Fleiri fréttir Van der Vaart lagði upp tvö þegar HSV vann meistara Dortmund Hollendingurinn Rafael van der Vaart lagði upp tvö mörk fyrir Hamburger SV í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann 3-2 heimasigur á meisturum Borussia Dortmund. Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-Min skoraði tvö mörk fyrir HSV í leiknum. Bayern München komst aftur í toppsætið eftir 2-0 útisigur á Schalke 04. 22.9.2012 18:45 Leiknismenn björguðu sér með þriðja sigrinum í röð | Völsungur og KF koma upp Lokaumferðin í 1. deild karla í fótbolta fór fram í dag og þar réðst hvaða lið féll út 1. deildinni með ÍR. Leiknismenn björguðu sæti sínu á kostnað Hattarmanna. Þá var einnig spiluð síðasta umferðin í 2. deild karla og eftir mikla dramatík er það ljóst að það verða Völsungur og KF sem taka sæti ÍR og Hattar. 22.9.2012 16:00 Aron Einar og Björn Bergmann skoruðu báðir Cardiff tókst ekki að að að landa þremur stigum á móti Crystal Palace í ensku b-deildinni í dag þrátt fyrir að komast í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Cardiff átti með sigri möguleika að komast upp að hlið Brighton & Hove Albion á toppi ensku b-deildarinnar en tapaði leiknum 2-3. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Wolves. 22.9.2012 15:45 Jose Mourinho: Chelsea mun sakna Drogba í vetur Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid og fyrrum stjóri Chelsea, er viss um að Chelsea-liðið munu sakna Didier Drogba mikið á þessu tímabili. Fílabeinsstrendingurinn lék sinn síðasta leik með Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og samdi síðan við kínverska liðið Shanghai Shenhua. 22.9.2012 15:15 Ashley Cole skoraði sigurmark Chelsea rétt fyrir leikslok Vinstri bakvörðurinn Ashley Cole skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Chelsea á Stoke á Brúnni í ensku úrvalsdeildinni í dag en sigurinn skilar Chelsea-liðinu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. 22.9.2012 13:30 Nýliðar Eintracht Frankfurt slá í gegn í þýsku deildinni Eintracht Frankfurt er með þriggja stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Nurnberg í gærkvöldi en liðið er búið að vinna fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu. Frankfurt er með þremur stigum meira en Bayern München sem spilar sinn leik í dag. 22.9.2012 13:15 Lífsbaráttulaugardagur: Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deildinni Lokaumferðir 1. deildar og 2. deildar karla í fótbolta fara fram í dag og þar kemur í ljós hvaða lið fylgir ÍR niður úr 1. deildinni og hvaða tvö lið munu koma upp úr 2. deildinni í staðinn. Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deild en fjögur lið eiga enn von um að tryggja sér sæti í 1. deildinni. 22.9.2012 12:45 Íslensku landsliðskonurnar í tapliðum í sænsku deildinni Íslendingaliðin Kristianstad og Örebro töpuðu bæði leikjum sínum í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en þetta voru fyrstu leikirnir í sænsku úrvalsdeildinni eftir landsleikjahlé. 22.9.2012 11:45 Everton vann Swansea 3-0 í Wales og fór upp í 2. sætið Everton-menn sóttu þrjú stig til Wales með því að vinna Swansea 3-0 í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni og komust fyrir vikið upp í annað sætið deildarinnar. Leikurinn var afar fjörugur allan tímann og mikil skemmtun fyrir þá sem á horfðu en Swansea lék reyndar manni færri síðustu 32 mínútur leiksins. Á endanum var það hreinlega ótrúlegt að mörkin í þessum leik urðu bara þrjú. 22.9.2012 11:15 Bréf Sir Alex Ferguson til stuðningsmanna Manchester United Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur skrifað bréf sem allir stuðningsmenn félagsins fá sem mæta á leikinn á móti Liverpool á Anfield á morgun. Sir Alex biðlar þar til stuðningsmannanna að virða viðkvæma og tilfinningamikla stund hjá erkifjendunum í Liverpool. 