Fleiri fréttir

Marseille sektað af UEFA

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað Marseille um rúma eina og hálfa milljón króna eftir að áhorfendur á leik liðsins gegn Liverpool köstuðu kveikjara í Steven Gerrard.

Félagaskiptaglugginn lokar í febrúar

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að gefa félögum frest til 2. febrúar til að ganga frá félagaskiptum en félagaskiptaglugginn opnar nú um áramótin.

Kinnear óttast að missa Owen

Joe Kinnear, stjóri Newcastle, viðurkennir að hann er ekki vongóður um að Michael Owen skrifi undir nýjan samning við félagið.

Ronaldo kynntur sem leikmaður Corinthians

Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo var í dag kynntur opinberlega sem leikmaður Corinthians. Þessi 32 ára leikmaður yfirgaf AC Milan í júní en hann meiddist illa á hné.

Umboðsmaður Buffon blæs á kjaftasögurnar

Umboðsmaður ítalska markvarðarins Gianluigi Buffon segir fréttir fjölmiðla um hugsanleg kaup Manchester City á skjólstæðingi sínum vera hreinan uppspuna.

Marquez veit ekki við hverju má búast

Rafael Marquez, varnarmaður Barcelona, viðurkennir að Börsungar viti ekki við hverju megi búast frá andstæðingum sínum í Real Madrid þegar liðin mætast á laugardagskvöld.

Ince: Enginn krísufundur

Paul Ince, knattspyrnustjóri Blackburn, segir að fundur sinn með stjórn félagsins hafi ekki verið krísufundur. Pressan á Ince er mikil en Blackburn hefur aðeins unnið þrjá leiki af sextán.

Ronaldo bestur hjá World Soccer

Tímaritið World Soccer hefur útnefnt Cristiano Ronaldo hjá Manchester United leikmann ársins. Lionel Messi hjá Barcelona varð annar og Fernando Torres hjá Liverpool þriðji.

Ronaldo og Torres koma til greina

FIFA tilkynnti í dag hvaða leikmenn höfnuðu í efstu sætum í kosningu á besta leikmanni ársins. Það eru landsliðsþjálfarar og fyrirliðar um allan heim sem kjósa.

King: Ætlum að skemma fyrir United

Ledley King, leikmaður Tottenham, segir að sitt lið sé ákveðið í að minnka titilvonir Manchester United þegar liðin eigast við á morgun.

Grant vildi ekki Anelka

Avram Grant, fyrrum knattspyrnustjóri Chelsea, var mótfallinn kaupum á Nicolas Anelka. Franski sóknarmaðurinn gekk til liðs við Chelsea frá Bolton á 15 milljónir punda í janúar síðastliðnum.

Adam Johnson til Real Madrid?

Adam Johnson, leikmaður Middlesbrough og enska U21 landsliðsins, er á óskalista spænska stórliðsins Real Madrid.

Adriano rekinn heim af æfingu

Adriano heldur áfram að vera til vandræða í herbúðum Inter. Hann mætti í slæmu ástandi á æfingu liðsins í gær samkvæmt ítölskum fjölmiðlum.

Houllier hefur ekki áhuga

Gerard Houllier er ekki á leið aftur í ensku úrvalsdeildina. Hann hefur verið orðaður við stjórastöðuna hjá Sunderland en segist ekki hafa áhuga á henni.

Harte til Blackpool

Ian Harte, fyrrum leikmaður Leeds, gekk í kvöld til liðs við enska B-deildarliðið Blackpool.

Sven-Göran heilsaði upp á Eið Smára

Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Mexíkó, var viðstaddur æfingu hjá Barcelona og heilsaði upp á nokkra leikmenn liðsins, þeirra á meðal Eið Smára Guðjohnsen.

Eggert enn og aftur færður til

Svo gæti farið að Eggert Gunnþór Jónsson verði settur í stöðu vinstri bakvarðar þegar að Hearts mætir Celtic í skosku úrvalsdeildinni á laugardaginn.

Heiðar handviss um að mörkin muni koma

Heiðar Helguson segist fullviss um að hann muni fljótlega opna markareikning sinn fyrir QPR en hann hefur þegar komið við sögu í tveimur leikjum með félaginu.

Stjórn Crewe fundar í kvöld

Stjórn enska C-deildarfélagsins Crewe mun í kvöld funda til þess að ræða þá sem til greina koma sem eftirmaður Steve Holland sem var rekinn úr starfi í síðasta mánuði.

Chelsea segir ummæli Alex röng

Chelsea birti í dag yfirlýsingu á heimasíðu sinni þar sem fram kemur að félagið hafi enga formlega beiðni fengið frá Brasilíumanninum Alex um að verða seldur frá félaginu.

Spila Berbatov og Carrick um helgina?

Ekki er ljóst hvort Michael Carrick og Dimitar Berbatov verða tilbúnir í slaginn á laugardag þegar Manchester United mætir Tottenham. United keypti báða leikmennina frá Tottenham.

Zokora ekki á leið frá Tottenham

Didier Zokora segist elska lífið hjá Tottenham og hafa engan áhuga á að yfirgefa White Hart Lane. Juande Ramos, nýráðinn stjóri Real Madrid, er mikill aðdáandi Zokora og var leikmaðurinn orðaður við spænska liðið.

