Fleiri fréttir

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-3 | Valur og KR líka áfram

Stjarnan tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunar bikarsins með góðum 3-1 sigri á Breiðabliki á útivelli í kvöld. Breiðablik byrjaði leikinn betur og skoraði fyrsta markið en Stjarnan var mun beinskeyttari í leik sínum og eftir að liðið skoraði tvö mörk á þremur mínútum um miðbik fyrri hálfleiks var aldrei spurning hvort liðið færi með sigur af hólmi.

Paul McShane hættur hjá Grindavík

Skoski miðjumaðurinn Ian Paul McShane hefur leikið sinn síðasta leik fyrir knattspyrnulið Grindavíkur. Þetta kemur fram á Fótbolti.net í dag.

Borini mættur á Anfield í læknisskoðun

Ítalski framherjinn Fabio Borini er mættur á Anfield Road í Liverpool til þess að gangast undir læknisskoðun en Liverpool hefur komist að samkomulagi við Roma um kaupverðið á kappanum.

Darren Fletcher á víst starf hjá Manchester United

Skoski miðjumaðurinn Darren Fletcher hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United á enn töluvert í land með að ná fullri heilsu ef marka má ummæli Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóra liðsins, á vef Guardian.

Hugo Rodallega til liðs við Fulham

Kólumbíski sóknarmaðurinn Hugo Rodallega hefur skrifað undir þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Fulham. Rodallega kemur á frjálsri sölu en hann var síðast í herbúðum Wigan.

Zlatan og Silva á leið til PSG

Gazzetta dello Sport greinir frá því að AC Milan hafi tekið kauptilboði Paris St-Germain í Zlatan Ibrahimovic og Thiago Silva. Vitnað er í Silvio Berlusconi, eiganda Mílanóliðsins.

Þjóðhátíð í Þorpinu - myndir

Stuðningsmenn Þórs á Akureyri fögnuðu vel og innilega í kvöld og líklega verða hátíðahöld í Þorpinu eitthvað fram á morgun eftir ótrúlegan sigur liðsins í kvöld í Evrópudeild UEFA.

Cahill hættur að borða barnamat

Gary Cahill, varnarmaður Chelsea, missti af EM í sumar eftir að hafa kjálkabrotnað í vináttulandsleik gegn Belgum skömmu fyrir EM.

Úrslit kvöldsins í 1. deild karla

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld. Haukar lögðu Víking en Þróttur og Fjölnir gerðu jafntefli í fjörugum leik.

Abramovich sveik loforð

Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, segist vera ósáttur við endalok sín hjá Chelsea og fullyrðir að eigandi félagsins, Roman Abramovich, hafi svikið loforð.

Tryggvi byrjar á bekknum í kvöld

Tryggvi Guðmundsson, framherji ÍBV á við smávægilega meiðsli að stríða og mun af þeim sökum hefja leik á varamannabekknum í Evrópuleik Eyjamanna gegn St. Patricks sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld.

Kúveitarnir losa sig við Cotterill

Al-Hasawi fjölskyldan, sem nýlega gekk frá kaupum á enska knattspyrnufélaginu Nottingham Forest, hefur vikið Steve Cotterill úr stöðu knattspyrnustjóra félagsins.

Félagaskiptaglugginn opnar á sunnudaginn

Sunnudaginn 15. júlí opnar félagaskiptaglugginn fyrir leikmenn meistaraflokka í knattspyrnu og samningsbundna leikmenn yngri flokka. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Markvörður KR valinn í Ólympíuhóp Breta

Norður-Írinn Emma Higgins, sem varið hefur mark KR-inga í Pepsi-deild kvenna í sumar, hefur verið valin í landslið Breta sem leikur á Ólympíuleikunum í London í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

FH komið áfram í Evrópudeildinni

FH-ingar eru komnir áfram í Evrópudeild UEFA eftir sigur, 0-1, á Eschen/Mauren í Liechtenstein í kvöld. FH vann rimmu liðanna 3-1 samtals.