22.9.2012 11:00 Sigurður Ragnar: Eigum helmingsmöguleika Stelpurnar okkar þurfa að fara Krýsuvíkurleiðina á EM 2013 en það varð ljóst er liðið tapaði gegn Noregi ytra í vikunni. Þær þurfa að fara í umspil til þess að komast inn á mótið og var dregið í það í gær. Þar dróst Ísland gegn sterku liði Úkraínu. Leikirnir fara fram í lok október og á Ísland seinni leikinn heima. 22.9.2012 09:00 Verður stríð eða friður? Loftið verður örugglega lævi blandið á Anfield á morgun er Liverpool tekur á móti Man. Utd. Þetta er fyrsti heimaleikur Liverpool síðan skýrslan um Hillsborough kom út og einnig í fyrsta skipti sem Patrice Evra snýr aftur á Anfield eftir uppákomuna með Luis Suarez í fyrra. 22.9.2012 08:00 Southampton skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik | Öll úrslitin í enska boltanum Nýliðar Southampton unnu sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar þeir unnu 3-1 sigur á Aston Villa. West Bromwich og Fulham unnu líka leiki sína í dag. 22.9.2012 00:01 Ronaldo grennir sig í brasilískum sjónvarpsþætti Hinn brasilíski Ronaldo hefur oft verið kallaður feiti Ronaldo til þess að aðgreina hann frá portúgalska nafna sínum. 21.9.2012 23:30 Camoranesi þarf að borga háar skaðabætur fyrir 18 ára gamla tæklingu Argentínumaðurinn Mauro Camoranesi hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega átta milljónir íslenskra króna í skaðabætur fyrir afar ljóta tæklingu í leik í argentínsku b-deildinni árið 1994. 21.9.2012 22:00 Maradona er að verða faðir í fjórða sinn Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona er ekki dauður úr öllum æðum. Þessi 51 árs gamla goðsögn á nefnilega von á sínu fjórða barni. 21.9.2012 21:00 Þrettán ár síðan meistararnir unnu næsta leik eftir að titilinn vannst FH-ingar léku sinn fyrsta leik sem nýkrýndir Íslandsmeistarar í gær þegar þeir mættu Skagamönnum í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Atli Guðnason tryggði FH-liðinu öll þrjú stigin í uppbótartíma og sá til þess að FH er fyrsti Íslandsmeistari karla í þrettán ár sem klárar titilinn fyrir síðustu umferð og vinnur næsta leik eftir að titilinn er í höfn. 21.9.2012 20:30 Wilshere óttaðist að ferlinum væri lokið Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að miðjumaðurinn Jack Wilshere hafi á tímabili óttast að ferli hans væri lokið. 21.9.2012 19:45 Rooney verður ekki með gegn Liverpool Wayne Rooney verður ekki í leikmannahópi Man. Utd á sunnudaginn er liðið sækir Liverpool heim í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 21.9.2012 19:00 Aron enn eina ferðina á skotskónum Unglingalandsliðsmaðurinn Aron Jóhannsson getur ekki hætt að skora í danska boltanum en hann skoraði sitt tíunda mark í tíu leikjum í kvöld. 21.9.2012 18:33 Aguero spilar á móti Arsenal um helgina Roberto Mancini, stjóri Manchester City, staðfesti það á blaðamannafundi í dag að argentínski framherjinn Sergio Aguero sé leikfær og verði með á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 21.9.2012 17:15 Elísabet missir sinn besta leikmann til Frakklands Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani er á leiðinni til Frakklands þar sem að hún mun skrifa undir tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint-Germain. Þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir horfir þar á eftir mjög sterkum leikmanni. 21.9.2012 16:45 KR búið að tapa 10 stigum á móti fjórum neðstu liðunum á sex vikum KR-ingar hafa gefið mikið eftir í Pepsi-deild karla upp á síðkastið enda búnir að fá sextán stigum minna heldur en nýkrýndir Íslandsmeistarar FH-inga í seinni umferðinni. 