Villas-Boas: Lærði af mistökum mínum hjá Chelsea Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2012 22:45 Nordicphotos/Getty André Villas-Boas ræddi í fyrsta skipti við breska blaðamenn í dag eftir að hafa tekið við starfi knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Villas-Boas, sem er aðeins 34 ára, tók við liði Chelsea síðastliðið sumar eftir að hafa náð frábærum árangri með Porto í heimalandi sínu, Portúgal. Árangur Chelsea undir stjórn Villas-Boas var ekki nógu góður að mati eigandans Roman Abramovich. Portúgalinn var því látinn taka poka sinn en ráðning hans hafði verið kynnt sem ráðning til framtíðar. Þrátt fyrir að hafa verið rekinn eftir innan við ár í starfi vildi Villas-Boas ekki viðurkenna að um klúður hafi verið af hans hálfu. „Ég ber ekki einn ábyrgð á klúðrinu. Því er ég ekki sammála," svaraði Villas Boas spurningu blaðamanns í dag. Portúgalinn mátti sjá eftirmann sinn, Roberto Di Matteo, stýra Chelsea til sigurs í enska bikarnum og Meistaradeild Evrópu. „Það má ekki gleyma því að leikmannahópurinn var myndaður með framtíðina í hug. Eigandinn, sem tók ákvörðunina (um að reka mig) sem ég virði þó svo að ég hafi ekki verið henni sammála, sagði upp samningnum." „Þetta er aldrei eins manns klúður, ég get ekki verið sammála því. Ég gerði mistök sem ég hef lært af en ákvörðunin um að binda endi á verkefnið var ekki mín. Hún kom frá eiganda Chelsea," sagði Villas-Boas. Portúgalinn segist ætla að byggja á því góða starfi sem Harry Redknapp hefur skilað hjá Tottenham undanfarin ár. „Að skilja við það sem Harry lætur eftir sig væru mistök. Ég reyni að byggja á því og nýta til þess að skila bikurum í hús hjá Tottenham," sagði Villas-Boas sem fengið hefur til liðs við sig belgíska miðvörðinn Jan Vertonghen auk Gylfa Þórs Sigurðssonar. Óvissa ríkir um framtíð króatíska miðjumannsins Luka Modric. Villas-Boas hrósaði Modric í hástert en Króatinn er þrálátlega orðaður við brottför frá félaginu. Real Madrid þykir líklegur áfangastaður kappans. „Það er í höndum stjórnarformannsins að ákveða hver besta lausnin fyrir félagið sé," sagði Villas-Boas varðandi Modric. Tengdar fréttir Freund verður aðstoðarmaður Villas-Boas Portúgalinn Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er búinn að finna sér aðstoðarmann en hann hefur ráðið Þjóðverjann Steffen Freund sem sinn aðstoðarmann. 11. júlí 2012 20:30 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
André Villas-Boas ræddi í fyrsta skipti við breska blaðamenn í dag eftir að hafa tekið við starfi knattspyrnustjóra enska úrvalsdeildarfélagsins Tottenham Hotspur. Villas-Boas, sem er aðeins 34 ára, tók við liði Chelsea síðastliðið sumar eftir að hafa náð frábærum árangri með Porto í heimalandi sínu, Portúgal. Árangur Chelsea undir stjórn Villas-Boas var ekki nógu góður að mati eigandans Roman Abramovich. Portúgalinn var því látinn taka poka sinn en ráðning hans hafði verið kynnt sem ráðning til framtíðar. Þrátt fyrir að hafa verið rekinn eftir innan við ár í starfi vildi Villas-Boas ekki viðurkenna að um klúður hafi verið af hans hálfu. „Ég ber ekki einn ábyrgð á klúðrinu. Því er ég ekki sammála," svaraði Villas Boas spurningu blaðamanns í dag. Portúgalinn mátti sjá eftirmann sinn, Roberto Di Matteo, stýra Chelsea til sigurs í enska bikarnum og Meistaradeild Evrópu. „Það má ekki gleyma því að leikmannahópurinn var myndaður með framtíðina í hug. Eigandinn, sem tók ákvörðunina (um að reka mig) sem ég virði þó svo að ég hafi ekki verið henni sammála, sagði upp samningnum." „Þetta er aldrei eins manns klúður, ég get ekki verið sammála því. Ég gerði mistök sem ég hef lært af en ákvörðunin um að binda endi á verkefnið var ekki mín. Hún kom frá eiganda Chelsea," sagði Villas-Boas. Portúgalinn segist ætla að byggja á því góða starfi sem Harry Redknapp hefur skilað hjá Tottenham undanfarin ár. „Að skilja við það sem Harry lætur eftir sig væru mistök. Ég reyni að byggja á því og nýta til þess að skila bikurum í hús hjá Tottenham," sagði Villas-Boas sem fengið hefur til liðs við sig belgíska miðvörðinn Jan Vertonghen auk Gylfa Þórs Sigurðssonar. Óvissa ríkir um framtíð króatíska miðjumannsins Luka Modric. Villas-Boas hrósaði Modric í hástert en Króatinn er þrálátlega orðaður við brottför frá félaginu. Real Madrid þykir líklegur áfangastaður kappans. „Það er í höndum stjórnarformannsins að ákveða hver besta lausnin fyrir félagið sé," sagði Villas-Boas varðandi Modric.
Tengdar fréttir Freund verður aðstoðarmaður Villas-Boas Portúgalinn Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er búinn að finna sér aðstoðarmann en hann hefur ráðið Þjóðverjann Steffen Freund sem sinn aðstoðarmann. 11. júlí 2012 20:30 Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Dagskráin í dag: Snóker og golf, aftur Sport Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Sænsku meistararnir örugglega áfram Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Freund verður aðstoðarmaður Villas-Boas Portúgalinn Andre Villas-Boas, stjóri Spurs, er búinn að finna sér aðstoðarmann en hann hefur ráðið Þjóðverjann Steffen Freund sem sinn aðstoðarmann. 11. júlí 2012 20:30