Fleiri fréttir

Umfjöllun: Fylkismenn tóku stigin þrjú í Eyjum

Fallegt veður var á Hásteinsvelli þar sem ÍBV tóku á móti Fylki. Kári Þorleifsson, vallarstjóri, varaði liðin þó við að völlurinn væri mjög blautur, en það hefur nánast ringt stanslaust í viku í Vestmannaeyjum.

Zola hefur miklar áhyggjur af Ashton

Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham, hefur ekki hugmynd um hvenær Dean Ashton geti spilað með liðinu á ný. Hann hefur verið meiddur í eitt ár.

Podolski sér ekki eftir að hafa farið aftur til Köln

Lukas Podolski og félagar í Köln eru ekki í alltof góðum málum á botni þýsku bundesligunnar eftir að hafa aðeins náð í eitt stig út úr fyrstu fimm umferðunum. Þýski landsliðsmaðurinn yfirgaf Bayern Munchen í sumar en sér ekki eftir því að hafa gengið til liðs við sína gömlu félaga. Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir liðið um síðustu helgi en það kom þó ekki í veg fyrir enn eitt tapið.

Markvörður Lazio vekur áhuga á stórliða á Englandi

Samkvæmt heimildum vefmiðilsins Tuttomercatoweb.com eru ensku félögin Manchester United, Manchester City og Arsenal öll áhugasöm á að fá markvörðinn Fernando Muslera í sínar raðir en þessi 23 ára gamli landsliðsmaður Úrúgvæ leikur með Lazio.

Keller: Við viljum nota Eið Smára sem framherja

Marc Keller, framkvæmdarstjóri Mónakó, tjáir sig um stöðu mála hjá franska félaginu í viðtali við dagblaðið Nice-Matin og þar ræðir hann meðal annars um komu Eiðs Smára til félagsins.

Chelsea bjargaði króatísku félagi frá gjaldþoti

Króatíska félagið Inter Zapresic bjargaði mjög slæmri fjárhagsstöðu sinni með að gera samning við Chelsea um að enska úrvalsdeildarfélagið hafi forgang á önnur félög að kaupa markvörð liðsins, Matej Delac.

CSKA Sofia búið að segja upp samningnum við Garðar

Garðar Gunnlaugsson er hættur að spila með búlgarska liðinu CSKA Sofia eftir að hann og félagið sömdu um að slíta samningi hans við félagið. Í frétt á heimasíðu CSKA kemur fram að Garðar sér frjálst að reyna fyrir sér hjá öðru félagi.

Verður Ronaldinho áfram á bekknum hjá AC Milan?

Leonardo, þjálfari AC Milan, stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun fyrir leik liðsins á móti Bologna í ítölsku deildinni á sunnudaginn. Hann þarf að ákveða það hvort að Ronaldinho verði áfram á varamannabekknum.

Kostar 250 milljónir evra að kaupa upp samning Messi

Samkvæmt spænska dagblaðinu Sport hefur argenínski snillingurinn Lionel Messi hjá Barcelona nú samþykkt nýjan samning sem mun halda honum á Nývangi til ársins 2016 en hann mun í þokkabót verða hæst launaðasti leikmaður félagsins.

Fabregas og Eboue ósáttir með framgöngu Adebayor

Leikur Manchester City og Arsenal ætlar heldur betur að draga dilk á eftir sér fyrir framherjann Emmanuel Adebayor hjá City því hann virðist vera búinn að mála sig út í horn hjá fleiri aðilum en aganefnd enska knattspyrnusambandsins því fyrrum liðsfélagar hans hjá Arsenal keppast nú um að segja skoðun sína á hegðun hans í leiknum.

Daniel Agger verður tilbúinn í næstu viku

Það eru góðar fréttir af Daniel Agger, miðverði Liverpool, sem er allur að braggast og ætti að vera orðinn tilbúinn í slaginn í næstu viku. Agger hefur verið að glíma við langvinn bakmeiðsli.