21.9.2012 15:15 Emile Heskey fann sér lið í Ástralíu Emile Heskey, fyrrum framherji Aston Villa, Liverpool og enska landsliðsins, er búinn að finna sér nýtt félag hinum megin á hnettinum. Heskey gerði eins árs samning við ástralska úrvalsdeildarfélagið Newcastle Jets. 21.9.2012 13:15 Fowler vill sjá Evra og Suarez með blóm á sunnudaginn Robbie Fowler, fyrrum framherji Liverpool, var í viðtali við BBC Sport þar sem hann talaði um að Patrice Evra og Luis Suarez ættu að vera í stórum hlutverkum um helgina þegar menn minnast þeirra sem dóu í Hillsborough-slysinu. 21.9.2012 12:30 Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 20. umferð Tuttugasta. umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gærkvöld. Hér má sjá öll mörkin úr leikjunum og helstu tilþrifin sem sýnd voru í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 í gærkvöld. Næsta umferð fer fram á sunnudaginn. Ásgeir Trausti sá um tónlistina - lagið heitir Nýfallið regn. 21.9.2012 11:45 Úkraínsku stelpurnar voru líka með á síðasta Evrópumóti - öflugar á þessu ári Úkraínska kvennalandsliðið verður mótherji Íslands í umspilinu um laust sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð en það var dregið í dag. Líkt og með íslenska liðið þá var Úkraína með á Evrópumótinu í Finnlandi fyrir fórum árum síðan. 21.9.2012 11:15 Magnús Gylfason mætti á leik ÍBV í gær og settist hjá Eyjamönnum Magnús Gylfason hætti óvænt sem þjálfari ÍBV-liðsins daginn fyrir leikinn á móti Val í Pepsi-deildinni sem fram fór á Vodafone-vellinum í gær. Það vakti athygli að karlinn var engu að síður mættur til að horfa á leikinn og settist ennfremur hjá þeim Heimi Hallgrímssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara og fyrrum þjálfara ÍBV, og Hermanni Hreiðarssyni, verðandi þjálfara ÍBV. 21.9.2012 11:15 Íslensku stelpurnar mæta Úkraínu í umspilinu Það er búið að draga fyrir umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru í pottinum þegar dregið var í í höfuðstöðvum UEFA í dag og mæta Úkraínu. 21.9.2012 10:59 Podolski strax farinn að tala um að fá sér Arsenal-húðflúr Þjóðverjanum Lukas Podolski líkar lífið hjá Arsenal enda þegar farinn að skora reglulega fyrir Lundúnaliðið. Podolski skoraði sitt þriðja mark í síðustu þremur leikjum í sigri á Montpellier í Meistaradeildinni í vikunni. 21.9.2012 10:30 Brendan Rodgers: Ég er stoltur stjóri eftir þetta kvöld Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, skipti öllu liði sínu út fyrir Evrópuleikinn á móti svissneska liðinu Young Boys í gær og var mjög sáttur með 5-3 sigur "varaliðsins" í fyrsta leiknum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 21.9.2012 09:00 Dregið í umspil EM 2013 í dag Dregið verður í umspil EM 2013 í hádeginu í dag og er Ísland eitt sex liða í pottinum. Þrjú af þessum liðum komast áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. 21.9.2012 07:00 Forseti Barcelona vill semja við Messi Sandro Rosell, forseti Barcelona, greindi frá því í gær að félagið væri nú að undirbúa nýtt samningstilboð fyrir argentínsku stórstjörnuna Lionel Messi. 21.9.2012 06:00 Vissi ekki að hann var með sprengju í höndunum Afar sérkennileg uppákoma átti sér stað í asísku meistaradeildinni þegar Sepahan FC og Al-Ahli mættust. 20.9.2012 23:30 Garðar jafnaði í uppbótartíma | Myndir Fram og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, í lokaleik 20. umferðar Pepsi-deild karla í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu metin í uppbótartíma þrátt fyrir að hafa misst mann af velli með rautt spjald. 20.9.2012 22:28 Hermann sá sannfærandi Eyjasigur | Myndir ÍBV styrkti stöðu sína í öðru sæti Pepsi-deildar karla með sannfærandi 3-0 sigri á Val í kvöld. 20.9.2012 22:25 Hermann: Gekk allt hratt fyrir sig Hermann Hreiðarsson segir að hann hafi ekki tekið sér langan umhugsunartíma þegar honum stóð til boðast að gera þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla. 20.9.2012 20:20 Markalaust í London | Öll úrslit kvöldsins Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður þegar að Tottenham og Lazio gerðu markalaust jafntefli í Evrópudeild UEFA í kvöld. 