19. umferð

Nítjánda umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gærkvöld. FH-ingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-2 jafntefli gegn Stjörnunni og Grindvíkingar féllu úr efstu deild. Farið var yfir gang mála í leikjunum í þættinum Pepsi-mörkin á Stöð 2 sport. Markaregnið er að þessu sinni skreytt með tónlist frá íslensku hljómsveitinni Lights on the highway - Lagið heitir: Leiðin heim.

Förum til Noregs til þess að vinna

Ísland vann um helgina virkilega mikilvægan sigur, 2-0, á Norður-Írum í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu kvenna sem fram fer árið 2013 í Svíþjóð.

FH Íslandsmeistari 2012 - myndir

FH varð í kvöld Íslandsmeistari karla í knattspyrnu. Jafntefli gegn Stjörnunni dugði til þess að tryggja FH titilinn.

Valencia rændur af flugvallarstarfsmönnum

Ekvadorinn Antonio Valencia kom ekki kátur heim til Manchester frá Ekvador, þar sem hann var að spila með landsliðinu, enda var hann rændur af löndum sínum.

Fyrsta jafntefli Valsmanna - myndir

Sá ótrúlegi atburður átti sér stað í kvöld að Valur gerði jafntefli í Pepsi-deild karla. Þetta var fyrsta jafntefli Valsmanna í nítján leikjum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KR - Breiðablik 0-4

Titilvonir KR-inga eru endanlega úti eftir 4-0 sigur Breiðabliks á liðinu í nítjándu umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Frammistaða Vesturbæjarliðsins var hörmuleg og sigurinn sannarlega verðskuldaður.

Man. Utd harmar ljóta söngva á Old Trafford

Fáeinir stuðningsmenn Man. Utd urðu sér til skammar á leik Man. Utd og Wigan í gær með móðgandi söngvum sem beint var að stuðningsmönnum Liverpool. Söngvar sem tengjast Hillsborough-harmleiknum.

McDermott: Ég stend í þakkarskuld við Gylfa

Brian McDermott, knattspyrnustjóri Reading, reiknar með því að Gylfi Þór Sigurðsson fái góðar móttökur þegar Tottenham sækir Reading heim í 4. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í dag.

Sjá næstu 50 fréttir