Enski boltinn

Cahill hættur að borða barnamat

Cahill kjálkabrotnar við samstuð. Þetta var líklega vont.
Cahill kjálkabrotnar við samstuð. Þetta var líklega vont.
Gary Cahill, varnarmaður Chelsea, missti af EM í sumar eftir að hafa kjálkabrotnað í vináttulandsleik gegn Belgum skömmu fyrir EM.

Hann þurfti í kjölfarið að borða barnamat og súpur en nú er búið að taka stálplöturnar úr kjálkanum og hann má fara að borða venjulegan mat á nýjan leik.

"Það var algjör martröð að borða barnamat og annað fljótandi fæði í þennan tíma. Þetta er sem betur fer að baki og nú get ég byrjað að undirbúa mig fyrir tímabilið," sagði Cahill.

"Það er mjög spennandi tímabil fram undan hjá okkur og ég get ekki beðið eftir því að reima á mig skóna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×