Danka Podovac og Guðrún Arnardóttir hlutu verðlaun

Danka Podovac, miðjumaður ÍBV, og Guðrún Arnardóttir, varnarmaður Breiðabliks, voru í gær verðlaunaðar af Félagi áhugafólks um kvennaknattspyrnu fyrir frammistöðu sína í júnímánuði.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - KR 1-1

Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Keflavíkur og KR í kvöld en leiknum lauk 1-1 í Keflavík. KR náðu forystunni fljótlega eftir hálfleik en Keflvíkingar voru fljótir að svara og náði hvorugt liðið að kreista fram sigur.

Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - St. Patrick's Athletic 2-1 | ÍBV úr leik

Eyjamenn féllu úr keppni í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu á útivallarmarki gegn írska liðinu St. Patrick's eftir 2-1 sigur í Vestmannaeyjum í framlengdum leik í kvöld. Augnabliks einbeitingarleysi eftir að Eyjamenn komust í 2-0 í framlengingunni kostaði þá sæti í 2. umferð.

Umfjöllun og viðtöl: Þór - Bohemian FC 5-1

Þór frá Akureyri vann glæsilegan sigur á Bohemian FC frá Írlandi á Akureyri í kvöld. Sigurður Marinó Kristjánsson var hetja heimamanna og skoraði þrjú mörk og lagði upp tvö í 5-1 sigri Þórs.

Aquilani leikur með Liverpool í vetur

Albert Aquilani verður hjá Liverpool á komandi leiktíð. Þetta staðfesti umboðsmaður kappans, Franco Zavaglia, í samtali við Calciomercato.com í dag.

Freund verður aðstoðarmaður Villas-Boas

Portúgalinn Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er búinn að finna sér aðstoðarmann en hann hefur ráðið Þjóðverjann Steffen Freund sem sinn aðstoðarmann.

Brons til liðs við Selfoss

Karlalið Selfoss í Pepsi-deild karla hefur samið við norska miðvörðinn Bernard Petrus Brons. Frá þessu er greint á fréttavefnum Sunnlenska.is.

Yossi ætlar að hrífa Di Matteo

Ísraelinn Yossi Benayoun er kominn aftur til Chelsea eftir árslán hjá Arsenal. Hann er ákveðinn í að sanna sig fyrir Roberto di Matteo, stjóra Chelsea.

Shanghai vill nú fá Riquelme

Hið moldríka kínverska félag, Shanghai Shenhua, er ekki hætt að safna stórstjörnum því félagið hefur nú gert Argentínumanninum Juan Roman Riquelme tilboð.

Chelsea að landa Oscari

Chelsea er að hafa betur í baráttunni við Tottenham um þjónustu brasilíska undrabarnsins Oscar. Chelsea er til í að greiða 20 milljónir punda fyrir hann en Spurs bauð 15.

Fyrirliðar í enska boltanum svindluðu

Norðmaðurinn Claus Lundekvam, fyrrum fyrirliði Southampton, hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í ýmis konar svindli í enska boltanum sem hafi skaffað honum háar fjárhæðir.

Van der Vaart enn orðaður við Þýskaland

Breskir fjölmiðlar segja í dag að koma Gylfa Þórs Sigurðssonar til Tottenham setji framtíð Hollendingsins Rafael van der Vaart í enn meiri óvissu en ella.

Kúveitar búnir að kaupa Nott. Forest

Nottingham Forest hefur eignast nýja eigendur en Al-Hasawi fjölskyldan frá Kúveit hefur formlega gengið frá kaupum á þessu fornfræga enska félagi.

West Ham vill fá Carroll lánaðan

Það er enn óvíst hvað verður um framherjann Andy Carroll hjá Liverpool en stjóri félagsins, Brendan Rodgers, hefur ekki útilokað að lána hann í vetur.

Redknapp bíður eftir símtali frá Rússunum

Harry Redknapp er enn að leita sér að nýrri vinnu eftir að hann var rekinn frá Tottenham. Hann er orðaður við landsliðsþjálfarastarf Rússa og neitar því ekki að hann hafi áhuga.

Sjá næstu 50 fréttir