Leikur ÍBV og Fylkis færður vegna slæmrar veðurspár

Leikir 21. umferðar Pepsi-deildar karla fara ekki allir fram á sama tíma eins og venjan er með næstsíðustu umferð Íslandsmótsins. Leikur ÍBV og Fylkis var í dag færður fram um einn dag og hefur verið settur á morgun klukkan 14:00.

Nesta: Var hræddur um að ferillinn væri á enda

Varamaðurinn Alessandro Nesta hjá AC Milan vonst til þess að vera búinn losna við meiðslavandræði fyrir fullt og allt eftir að hafa misst af nær öllu síðasta tímabili vegna bakmeiðsla.

Opnar Eiður Smári markareikning sinn á morgun?

Eiður Smári Guðjohnsen ætti að geta nýtt sér vandræðaganginn í varnarleik Nice þegar hann mætir með Mónakó á Stade Du Ray á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Nene leikmaður ágústmánaðar í frönsku 1. deildinni

Brasilíumaðurinn Nene sem skoraði seinna mark Monakó um helgina í 2-0 sigrinum á Paris St. Germain hefur ekki alltaf baðað sig í sviðsljósinu. Þessi örvfætti leikmaður lék með Palmeiras og Santos í Brasilíu áður en hann freistaði gæfunnar á Spáni.

Torres: Er ekki að hugsa um að snúa aftur til Spánar

Framherjinn Fernando Torres hjá Liverpool hefur ítrekað að hann sé ánægður á Anfield og sé ekkert að hugsa um að snúa aftur til Spánar en sögusagnir komumst á kreik í sumar um að hann væri farinn að hugsa sig til hreyfings.

Landsliðsþjálfarinn fórnarlamb vinnustaðahrekks

Það tók heldur óvenjuleg sjón við Landsliðsþjálfaranum Sigurði Ragnari Eyjólfssyni þegar hann steig inn á skrifstofu sína á leikdag í gær fyrir leik Íslands og Eistlands í undankeppni HM 2011.

Ferguson: City-menn eru að springa úr monti

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United telur að samkeppnin og hatrið á milli United og City sé búið að hækka um nokkur stig eftir öll kaup City í sumar og auglýsingaherferð félagsins þar sem andlit Carlos Tevezar, fyrrum leikmanns United, var notað á skiltum víðs vegar um Manchester-borg.

Adebayor sér ekki eftir að hafa traðkað á Van Persie

Framherjinn Emmanuel Adebayor hjá Manchester City var í gær dæmdur í þriggja leikja bann af aganefnd enska knattspyrnusambandsins fyrir að traðka á hausnum á fyrrum liðsfélaga sínum Robin Van Persie hjá Arsenal í leik liðanna um síðustu helgi.

Neill samdi við Everton

Ástralinn Lucas Neill samdi í kvöld við Everton og mun spila með liðinu til loka leiktíðarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Tölfræðin úr leiknum í kvöld - Hólmfríður átti 12 af 42 skotum

Hólmfríður Magnúsdóttir skaut oftast á marki Eistlendinga í 12-0 sigri íslenska kvennalandsliðsins á Laugardalsvelli í kvöld en Dóra María Lárusdóttir skapaði aftur á móti flest skotfæri fyrir félaga sína eða alls 6. Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir skoruðu báðar þrennu í leiknum og Edda Garðarsdóttir átti fjórar stoðsendingar.

Margrét Lára: Vonandi búnar að setja smá pressu á þær frönsku

„Það er langt síðan að maður hefur spilað leik þar sem að maður hefur verið í sókn í 90 mínútur," sagði Margrét Lára Viðarsdóttir eftir 12-0 sigur á Eistlandi í kvöld. Margrét Lára skoraði þrennu í fyrri hálfleik en annað mark hennar í leiknum var það fimmtugasta sem hún skorar fyrir kvennalandsliðið.

Hólmfríður: Við kláruðum þennan leik með stæl

Hólmfríður Magnúsdóttir var kát í leikslok eftir 12-0 sigur á Eistlandi í kvöld. Hólmfríður reyndi mikið í leiknum og átti alls tólf skot að marki eistneska liðsins og þar af enduðu þrjú þeirra í markinu.

