Fleiri fréttir

Hallgrímur skoraði í sigri GAIS í Íslendingaslag gegn Halmstad

GAIS endaði tímabilið með góðum 1-3 sigri gegn Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Hallgrímur Jónasson og Eyjólfur Héðisson léku allan leikinn með GAIS og áttu góðan leik en Hallgrímur skoraði þriðja mark GAIS og Eyjólfur lagði upp annað mark liðsins.

Birmingham ætlar ekki að eyða 40 milljónum punda í stórstjörnur

Sammy Yu, nýráðinn aðstoðarstjórnarformaður Birmingham, hefur ítrekað að þrátt fyrir að félagið ætli sér vissulega að eyða peningum til leikmannakaupa þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar ætli það sér ekki að kaupa neinar stórstjörnur.

West Ham tilbúið að hlusta á kauptilboð í Upson

Samkvæmt heimildum Sunday Mirror munu fjárhagsvandræði West Ham gera það að verkum að félagið er talið reiðubúið að hlusta á kauptilbið í fyrirliðann Matthew Upson þegar félagaskiptaglugginn opnar að nýju í janúar.

Giggs: Ég vill þjálfa velska landsliðið

Hinn sigursæli Ryan Giggs sem hefur unnið ellefu deildartitla, tvo meistaradeildartitla, fjóra FA-bikartitla, þrjá deildarbikartitla auk annarra verðlauna á ferli sínum með Manchester United hefur ekki notið sömu velgengni með landsliðið sínu.

Chelsea, Liverpool og United munu berjast um Villa

Breskir fjölmiðlar sjá fyrir sér spennandi kapphlaup um framherjann eftirsótta David Villa hjá Valencia þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar og telja að Chelsea, Liverpool og Manchester United muni tjalda öllu til þess að fá leikmanninn í sínar raðir.

Barcelona missteig sig gegn Osasuna

Barcelona gerði 1-1 jafntefli við Osasuna í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik en flest benti til þess að mark Seydou Keita á 73. mínútu myndi duga katalónunum til sigurs.

Ancelotti: Skiptir mestu máli að spila vel og vinna

Knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea var vitanlega ánægður með 0-4 sigur sinna manna gegn Bolton á Reebok-leikvanginum í dag en varaði þó við því að það væri ekki raunhæft að skora alltaf mikið af mörkum um hverja helgi.

Blackburn engin fyrirstaða fyrir United

Englandsmeistarar Manchester United unnu 2-0 sigur gegn Blackburn á heimavelli sínum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Framherjarnir Dimitar Berbatov og Wayne Rooney skoruðu mörkin.

Higuain með tvennu í mikilvægum sigri Real Madrid

Real Madrid náði að rétta úr kútnum eftir afleitt gengi undanfarið með 2-0 sigri gegn Getafa í spænsku úrvalsdeildinni en Argentínumaðurinn Gonzalo Higuain skoraði bæði mörk liðsins.

Benitez: Þetta var óneitanlega mjög svekkjandi

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool gat ekki leynt vonbrigðum sínum í leikslok í dag eftir 3-1 tap gegn Fulham þar sem tveir leikmenn Liverpool fengu að líta rauða spjaldið.

Enska b-deildin: Reading hafði betur í Íslendingaslag

Aron Einar Gunnarsson lék á nýjan leik með Coventry eftir meiðsli í 1-3 tapi gegn Reading í dag þar sem Gylfi Þór Sigurðsson og Ívar Ingimarsson léku allan leikinn með Reading en Brynjar Björn Gunnarsson var ónotaður varamaður.

Enska úrvalsdeildin: Úrslit og markaskorarar

Liverpool varð fyrir áfalli í toppbaráttu deildarinnar þegar liðið tapaði 3-1 gegn Fulham í skrautlegum leik þar sem tveir leikmenn Liverpool, Philipp Degen og Jamie Carragher, fengu að líta rautt spjald í síðari háfleik.

Wenger: Við getum unnið deildina

Knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal var kokhraustur eftir 3-0 sigur liðs síns gegn Tottenham á Emirates-leikvanginum í dag.

Balotelli með svínaflensu - ekki með Inter á morgun

Knattspyrnustjórinn Jose Mourinho hjá Inter hefur staðfest að framherjinn Mario Balotelli geti ekkki leikið með Inter á morgun þegar Ítalíumeistararnir heimsækja Livorno vegna þess að hann er með einkenni svínaflensu.

