Le Tissier blæs á frásögn Lundekvam | Veðjaði samt sjálfur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. júlí 2012 23:30 Matt Le Tissier Nordicphotos/Getty Enski knattspyrnumaðurinn Matt Le Tissier, sem lék með Southampton í enska boltanum á árunum 1996-2008, segist aldrei hafa komið nálægt veðmálum í tengslum við fótbolta ef frá er talið eitt atvik. „Ef frá er talið þetta eina atvik sem ég fjallaði um í ævisögu minni hef ég aldrei tekið þátt í veðmálabraski og skil ekkert í frásögnum Lundekvam," skrifaði Le Tissier á Twitter-síðu sína í morgun. Norðmaðurinn Claus Lundekvam greindi frá því í gær að fyrirliðar í ensku úrvalsdeildinni hefðu tekið þátt í ýmiskonar svindli í enska boltanum. „Um tíma gerðum við þetta nánast vikulega og þénuðum ansi vel á því. Við veðjuðum á flest það sem við gátum haft áhrif á," sagði Lundekvam um veðmálabrask í ensku úrvalsdeildinni. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2009 sagði Le Tissier frá því þegar hann reyndi að græða tíu þúsund pund í leik gegn Wimbledon í ensku úrvalsdeildinni. Le Tissier hafði ásamt vinum sínum veðjað á að fyrsta innkastið myndi eiga sér stað áður en mínúta væri liðin af leiknum. Gróði Le Tissier hefði verið um 10 þúsund pund eða sem nemur um tveimur milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Áætlun hans fór út um þúfur. „Vandamálið var að Neil Shipperley (samherji Le Tissier hjá Southampton) vissi ekki af veðmálinu og skallaði boltann áður en hann fór út af vellinum," skrifaði Le Tissier í ævisögu sinni en hann hafði þá spyrnt boltanum með það að markmiði að hann hafnaði utan vallar. „Ég hljóp um sem mest ég mátti til þess að koma boltanum útaf. Við hefðum tapað miklum fjármunum hefði boltinn ekki farið útaf fyrstu 75 sekúndurnar," segir Le Tissier. Boltinn hafnaði loks utan vallar eftir 75 sekúndur og segir Le Tissier að hann og veðmálafélagar hafi hvorki tapað né grætt á þeirri niðurstöðu. Lundekvam lék með Southampton frá 1996-2008 og var því ekki orðinn leikmaður liðsins þegar atvikið átti sér stað. Francis Benali, sem einnig bar fyrirliðabandið hjá Southampton um tíma, hafnar alfarið þeirri sögu sem Lundekvam hefur að segja. Segir Benali að stemmningin í búningsklefum ensku liðanna sé þess eðlis að slíkt hefði ekki farið framhjá neinum. Hann komi alveg af fjöllum og er ósáttur við að að hann sé sakaður um slíkt. Það er haft eftir honum í viðtali við BBC. Benali bendir jafnframt á vandamál Lundekvam við áfengi og eiturlyf en hann var árið 2010 sektaður fyrir líkamsárás á Englandi. Tengdar fréttir Fyrirliðar í enska boltanum svindluðu Norðmaðurinn Claus Lundekvam, fyrrum fyrirliði Southampton, hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í ýmis konar svindli í enska boltanum sem hafi skaffað honum háar fjárhæðir. 11. júlí 2012 15:00 Lundekvam: Hagræðing úrslita á sér stað í norska boltanum Norska knattspyrnusambandið tók þá ákvörðun í gær að fresta viðureign Ull/Kisa og HamKam í b-deild norska boltans vegna gruns um hagræðingu úrslita. 