Marlon King í vandræðum

Sóknarmaðurinn Marlon King hjá Hull var handtekinn í gær þegar hann gaf sig fram við lögreglu. Hann hefur verið ásakaður um að hafa ráðist á tvítuga konu á bar á sunnudag.

Walker leystur undan samningi

Bolton hefur ákveðið að leysa markvörðinn Ian Walker undan samningi. Walker er 37 ára og hefur verið í herbúðum Bolton síðan 2005 án þess að leika deildarleik fyrir félagið.

Spáð að Eiður byrji á laugardag

Einn stærsti leikur ársins í Evrópufótboltanum fer fram á laugardagskvöld. Það er hinn svokallaði „El Classico" þar sem Barcelona og Real Madrid eigast við. Góðar líkur eru á því að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Barcelona í leiknum.

Thiago Silva til AC Milan

Fjölmiðlar á Ítalíu greina frá því að AC Milan hefur unnið samkeppnina um brasilíska varnarmanninn Thiago Silva. Inter og Villareal höfðu mikinn áhuga á að fá hann og Robinho benti Manchester City á að kaupa leikmanninn.

United að krækja í tvo Serba

Manchester United er að klófesta serbneska leikmanninn Adem Ljajic en hann ferðaðist til Englands ásamt Zoran Tosic sem er að fara að gangast undir læknisskoðun á Old Trafford.

Danirnir kvarta yfir Rooney

Kasper Risgard, leikmaður Álaborgar, ásakar Wayne Rooney hjá Manchester United um að hafa traðkað á sér í 2-2 jafnteflisleik liðanna í Meistaradeild Evrópu í gær.

Alex vill yfirgefa Chelsea

Brasilíski varnarmaðurinn Alex hefur farið fram á sölu frá Chelsea. Hann hefur ekki náð að vinna sér inn fast sæti í liðinu og vill komast burt frá Stamford Bridge í janúar.

Wenger stendur við sitt val

Arsene Wenger segist ekki sjá eftir neinu þó svo að Arsenal hafi í kvöld tapaði fyrir Porto í Meistaradeild Evrópu og þar með misst toppsæti sitt í riðlinum.

United náði efsta sætinu þrátt fyrir jafntefli

Danska liðið Álaborg gerði sér lítið fyrir og nældi sér í stig í á Old Trafford í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Þrátt fyrir það varð Manchester United í efsta sæti riðilsins.

Viktor að semja við Val

Viktor Unnar Illugason mun semja við Val til næstu tveggja ára en hann er nú samningsbundinn enska B-deildarliðinu Reading.

Meistaradeildin: Baráttan um toppsætið

Í kvöld ræðst það hvaða átta lið það verða sem tryggja sér efsta sæti síns riðils og forðast með því aðra sigurvegara riðlakeppninnar í 16-liða úrslitunum.

Meistaradeildin: Baráttan um þriðja sætið

Nú þegar er ljóst hvaða sextán lið komast áfram í næstu umferð Meistaradeildar Evrópu en enn á eftir að útkljá hvaða átta lið það verða sem vinna sér þátttökurétt í 32-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar.

Poyet ánægður á Englandi

Gus Poyet hefur gefið í skyn að hann myndi ekki fylgja Juande Ramos til Real Madrid þó svo að það stæði til boða. Hann sé ánægður á Englandi.

Adriaanse orðaður við Sunderland

Hinn gamalreyndi hollenski þjálfari Co Adriaanse hefur undanfarna daga verið sterklega orðaður við stöðu knattspyrnustjóra hjá Sunderland. Sjálfur útilokar hann þó að taka við starfinu.

Delap á í vandræðum með öxlina

Rory Delap, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Stoke, segist eiga í vandræðum vegna axlarmeiðsla en hann er þekktur fyrir löng innköst sín.

Foster stefnir á að feta í fótspor Rafael

Markvörðurinn Ben Foster stefnir á að vinna sér inn fast sæti í liði Manchester United. Hann horfir á brasilíska hægri bakvörðinn Rafael sem hvatningu í þeim efnum.

Maldini sá tryggasti

Ítalskt dagblað hefur tekið saman lista yfir tíu tryggustu leikmenn ítalska fótboltans. Það kemur ekki á óvart að hinn fertugi varnarmaður, Paolo Maldini, trjóni á toppi listans.

Öll ensku og spænsku liðin áfram

Öll átta liðin frá Englandi og Spáni sem tóku þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu komust áfram í sextán liða úrslit keppninnar. Er þetta í fyrsta skipti sem það gerist.

AC Milan staðfestir áhuga á Agger

Adriano Galliani hefur staðfest að AC Milan hafi áhuga á Daniel Agger, varnarmanni Liverpool. Þessi 23 ára danski miðvörður kom á Anfield árið 2006.

Ramos hyggst krækja í Arshavin

Juande Ramos, nýráðinn þjálfari Real Madrid, gæti gert sínu gamla félagi Tottenham grikk í janúarglugganum. Spænskir fjölmiðlar telja að Ramos ætli sér að kaupa Andrei Arshavin sem hefur verið á óskalista Tottenham um nokkurt skeið.

Sjá næstu 50 fréttir