Ekkert lát á ógöngum Tottenham gegn Arsenal

Arsenal vann 3-0 sigur gegn Tottenham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni á Emirates-leikvanginum í dag. Robin van Persie skoraði tvö mörk fyrir Arsenal og Cesc Fabregas eitt.

Brown rekinn tapi Hull í dag - Jewell klár að taka við

Samkvæmt heimildum Daily Telegraph mun starf knattspyrnustjórans Phil Brown hjá Hull hanga á bláþræði. Gengi liðsins hefur ekki verið gott í upphafi tímabilsins og er það í raun framhald á hörmulegu gengi liðsins á lokakafla síðasta tímabils.

Erik Moen: Íslensk félög hafa það betra en þau norsku

Norðmaðurinn Tor Erik Moen, sem kom til Grindvíkinga frá Haugesund síðasta sumar og spilaði átta leiki í Pepsi-deildinni, upplýsir í viðtali við norska dagblaðið Namdalsavisa að hann sé í viðræðum við félagið um nýjan eins árs samning.

Ronaldo: Yrði frábært að fá Rooney til Real Madrid

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur fundið sig vel með Real Madrid og skorað níu mörk í sjö leikjum til þessa með félaginu eftir 80 milljón punda félagaskiptin frá Manchester United í sumar.

Redknapp: Engar líkur að Ferdinand yfirgefi United

Knattspyrnustjórinn Harry Redknapp hjá Tottenham hefur tekið fyrir það að hann sé að undirbúa kauptilboð í varnarmanninn Rio Ferdinand hjá Englandsmeisturum Manchester United eins og breskir fjölmiðlar vildu meina.

Mascherano hefur trú á sínum mönnum

Javier Mascherano, leikmaður Liverpool, hefur fulla trú á því að liðið geti enn unnið enska meistaratitilinn þrátt fyrir að liðið hafi hikstað nokkuð illa í haust.

King á framtíð í boltanum

Umboðsmaður Marlon King telur að hann eigi sér framtíð í knattspyrnu þó svo að hann hafi verið dæmdur til átján mánaðar fangelsisvistar nú í vikunni.

Gerrard meiddur og Aquilani veikur

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur staðfest að þeir Steven Gerrard og Glen Johnson eru báðir meiddir og missa af leik liðsins gegn Fulham á morgun. Þá er Alberto Aquilani veikur.

Leik Dinamo Kiev og Inter frestað útaf svínaflensu?

Stjórnvöld í Úkraínu hafa gefið út að verið sé að vinna í því að fresta leik Dinamo Kiev og Inter sem fara á fram í Meistaradeild Evrópu á næstkomandi miðvikudag vegna mikillar útbreiðslu svínaflensunar í landinu.

Ingvar Þór: Kom mér dálítið í opna skjöldu

Ljóst er að reynsluboltinn Ingvar Þór Ólason mun ekki leika með Fram næsta sumar. Samnningur Ingvars Þórs við Fram átti að renna út um áramótin en félagið hefur tilkynnt að það muni ekki bjóða honum nýjan samning.

Ronaldo: Við vinnum þrennuna á þessu tímabili

Portúgalinn Cristiano Ronaldo hjá Real Madrid hefur greinilega ekki miklar áhyggjur af slöku gengi liðsins upp á síðkastið ef marka má nýlegt viðtali við kappann í spænska blaðinu AS.

Arsenal með ungan Ítala undir smásjánni

U-21 árs landsliðsmaðurinn Angelo Ogbonna sem leikur með ítalska b-deildarfélaginu Torino er eftirsóttur þessa dagana en varnarmaðurinn hefur til að mynda verið orðaður við Inter og Juventus undanfarið.

Jökull og Högni semja við Breiðablik

Pepsi-deildarlið Breiðabliks hefur fengið liðsstyrk þar sem liðið samdi við þá Jökul I. Elísabetarson og Högna Helgason í dag en samningar beggja leikmanna eru til þriggja ára.

Campbell sterklega orðaður við Newcastle

Varnarmaðurinn Sol Campbell hefur rætt við forráðamenn Newcastle um að ganga í raðir félagsins þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar samkvæmt heimildum nefmiðilsins ESPN Soccernet.

Sjá næstu 50 fréttir