20.9.2012 18:47 Liverpool skoraði fimm mörk í Sviss Varalið Liverpool vann öflugan 5-3 sigur á Young Boys í A-riðli Evrópudeildar UEFA í kvöld þrátt fyrir að hafa lent tvívegis undir í leiknum. 20.9.2012 16:38 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 2-1 Íslandsmeistarar FH sigruðu ÍA 2-1 með dramatísku sigurmarki Atla Guðnasonar úr síðustu spyrnu leiksins. ÍA komst yfir þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum en FH sótti án afláts á loka kafla leiksins og uppskar tvö mörk og verðskuldaðan sigur. 20.9.2012 16:15 Allen: Draumar mínir eru að rætast hjá Liverpool Hinn 22 ára leikmaður Liverpool, Joe Allen, bíður afar spenntur eftir fyrsta leiknum gegn Man. Utd sem leikmaður Liverpool. 20.9.2012 14:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-1 Leikmenn Fram geta nagað sig í handarbökin eftir 1-1 jafntefli þeirra við Stjörnuna í Laugardalnum í kvöld. Þeir voru manni fleiri í tæplega hálftíma og klúðruðu víti en náðu ekki að slíta sig frá Stjörnumönnum sem nældu sér í stig á lokamínútum leiksins. 20.9.2012 13:42 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 1-1 Sverrir Ingi Ingason var hetja Blika er hann tryggði sínum mönnum stig með marki í uppbótartíma gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. 20.9.2012 13:37 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Keflavík 2-1 Selfyssingar sýndu styrk sinn í fallbaráttunni í dag og sigruðu Keflvíkinga 2-1 sanngjarnlega. Leikurinn var líflegur, gestirnir bitu frá sér á köflum en heimamenn stjórnuðu þó leiknum þorra leiksins og sóttu öll stigin þrjú. 20.9.2012 13:33 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-2 KR bjargaði sér naumlega frá neyðarlegu tapi fyrir botnliði Grindavíkur í kvöld. Heimamenn komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en KR-ingar jöfnuðu metin með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum. 20.9.2012 13:31 Sjá næstu 50 fréttir
Van der Vaart lagði upp tvö þegar HSV vann meistara Dortmund Hollendingurinn Rafael van der Vaart lagði upp tvö mörk fyrir Hamburger SV í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann 3-2 heimasigur á meisturum Borussia Dortmund. Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-Min skoraði tvö mörk fyrir HSV í leiknum. Bayern München komst aftur í toppsætið eftir 2-0 útisigur á Schalke 04. 22.9.2012 18:45
Leiknismenn björguðu sér með þriðja sigrinum í röð | Völsungur og KF koma upp Lokaumferðin í 1. deild karla í fótbolta fór fram í dag og þar réðst hvaða lið féll út 1. deildinni með ÍR. Leiknismenn björguðu sæti sínu á kostnað Hattarmanna. Þá var einnig spiluð síðasta umferðin í 2. deild karla og eftir mikla dramatík er það ljóst að það verða Völsungur og KF sem taka sæti ÍR og Hattar. 22.9.2012 16:00
Aron Einar og Björn Bergmann skoruðu báðir Cardiff tókst ekki að að að landa þremur stigum á móti Crystal Palace í ensku b-deildinni í dag þrátt fyrir að komast í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Cardiff átti með sigri möguleika að komast upp að hlið Brighton & Hove Albion á toppi ensku b-deildarinnar en tapaði leiknum 2-3. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Wolves. 22.9.2012 15:45
Jose Mourinho: Chelsea mun sakna Drogba í vetur Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid og fyrrum stjóri Chelsea, er viss um að Chelsea-liðið munu sakna Didier Drogba mikið á þessu tímabili. Fílabeinsstrendingurinn lék sinn síðasta leik með Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og samdi síðan við kínverska liðið Shanghai Shenhua. 22.9.2012 15:15
Ashley Cole skoraði sigurmark Chelsea rétt fyrir leikslok Vinstri bakvörðurinn Ashley Cole skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Chelsea á Stoke á Brúnni í ensku úrvalsdeildinni í dag en sigurinn skilar Chelsea-liðinu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar. 22.9.2012 13:30
