Villas-Boas: Lærði af mistökum mínum hjá Chelsea Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2012 22:45 Nordicphotos/Getty André Villas-Boas ræddi í fyrsta skipti við breska blaðamenn í dag eftir að hafa tekið við starfi knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Villas-Boas, sem er aðeins 34 ára, tók við liði Chelsea síðastliðið sumar eftir að hafa náð frábærum árangri með Porto í heimalandi sínu, Portúgal. Árangur Chelsea undir stjórn Villas-Boas var ekki nógu góður að mati eigandans Roman Abramovich. Portúgalinn var því látinn taka poka sinn en ráðning hans hafði verið kynnt sem ráðning til framtíðar. Þrátt fyrir að hafa verið rekinn eftir innan við ár í starfi vildi Villas-Boas ekki viðurkenna að um klúður hafi verið af hans hálfu. „Ég ber ekki einn ábyrgð á klúðrinu. Því er ég ekki sammála," svaraði Villas Boas spurningu blaðamanns í dag. Portúgalinn mátti sjá eftirmann sinn, Roberto Di Matteo, stýra Chelsea til sigurs í enska bikarnum og Meistaradeild Evrópu. „Það má ekki gleyma því að leikmannahópurinn var myndaður með framtíðina í hug. Eigandinn, sem tók ákvörðunina (um að reka mig) sem ég virði þó svo að ég hafi ekki verið henni sammála, sagði upp samningnum." „Þetta er aldrei eins manns klúður, ég get ekki verið sammála því. Ég gerði mistök sem ég hef lært af en ákvörðunin um að binda endi á verkefnið var ekki mín. Hún kom frá eiganda Chelsea," sagði Villas-Boas. Portúgalinn segist ætla að byggja á því góða starfi sem Harry Redknapp hefur skilað hjá Tottenham undanfarin ár. „Að skilja við það sem Harry lætur eftir sig væru mistök. Ég reyni að byggja á því og nýta til þess að skila bikurum í hús hjá Tottenham," sagði Villas-Boas sem fengið hefur til liðs við sig belgíska miðvörðinn Jan Vertonghen auk Gylfa Þórs Sigurðssonar. Óvissa ríkir um framtíð króatíska miðjumannsins Luka Modric. Villas-Boas hrósaði Modric í hástert en Króatinn er þrálátlega orðaður við brottför frá félaginu. Real Madrid þykir líklegur áfangastaður kappans. „Það er í höndum stjórnarformannsins að ákveða hver besta lausnin fyrir félagið sé," sagði Villas-Boas varðandi Modric. Tengdar fréttir Freund verður aðstoðarmaður Villas-Boas Portúgalinn Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er búinn að finna sér aðstoðarmann en hann hefur ráðið Þjóðverjann Steffen Freund sem sinn aðstoðarmann. 11. júlí 2012 20:30 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
André Villas-Boas ræddi í fyrsta skipti við breska blaðamenn í dag eftir að hafa tekið við starfi knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Villas-Boas, sem er aðeins 34 ára, tók við liði Chelsea síðastliðið sumar eftir að hafa náð frábærum árangri með Porto í heimalandi sínu, Portúgal. Árangur Chelsea undir stjórn Villas-Boas var ekki nógu góður að mati eigandans Roman Abramovich. Portúgalinn var því látinn taka poka sinn en ráðning hans hafði verið kynnt sem ráðning til framtíðar. Þrátt fyrir að hafa verið rekinn eftir innan við ár í starfi vildi Villas-Boas ekki viðurkenna að um klúður hafi verið af hans hálfu. „Ég ber ekki einn ábyrgð á klúðrinu. Því er ég ekki sammála," svaraði Villas Boas spurningu blaðamanns í dag. Portúgalinn mátti sjá eftirmann sinn, Roberto Di Matteo, stýra Chelsea til sigurs í enska bikarnum og Meistaradeild Evrópu. „Það má ekki gleyma því að leikmannahópurinn var myndaður með framtíðina í hug. Eigandinn, sem tók ákvörðunina (um að reka mig) sem ég virði þó svo að ég hafi ekki verið henni sammála, sagði upp samningnum." „Þetta er aldrei eins manns klúður, ég get ekki verið sammála því. Ég gerði mistök sem ég hef lært af en ákvörðunin um að binda endi á verkefnið var ekki mín. Hún kom frá eiganda Chelsea," sagði Villas-Boas. Portúgalinn segist ætla að byggja á því góða starfi sem Harry Redknapp hefur skilað hjá Tottenham undanfarin ár. „Að skilja við það sem Harry lætur eftir sig væru mistök. Ég reyni að byggja á því og nýta til þess að skila bikurum í hús hjá Tottenham," sagði Villas-Boas sem fengið hefur til liðs við sig belgíska miðvörðinn Jan Vertonghen auk Gylfa Þórs Sigurðssonar. Óvissa ríkir um framtíð króatíska miðjumannsins Luka Modric. Villas-Boas hrósaði Modric í hástert en Króatinn er þrálátlega orðaður við brottför frá félaginu. Real Madrid þykir líklegur áfangastaður kappans. „Það er í höndum stjórnarformannsins að ákveða hver besta lausnin fyrir félagið sé," sagði Villas-Boas varðandi Modric.
Tengdar fréttir Freund verður aðstoðarmaður Villas-Boas Portúgalinn Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er búinn að finna sér aðstoðarmann en hann hefur ráðið Þjóðverjann Steffen Freund sem sinn aðstoðarmann. 11. júlí 2012 20:30 Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Sjá meira
Freund verður aðstoðarmaður Villas-Boas Portúgalinn Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er búinn að finna sér aðstoðarmann en hann hefur ráðið Þjóðverjann Steffen Freund sem sinn aðstoðarmann. 11. júlí 2012 20:30