Enski boltinn

Van der Vaart enn orðaður við Þýskaland

Breskir fjölmiðlar segja í dag að koma Gylfa Þórs Sigurðssonar til Tottenham setji framtíð Hollendingsins Rafael van der Vaart í enn meiri óvissu en ella.

Báðir vilja þeir spila sem framliggjandi miðjumaður og hermt er að Van der Vaart óttist að nýi stjórinn, Andre Villas-Boas, vilji frekar nota Gylfa í sinni uppáhaldsstöðu.

Van der Vaart hefur verið orðaður við Schalke í allt sumar og nú hefur hans gamla félag, Hamburg, einnig sýnt áhuga.

Svo er einnig óvissa hvað verður um Luka Modric þannig að enn gætu orðið frekari breytingar á liði Spurs áður en tímabilið byrjar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×