Fleiri fréttir

Van der Vaart lagði upp tvö þegar HSV vann meistara Dortmund

Hollendingurinn Rafael van der Vaart lagði upp tvö mörk fyrir Hamburger SV í þýsku úrvalsdeildinni í dag þegar liðið vann 3-2 heimasigur á meisturum Borussia Dortmund. Suður-Kóreumaðurinn Son Heung-Min skoraði tvö mörk fyrir HSV í leiknum. Bayern München komst aftur í toppsætið eftir 2-0 útisigur á Schalke 04.

Leiknismenn björguðu sér með þriðja sigrinum í röð | Völsungur og KF koma upp

Lokaumferðin í 1. deild karla í fótbolta fór fram í dag og þar réðst hvaða lið féll út 1. deildinni með ÍR. Leiknismenn björguðu sæti sínu á kostnað Hattarmanna. Þá var einnig spiluð síðasta umferðin í 2. deild karla og eftir mikla dramatík er það ljóst að það verða Völsungur og KF sem taka sæti ÍR og Hattar.

Aron Einar og Björn Bergmann skoruðu báðir

Cardiff tókst ekki að að að landa þremur stigum á móti Crystal Palace í ensku b-deildinni í dag þrátt fyrir að komast í 2-0 í fyrri hálfleiknum. Cardiff átti með sigri möguleika að komast upp að hlið Brighton & Hove Albion á toppi ensku b-deildarinnar en tapaði leiknum 2-3. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður og skoraði sitt fyrsta mark fyrir Wolves.

Jose Mourinho: Chelsea mun sakna Drogba í vetur

Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid og fyrrum stjóri Chelsea, er viss um að Chelsea-liðið munu sakna Didier Drogba mikið á þessu tímabili. Fílabeinsstrendingurinn lék sinn síðasta leik með Chelsea í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor og samdi síðan við kínverska liðið Shanghai Shenhua.

Nýliðar Eintracht Frankfurt slá í gegn í þýsku deildinni

Eintracht Frankfurt er með þriggja stiga forskot í þýsku úrvalsdeildinni eftir 2-1 sigur á Nurnberg í gærkvöldi en liðið er búið að vinna fjóra fyrstu leiki sína á tímabilinu. Frankfurt er með þremur stigum meira en Bayern München sem spilar sinn leik í dag.

Lífsbaráttulaugardagur: Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deildinni

Lokaumferðir 1. deildar og 2. deildar karla í fótbolta fara fram í dag og þar kemur í ljós hvaða lið fylgir ÍR niður úr 1. deildinni og hvaða tvö lið munu koma upp úr 2. deildinni í staðinn. Leiknir og Höttur berjast fyrir lífi sínu í 1. deild en fjögur lið eiga enn von um að tryggja sér sæti í 1. deildinni.

Everton vann Swansea 3-0 í Wales og fór upp í 2. sætið

Everton-menn sóttu þrjú stig til Wales með því að vinna Swansea 3-0 í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni og komust fyrir vikið upp í annað sætið deildarinnar. Leikurinn var afar fjörugur allan tímann og mikil skemmtun fyrir þá sem á horfðu en Swansea lék reyndar manni færri síðustu 32 mínútur leiksins. Á endanum var það hreinlega ótrúlegt að mörkin í þessum leik urðu bara þrjú.

Bréf Sir Alex Ferguson til stuðningsmanna Manchester United

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, hefur skrifað bréf sem allir stuðningsmenn félagsins fá sem mæta á leikinn á móti Liverpool á Anfield á morgun. Sir Alex biðlar þar til stuðningsmannanna að virða viðkvæma og tilfinningamikla stund hjá erkifjendunum í Liverpool.

Sigurður Ragnar: Eigum helmingsmöguleika

Stelpurnar okkar þurfa að fara Krýsuvíkurleiðina á EM 2013 en það varð ljóst er liðið tapaði gegn Noregi ytra í vikunni. Þær þurfa að fara í umspil til þess að komast inn á mótið og var dregið í það í gær. Þar dróst Ísland gegn sterku liði Úkraínu. Leikirnir fara fram í lok október og á Ísland seinni leikinn heima.

Verður stríð eða friður?

Loftið verður örugglega lævi blandið á Anfield á morgun er Liverpool tekur á móti Man. Utd. Þetta er fyrsti heimaleikur Liverpool síðan skýrslan um Hillsborough kom út og einnig í fyrsta skipti sem Patrice Evra snýr aftur á Anfield eftir uppákomuna með Luis Suarez í fyrra.

Þrettán ár síðan meistararnir unnu næsta leik eftir að titilinn vannst

FH-ingar léku sinn fyrsta leik sem nýkrýndir Íslandsmeistarar í gær þegar þeir mættu Skagamönnum í 20. umferð Pepsi-deildar karla. Atli Guðnason tryggði FH-liðinu öll þrjú stigin í uppbótartíma og sá til þess að FH er fyrsti Íslandsmeistari karla í þrettán ár sem klárar titilinn fyrir síðustu umferð og vinnur næsta leik eftir að titilinn er í höfn.

Rooney verður ekki með gegn Liverpool

Wayne Rooney verður ekki í leikmannahópi Man. Utd á sunnudaginn er liðið sækir Liverpool heim í stórleik helgarinnar í enska boltanum.

Aron enn eina ferðina á skotskónum

Unglingalandsliðsmaðurinn Aron Jóhannsson getur ekki hætt að skora í danska boltanum en hann skoraði sitt tíunda mark í tíu leikjum í kvöld.