Nýliðar Eintracht Frankfurt slá í gegn í þýsku deildinni Eintracht Frankfurt er með þriggja stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Nurnberg í gærkvöldi en liðið er búið að vinna fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu. Frankfurt er með þremur stigum meira en Bayern München sem spilar sinn leik í dag. 22.9.2012 13:15
Lífsbaráttulaugardagur: Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deildinni Lokaumferðir 1. deildar og 2. deildar karla í fótbolta fara fram í dag og þar kemur í ljós hvaða lið fylgir ÍR niður úr 1. deildinni og hvaða tvö lið munu koma upp úr 2. deildinni í staðinn. Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deild en fjögur lið eiga enn von um að tryggja sér sæti í 1. deildinni. 22.9.2012 12:45
Íslensku landsliðskonurnar í tapliðum í sænsku deildinni Íslendingaliðin Kristianstad og Örebro töpuðu bæði leikjum sínum í sænsku kvennadeildinni í fótbolta í dag en þetta voru fyrstu leikirnir í sænsku úrvalsdeildinni eftir landsleikjahlé. 22.9.2012 11:45
Everton vann Swansea 3-0 í Wales og fór upp í 2. sætið Everton-menn sóttu þrjú stig til Wales með því að vinna Swansea 3-0 í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni og komust fyrir vikið upp í annað sætið deildarinnar. Leikurinn var afar fjörugur allan tímann og mikil skemmtun fyrir þá sem á horfðu en Swansea lék reyndar manni færri síðustu 32 mínútur leiksins. Á endanum var það hreinlega ótrúlegt að mörkin í þessum leik urðu bara þrjú. 22.9.2012 11:15
Bréf Sir Alex Ferguson til stuðningsmanna Manchester United Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur skrifað bréf sem allir stuðningsmenn félagsins fá sem mæta á leikinn á móti Liverpool á Anfield á morgun. Sir Alex biðlar þar til stuðningsmannanna að virða viðkvæma og tilfinningamikla stund hjá erkifjendunum í Liverpool. 22.9.2012 11:00
Sigurður Ragnar: Eigum helmingsmöguleika Stelpurnar okkar þurfa að fara Krýsuvíkurleiðina á EM 2013 en það varð ljóst er liðið tapaði gegn Noregi ytra í vikunni. Þær þurfa að fara í umspil til þess að komast inn á mótið og var dregið í það í gær. Þar dróst Ísland gegn sterku liði Úkraínu. Leikirnir fara fram í lok október og á Ísland seinni leikinn heima. 22.9.2012 09:00
Verður stríð eða friður? Loftið verður örugglega lævi blandið á Anfield á morgun er Liverpool tekur á móti Man. Utd. Þetta er fyrsti heimaleikur Liverpool síðan skýrslan um Hillsborough kom út og einnig í fyrsta skipti sem Patrice Evra snýr aftur á Anfield eftir uppákomuna með Luis Suarez í fyrra. 22.9.2012 08:00
Southampton skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik | Öll úrslitin í enska boltanum Nýliðar Southampton unnu sinn fyrsta sigur í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili þegar þeir unnu 3-1 sigur á Aston Villa. West Bromwich og Fulham unnu líka leiki sína í dag. 22.9.2012 00:01
Ronaldo grennir sig í brasilískum sjónvarpsþætti Hinn brasilíski Ronaldo hefur oft verið kallaður feiti Ronaldo til þess að aðgreina hann frá portúgalska nafna sínum. 21.9.2012 23:30
Camoranesi þarf að borga háar skaðabætur fyrir 18 ára gamla tæklingu Argentínumaðurinn Mauro Camoranesi hefur verið dæmdur til að greiða rúmlega átta milljónir íslenskra króna í skaðabætur fyrir afar ljóta tæklingu í leik í argentínsku b-deildinni árið 1994. 21.9.2012 22:00
Maradona er að verða faðir í fjórða sinn Argentínska goðsögnin Diego Armando Maradona er ekki dauður úr öllum æðum. Þessi 51 árs gamla goðsögn á nefnilega von á sínu fjórða barni. 21.9.2012 21:00
Þrettán ár síðan meistararnir unnu næsta leik eftir að titilinn vannst FH-ingar léku sinn fyrsta leik sem nýkrýndir Íslandsmeistarar í gær þegar þeir mættu Skagamönnum í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Atli Guðnason tryggði FH-liðinu öll þrjú stigin í uppbótartíma og sá til þess að FH er fyrsti Íslandsmeistari karla í þrettán ár sem klárar titilinn fyrir síðustu umferð og vinnur næsta leik eftir að titilinn er í höfn. 21.9.2012 20:30