9. júlí 2012 17:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Enski knattspyrnumaðurinn Matt Le Tissier, sem lék með Southampton í enska boltanum á árunum 1996-2008, segist aldrei hafa komið nálægt veðmálum í tengslum við fótbolta ef frá er talið eitt atvik. „Ef frá er talið þetta eina atvik sem ég fjallaði um í ævisögu minni hef ég aldrei tekið þátt í veðmálabraski og skil ekkert í frásögnum Lundekvam," skrifaði Le Tissier á Twitter-síðu sína í morgun. Norðmaðurinn Claus Lundekvam greindi frá því í gær að fyrirliðar í ensku úrvalsdeildinni hefðu tekið þátt í ýmiskonar svindli í enska boltanum. „Um tíma gerðum við þetta nánast vikulega og þénuðum ansi vel á því. Við veðjuðum á flest það sem við gátum haft áhrif á," sagði Lundekvam um veðmálabrask í ensku úrvalsdeildinni. Í ævisögu sinni sem kom út árið 2009 sagði Le Tissier frá því þegar hann reyndi að græða tíu þúsund pund í leik gegn Wimbledon í ensku úrvalsdeildinni. Le Tissier hafði ásamt vinum sínum veðjað á að fyrsta innkastið myndi eiga sér stað áður en mínúta væri liðin af leiknum. Gróði Le Tissier hefði verið um 10 þúsund pund eða sem nemur um tveimur milljónum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Áætlun hans fór út um þúfur. „Vandamálið var að Neil Shipperley (samherji Le Tissier hjá Southampton) vissi ekki af veðmálinu og skallaði boltann áður en hann fór út af vellinum," skrifaði Le Tissier í ævisögu sinni en hann hafði þá spyrnt boltanum með það að markmiði að hann hafnaði utan vallar. „Ég hljóp um sem mest ég mátti til þess að koma boltanum útaf. Við hefðum tapað miklum fjármunum hefði boltinn ekki farið útaf fyrstu 75 sekúndurnar," segir Le Tissier. Boltinn hafnaði loks utan vallar eftir 75 sekúndur og segir Le Tissier að hann og veðmálafélagar hafi hvorki tapað né grætt á þeirri niðurstöðu. Lundekvam lék með Southampton frá 1996-2008 og var því ekki orðinn leikmaður liðsins þegar atvikið átti sér stað. Francis Benali, sem einnig bar fyrirliðabandið hjá Southampton um tíma, hafnar alfarið þeirri sögu sem Lundekvam hefur að segja. Segir Benali að stemmningin í búningsklefum ensku liðanna sé þess eðlis að slíkt hefði ekki farið framhjá neinum. Hann komi alveg af fjöllum og er ósáttur við að að hann sé sakaður um slíkt. Það er haft eftir honum í viðtali við BBC. Benali bendir jafnframt á vandamál Lundekvam við áfengi og eiturlyf en hann var árið 2010 sektaður fyrir líkamsárás á Englandi.
Tengdar fréttir Fyrirliðar í enska boltanum svindluðu Norðmaðurinn Claus Lundekvam, fyrrum fyrirliði Southampton, hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í ýmis konar svindli í enska boltanum sem hafi skaffað honum háar fjárhæðir. 11. júlí 2012 15:00 Lundekvam: Hagræðing úrslita á sér stað í norska boltanum Norska knattspyrnusambandið tók þá ákvörðun í gær að fresta viðureign Ull/Kisa og HamKam í b-deild norska boltans vegna gruns um hagræðingu úrslita. 9. júlí 2012 17:00 Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Sjá meira
Fyrirliðar í enska boltanum svindluðu Norðmaðurinn Claus Lundekvam, fyrrum fyrirliði Southampton, hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í ýmis konar svindli í enska boltanum sem hafi skaffað honum háar fjárhæðir. 11. júlí 2012 15:00
Lundekvam: Hagræðing úrslita á sér stað í norska boltanum Norska knattspyrnusambandið tók þá ákvörðun í gær að fresta viðureign Ull/Kisa og HamKam í b-deild norska boltans vegna gruns um hagræðingu úrslita. 9. júlí 2012 17:00