Aguero spilar á móti Arsenal um helgina

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, staðfesti það á blaðamannafundi í dag að argentínski framherjinn Sergio Aguero sé leikfær og verði með á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni á sunnudaginn.

Elísabet missir sinn besta leikmann til Frakklands

Sænska landsliðskonan Kosovare Asllani er á leiðinni til Frakklands þar sem að hún mun skrifa undir tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint-Germain. Þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir horfir þar á eftir mjög sterkum leikmanni.

Emile Heskey fann sér lið í Ástralíu

Emile Heskey, fyrrum framherji Aston Villa, Liverpool og enska landsliðsins, er búinn að finna sér nýtt félag hinum megin á hnettinum. Heskey gerði eins árs samning við ástralska úrvalsdeildarfélagið Newcastle Jets.

Fowler vill sjá Evra og Suarez með blóm á sunnudaginn

Robbie Fowler, fyrrum framherji Liverpool, var í viðtali við BBC Sport þar sem hann talaði um að Patrice Evra og Luis Suarez ættu að vera í stórum hlutverkum um helgina þegar menn minnast þeirra sem dóu í Hillsborough-slysinu.

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 20. umferð

Tuttugasta. umferð Pepsi-deildar karla fór fram í gærkvöld. Hér má sjá öll mörkin úr leikjunum og helstu tilþrifin sem sýnd voru í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 í gærkvöld. Næsta umferð fer fram á sunnudaginn. Ásgeir Trausti sá um tónlistina - lagið heitir Nýfallið regn.

Magnús Gylfason mætti á leik ÍBV í gær og settist hjá Eyjamönnum

Magnús Gylfason hætti óvænt sem þjálfari ÍBV-liðsins daginn fyrir leikinn á móti Val í Pepsi-deildinni sem fram fór á Vodafone-vellinum í gær. Það vakti athygli að karlinn var engu að síður mættur til að horfa á leikinn og settist ennfremur hjá þeim Heimi Hallgrímssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara og fyrrum þjálfara ÍBV, og Hermanni Hreiðarssyni, verðandi þjálfara ÍBV.

Íslensku stelpurnar mæta Úkraínu í umspilinu

Það er búið að draga fyrir umspilið um sæti í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í fótbolta sem fram fer í Svíþjóð næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru í pottinum þegar dregið var í í höfuðstöðvum UEFA í dag og mæta Úkraínu.

Brendan Rodgers: Ég er stoltur stjóri eftir þetta kvöld

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, skipti öllu liði sínu út fyrir Evrópuleikinn á móti svissneska liðinu Young Boys í gær og var mjög sáttur með 5-3 sigur "varaliðsins" í fyrsta leiknum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

Dregið í umspil EM 2013 í dag

Dregið verður í umspil EM 2013 í hádeginu í dag og er Ísland eitt sex liða í pottinum. Þrjú af þessum liðum komast áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Svíþjóð á næsta ári.

Forseti Barcelona vill semja við Messi

Sandro Rosell, forseti Barcelona, greindi frá því í gær að félagið væri nú að undirbúa nýtt samningstilboð fyrir argentínsku stórstjörnuna Lionel Messi.

Garðar jafnaði í uppbótartíma | Myndir

Fram og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, í lokaleik 20. umferðar Pepsi-deild karla í kvöld. Stjörnumenn jöfnuðu metin í uppbótartíma þrátt fyrir að hafa misst mann af velli með rautt spjald.

Hermann: Gekk allt hratt fyrir sig

Hermann Hreiðarsson segir að hann hafi ekki tekið sér langan umhugsunartíma þegar honum stóð til boðast að gera þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla.

Liverpool skoraði fimm mörk í Sviss

Varalið Liverpool vann öflugan 5-3 sigur á Young Boys í A-riðli Evrópudeildar UEFA í kvöld þrátt fyrir að hafa lent tvívegis undir í leiknum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - ÍA 2-1

Íslandsmeistarar FH sigruðu ÍA 2-1 með dramatísku sigurmarki Atla Guðnasonar úr síðustu spyrnu leiksins. ÍA komst yfir þegar tæpur hálftími var eftir af leiknum en FH sótti án afláts á loka kafla leiksins og uppskar tvö mörk og verðskuldaðan sigur.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - Stjarnan 1-1

Leikmenn Fram geta nagað sig í handarbökin eftir 1-1 jafntefli þeirra við Stjörnuna í Laugardalnum í kvöld. Þeir voru manni fleiri í tæplega hálftíma og klúðruðu víti en náðu ekki að slíta sig frá Stjörnumönnum sem nældu sér í stig á lokamínútum leiksins.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Keflavík 2-1

Selfyssingar sýndu styrk sinn í fallbaráttunni í dag og sigruðu Keflvíkinga 2-1 sanngjarnlega. Leikurinn var líflegur, gestirnir bitu frá sér á köflum en heimamenn stjórnuðu þó leiknum þorra leiksins og sóttu öll stigin þrjú.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KR 2-2

KR bjargaði sér naumlega frá neyðarlegu tapi fyrir botnliði Grindavíkur í kvöld. Heimamenn komust 2-0 yfir í fyrri hálfleik en KR-ingar jöfnuðu metin með tveimur mörkum á síðasta stundarfjórðungnum.

Sjá næstu 50 fréttir