Wilshere óttaðist að ferlinum væri lokið Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur greint frá því að miðjumaðurinn Jack Wilshere hafi á tímabili óttast að ferli hans væri lokið. 21.9.2012 19:45
Rooney verður ekki með gegn Liverpool Wayne Rooney verður ekki í leikmannahópi Man. Utd á sunnudaginn er liðið sækir Liverpool heim í stórleik helgarinnar í enska boltanum. 21.9.2012 19:00
Aron enn eina ferðina á skotskónum Unglingalandsliðsmaðurinn Aron Jóhannsson getur ekki hætt að skora í danska boltanum en hann skoraði sitt tíunda mark í tíu leikjum í kvöld. 21.9.2012 18:33
Aguero spilar á móti Arsenal um helgina Roberto Mancini, stjóri Manchester City, staðfesti það á blaðamannafundi í dag að argentínski framherjinn Sergio Aguero sé leikfær og verði með á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn. 21.9.2012 17:15
Elísabet missir sinn besta leikmann til Frakklands Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani er á leiðinni til Frakklands þar sem að hún mun skrifa undir tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint-Germain. Þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir horfir þar á eftir mjög sterkum leikmanni. 21.9.2012 16:45
KR búið að tapa 10 stigum á móti fjórum neðstu liðunum á sex vikum KR-ingar hafa gefið mikið eftir í Pepsi-deild karla upp á síðkastið enda búnir að fá sextán stigum minna heldur en nýkrýndir Íslandsmeistarar FH-inga í seinni umferðinni. 21.9.2012 15:15
Emile Heskey fann sér lið í Ástralíu Emile Heskey, fyrrum framherji Aston Villa, Liverpool og enska landsliðsins, er búinn að finna sér nýtt félag hinum megin á hnettinum. Heskey gerði eins árs samning við ástralska úrvalsdeildarfélagið Newcastle Jets. 21.9.2012 13:15
Fowler vill sjá Evra og Suarez með blóm á sunnudaginn Robbie Fowler, fyrrum framherji Liverpool, var í viðtali við BBC Sport þar sem hann talaði um að Patrice Evra og Luis Suarez ættu að vera í stórum hlutverkum um helgina þegar menn minnast þeirra sem dóu í Hillsborough-slysinu. 21.9.2012 12:30
Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 20. umferð Tuttugasta. umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gærkvöld. Hér má sjá öll mörkin úr leikjunum og helstu tilþrifin sem sýnd voru í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 í gærkvöld. Næsta umferð fer fram á sunnudaginn. Ásgeir Trausti sá um tónlistina - lagið heitir Nýfallið regn. 21.9.2012 11:45
Úkraínsku stelpurnar voru líka með á síðasta Evrópumóti - öflugar á þessu ári Úkraínska kvennalandsliðið verður mótherji Íslands í umspilinu um laust sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð en það var dregið í dag. Líkt og með íslenska liðið þá var Úkraína með á Evrópumótinu í Finnlandi fyrir fórum árum síðan. 21.9.2012 11:15
Magnús Gylfason mætti á leik ÍBV í gær og settist hjá Eyjamönnum Magnús Gylfason hætti óvænt sem þjálfari ÍBV-liðsins daginn fyrir leikinn á móti Val í Pepsi-deildinni sem fram fór á Vodafone-vellinum í gær. Það vakti athygli að karlinn var engu að síður mættur til að horfa á leikinn og settist ennfremur hjá þeim Heimi Hallgrímssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara og fyrrum þjálfara ÍBV, og Hermanni Hreiðarssyni, verðandi þjálfara ÍBV. 21.9.2012 11:15
Íslensku stelpurnar mæta Úkraínu í umspilinu Það er búið að draga fyrir umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru í pottinum þegar dregið var í í höfuðstöðvum UEFA í dag og mæta Úkraínu. 21.9.2012 10:59
Podolski strax farinn að tala um að fá sér Arsenal-húðflúr Þjóðverjanum Lukas Podolski líkar lífið hjá Arsenal enda þegar farinn að skora reglulega fyrir Lundúnaliðið. Podolski skoraði sitt þriðja mark í síðustu þremur leikjum í sigri á Montpellier í Meistaradeildinni í vikunni. 21.9.2012 10:30
