Fleiri fréttir

Porto var sterkara en Barcelona

Portúgalski miðjumaðurinn Deco hjá Chelsea vann sigur í Meistaradeildinni árin 2004 og 2006, fyrst með Porto og síðar með Barcelona.

Adebayor verður ekki með gegn Roma

Tógómaðurinn Emmanuel Adebayor verður ekki í liði Arsenal á miðvikudagskvöldið þegar liðið sækir Roma heim í Meistaradeildinni.

Sigurður Ragnar: Danska liðið var betra

Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari bar sig ágætlega eftir tapið gegn Dönum í dag þó svo hann væri eðlilega svekktur með úrslitin.

Eiður tippar á Chelsea og United

Eiður Smári Guðjohnsen hefur trú á að ensku liðin Chelsea og Manchester United muni komast áfram í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar í vikunni.

Guðjón búinn að skrifa undir nýjan samning við Crewe

Guðjón Þórðarson verður áfram stjóri Crewe Alexandra á næsta tímabili eins og flest allt benti til. Guðjón skrifaði undir nýjan samning í dag eftir hann fékk fulla vitneskju um hvernig málum verður háttað hjá félaginu í nánustu framtíð.

Eru ekki búnar að mæta Dönum í tólf ár

Það er allt annað en daglegt brauð að íslenska kvennalandsliðið í fótbolta mæti frænkum sínum frá Danmörku í A-landsleik. Í raun er landsleikur þjóðanna aðeins sá þriðji í sögunni og ennfremur sá fyrsti í tólf ár.

Ranieri ætlar að skora snemma á móti Chelsea

Claudio Ranieri, þjálfari ítalska liðsins Juventus, segir það nauðsynlegt fyrir sitt lið að skora snemma í seinni leiknum á móti Chelsea í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar ætli Juve sér áfram í átta liða úrslitin.

Sigurður Ragnar gefur Maríu tækifærið

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, gefur Maríu Björgu Ágústsdóttur, tækifæri í marki íslenska landsliðsins á móti Danmörku í Algarve-bikarnum í dag.

Ronaldo fagnaði eins og brjálæðingur

Brasilíumaðurinn Ronaldo gjörsamlega missti stjórn á sér þegar hann opnaði markareikninginn fyrir Corinthians í nótt. Ronaldo kom inn á sem varamaður og tryggði Corinthians 1-1 jafntefli.

Guðjón ætlar að vera lengi hjá Crewe

Guðjón Þórðarson ætlar að vera lengi hjá Crewe ef marka má frétt á The Sentinel í dag. Crewe vann mikilvægan 2-1 sigur á Hereford í botnbaráttuslag í ensku C-deildinni um helgina. Eftir sigurinn eru lærisveinar Guðjóns komnir tveimur stigum frá fallsæti.

Moyes ekki sáttur með að spila á Wembley

David Moyes, stjóri Everton, er ekki ánægður með að undanúrslitaleikir enska bikarsins skuli fara fram á Wembley, þjóðarleikvangi Englendinga í Lundúnum.

Wenger bjóst ekki við Eduardo svona sterkum til baka

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hrósaði mikið brasilíska Króatanum Eduardo eftir 3-0 bikarsigur Arsenal á Burnley. Eduardo skoraði eitt marka Arsenal á frábæran hátt en hann bar fyrirliðabandið í leiknum.

Inzaghi skoraði þrennu í sigri AC Milan

Filippo Inzaghi skoraði þrennu í öruggum 3-0 sigri AC Milan á Atalanta í ítölsku A-deildinni í dag. Sigurinn léttir nokkurri pressu af þjálfaranum Carlo Ancelotti.

Einstök félög þurfa einstaka stjóra

Jose Mourinho þjálfari Inter hefur alltaf sagt að honum þætti gaman að snúa aftur til Englands einn daginn. Hann útilokar ekki að taka við Manchester United í framtíðinni ef tækifæri gæfist.

Vaduz tapaði

Íslendingalið FC Vaduz tapaði í dag 3-1 fyrir Xamax FC í svissnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Arsenal í fjórðungsúrslitin

Arsenal vann sér í dag sæti í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar eftir 3-0 sigur á Burnley á heimavelli í dag.

Viðræður enn í gangi

Viðræður eru enn í gangi um sölu enska knattspyrnufélagsins Liverpool til fjárfestingahóps í Kúvæt.

Jói Kalli í byrjunarliðinu

Jóhannes Karl Guðjónsson er í byrjunarliði Burnley sem mætir Arsenal í ensku bikarkeppninni í dag en leikurinn er nú nýhafinn.

Ferdinand meiddur á ökkla

Rio Ferdinand er tæpur fyrir leik Manchester United gegn Inter í Meistaradeild Evrópu en hann meiddist í leik United og Fulham í gær.

Eiður vill spila aftur með PSV

Eiður Smári Guðjohnsen segir vel geta hugsað sér að spila með PSV Eindhoven í Hollando á nýjan leik áður en ferli hans lýkur.

Guðjón lagði mig í einelti

Michael O'Connor, leikmaður Crewe, segir að Guðjón Þórðarson knattspyrnustjóri liðsins hafi lagt sig í einelti strax frá fyrsta degi sínum hjá félaginu.

Börsungar með sex stiga forystu

Barcelona náði sex stiga forystu í kvöld eftir sigur á Athletic Bilbao, 2-0, í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Veigar enn á bekknum hjá Nancy

Veigar Páll Gunnarsson kom ekkert við sögu er Nancy gerði 2-2 jafntefli við Le Mans í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Auðvelt hjá Manchester United

Manchester United er komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir 4-0 sigur á Fulham á útivelli í dag.

Coleman bálreiður dómaranum

Chris Coleman, stjóri Coventry, segir að Steve Bennett hafi komið allt öðruvísi fram við sína leikmenn en stórstjörnur Chelsea í leik liðanna í dag.

Aftur vann Fjölnir 4-1

Fjölnir vann í dag 4-1 sigur á KA í Lengjubikarkeppni karla í Egilshöllinni.

Reading missteig sig

Hvorki Ívar Ingimarsson né Brynjar Björn Gunnarsson voru í leikmannahópi Reading vegna meiðsla er liðið gerði 2-2 jafntefli við Plymouth á útivelli í dag.

Ronaldo hvíldur

Cristiano Ronaldo er ekki í leikmannahópi Manchester United sem mætir Fulham á Craven Cottage í fjórðungsúrslitum ensku bikarkeppninnar í dag.

Keane bjargaði Tottenham

Robbie Keane var hetja Tottenham er hann bjargaði stigi fyrir sína menn í eina leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Aron: Sagði aldrei að Eiður væri latur

Aron Einar Gunnarsson segir að staðarblaðið í Coventry hafi haft rangt eftir sér í viðtali þar sem hann er sagður kalla Eið Smára Guðjohnsen latan leikmann.

Sjá næstu 50 fréttir