Katrín: Þrennan kemur bara einhvern tímann seinna

„Mótspyrnan var ekki mikil í dag en ég vissi ekkert um þetta lið og ég hélt að þær væru aðeins betri en þetta," sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins eftir 12-0 sigur á Eistlendingum í Laugardalnum í kvöld.

Fernando Torres búinn að gefa út ævisöguna sína

Fernando Torres, spænski landsliðsframherjinn hjá Liverpool, er búinn að gefa út ævisögu sína þrátt fyrir að vera aðeins 25 ára gamall. Bókin kom út í dag og heitir "Torres: El Nino - My Story" eða Torres: Strákurinn - sagan mín.

Stórsigur Everton

Everton vann í kvöld 4-0 sigur á AEK frá Aþenu í Evrópudeildinni í knattspyrnu á heimavelli í kvöld.

Toni ætlar að sanna sig með varaliði Bayern München

Ítalski landsliðsframherjinn Luca Toni hefur til þessa ekki fengið tækifæri með Bayern München eftir að knattspyrnustjórinn Louis van Gaal tók við sem knattspyrnustjóri félagsins í sumar en Toni var þá að stíga upp úr erfiðum meiðslum.

Hart: Stjórn Portsmouth styður við bakið á mér

Knattspyrnustjórinn Paul Hart hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Portsmouth hefur ekki átt sjö dagana sæla í starfi sínu undanfarið og er efstur á lista hjá flestum veðbönkum fyrir að verða fyrsti stjórinn sem verði látinn taka pokann sinn á yfirstandandi tímabili.

Celtic tapaði í Ísrael

Fjölmörgum leikjum er lokið í Evrópudeildinni og hafa þó nokkuð óvænt úrslit litið dagsins ljós.

Davenport: Vil þakka blóðgjöfum, þið björguðu lífi mínu

Varnarmaðurinn Calum Davenport hjá West Ham er enn rúmfastur á sjúkrahúsi í Bedford á Englandi þar sem hann jafnar sig eftir hrottalega áras sem hann varð fyrir 22. ágúst síðast liðinn þegar hann var stunginn með hnífi í báða fætur.

Fyrstu Evrópuleikirnir með marklínu-dómarara í kvöld

Það verður fimm manna dómarasveit sem mætir til leiks þegar Evrópudeildin fer af stað í kvöld. Þetta verður í fyrsta sinn sem sérstakir marklínu-dómarar verða á alvöru leikjum á vegum FIFA en gerðar hafa verið tilraunir með fimm dómara á mótum yngri landsliða.

Eiður Smári ekki farinn að tala frönsku - myndband

Eiður Smári Guðjohnsen er mikill tungumálamaður eins og þekkt er en hann þarf þó einhvern tíma til að fara að tala frönsku í viðtölum við fjölmiðla. Á heimasíðu AS Monaco má finna myndband með viðbrögðum leikmanna liðsins eftir 2-0 sigur á Paris Saint-Germain í fyrsta leik Eiðs Smára um síðustu helgi.

Magnús: Þetta var sjálfsmark

Magnús Þórisson, dómari, er handviss um að það sé rétt að skrá fyrsta mark Fram gegn Fjölni á þriðjudagskvöldið sem sjálfsmark Ásgeirs Arons Ásgeirssonar.

Xabi Alonso frá í allt að tíu daga vegna meiðsla

Xabi Alonso, miðjumaður Real Madrid, meiddist í 5-2 sigri liðsins á FC Zurich á þriðjudaginn og nú er orðið ljóst að meiðslin hans eru það alvarlega að hann verður frá í tíu daga. Hann tognaði á vöðva á fæti.

Mark Fram skráð sem sjálfsmark - Myndband

Paul McShane skoraði fyrsta mark Fram gegn Fjölni í vikunni að flestra mati. Engu að síður skráði Magnús Þórisson dómari markið sem sjálfsmark Ásgeirs Arons Ásgeirssonar.

Sjá næstu 50 fréttir