Brendan Rodgers: Ég er stoltur stjóri eftir þetta kvöld Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, skipti öllu liði sínu út fyrir Evrópuleikinn á móti svissneska liðinu Young Boys í gær og var mjög sáttur með 5-3 sigur "varaliðsins" í fyrsta leiknum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. 21.9.2012 09:00
Dregið í umspil EM 2013 í dag Dregið verður í umspil EM 2013 í hádeginu í dag og er Ísland eitt sex liða í pottinum. Þrjú af þessum liðum komast áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári. 21.9.2012 07:00
Forseti Barcelona vill semja við Messi Sandro Rosell, forseti Barcelona, greindi frá því í gær að félagið væri nú að undirbúa nýtt samningstilboð fyrir argentínsku stórstjörnuna Lionel Messi. 21.9.2012 06:00
Vissi ekki að hann var með sprengju í höndunum Afar sérkennileg uppákoma átti sér stað í asísku meistaradeildinni þegar Sepahan FC og Al-Ahli mættust. 20.9.2012 23:30
Garðar jafnaði í uppbótartíma | Myndir Fram og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, í lokaleik 20. umferðar Pepsi-deild karla í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu metin í uppbótartíma þrátt fyrir að hafa misst mann af velli með rautt spjald. 20.9.2012 22:28
Hermann sá sannfærandi Eyjasigur | Myndir ÍBV styrkti stöðu sína í öðru sæti Pepsi-deildar karla með sannfærandi 3-0 sigri á Val í kvöld. 20.9.2012 22:25
Hermann: Gekk allt hratt fyrir sig Hermann Hreiðarsson segir að hann hafi ekki tekið sér langan umhugsunartíma þegar honum stóð til boðast að gera þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla. 20.9.2012 20:20
Markalaust í London | Öll úrslit kvöldsins Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður þegar að Tottenham og Lazio gerðu markalaust jafntefli í Evrópudeild UEFA í kvöld. 20.9.2012 18:47
Liverpool skoraði fimm mörk í Sviss Varalið Liverpool vann öflugan 5-3 sigur á Young Boys í A-riðli Evrópudeildar UEFA í kvöld þrátt fyrir að hafa lent tvívegis undir í leiknum. 20.9.2012 16:38
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 2-1 Íslandsmeistarar FH sigruðu ÍA 2-1 með dramatísku sigurmarki Atla Guðnasonar úr síðustu spyrnu leiksins. ÍA komst yfir þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum en FH sótti án afláts á loka kafla leiksins og uppskar tvö mörk og verðskuldaðan sigur. 20.9.2012 16:15
Allen: Draumar mínir eru að rætast hjá Liverpool Hinn 22 ára leikmaður Liverpool, Joe Allen, bíður afar spenntur eftir fyrsta leiknum gegn Man. Utd sem leikmaður Liverpool. 20.9.2012 14:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-1 Leikmenn Fram geta nagað sig í handarbökin eftir 1-1 jafntefli þeirra við Stjörnuna í Laugardalnum í kvöld. Þeir voru manni fleiri í tæplega hálftíma og klúðruðu víti en náðu ekki að slíta sig frá Stjörnumönnum sem nældu sér í stig á lokamínútum leiksins. 20.9.2012 13:42
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Fylkir 1-1 Sverrir Ingi Ingason var hetja Blika er hann tryggði sínum mönnum stig með marki í uppbótartíma gegn Fylki í Pepsi-deild karla í kvöld. 20.9.2012 13:37
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Keflavík 2-1 Selfyssingar sýndu styrk sinn í fallbaráttunni í dag og sigruðu Keflvíkinga 2-1 sanngjarnlega. Leikurinn var líflegur, gestirnir bitu frá sér á köflum en heimamenn stjórnuðu þó leiknum þorra leiksins og sóttu öll stigin þrjú. 20.9.2012 13:33
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-2 KR bjargaði sér naumlega frá neyðarlegu tapi fyrir botnliði Grindavíkur í kvöld. Heimamenn komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en KR-ingar jöfnuðu metin með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum. 20.9.2012 13:31