Fleiri fréttir

Ekkert sæti laust í kvöld

Riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lýkur í kvöld. Spennan er þó í lágmarki þar sem þegar er ljóst hvaða lið eru komin áfram í sextán liða úrslitin. Aðeins er óljóst um sigurvegara í einhverjum riðlum.

Mourinho: Eigum skilið það versta

Jose Mourinho, þjálfari Inter, segir að hans menn eigi ekkert betra skilið en að mæta Barcelona eða Manchester United í næstu umferð Meistaradeildarinnar.

Carragher: Gott kvöld fyrir Liverpool

Liverpool tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri á PSV Eindhoven í kvöld. Jamie Carragher, varnarmaður Liverpool, segir að kvöldið hafi verið frábært fyrir félagið.

Ívar með sigurmark Reading

Íslendingarnir í Reading halda áfram að skora sigurmörk fyrir félagið. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði sigurmark liðsins um síðustu helgi en í kvöld skoraði Ívar Ingimarsson sigurmarkið gegn Blackpool.

Chelsea áfram - Liverpool tók efsta sætið

Í kvöld lauk keppni í fjórum riðlum í Meistaradeild Evrópu. Didier Drogba kom inn sem varamaður og tryggði Chelsea 2-1 sigur á rúmenska liðinu Cluj í A-riðli. Enska liðið var þó ekki sannfærandi í leiknum.

Pogrebnyak til Everton?

Everton hefur gert tilboð í sóknarmanninn Pavel Pogrebnyak hjá Zenit í Pétursborg. Þetta lét umboðsmaður leikmannsins hafa eftir sér.

Di Canio dreymir um England

Paolo Di Canio segist eiga sér þann draum að verða knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni. Hans æðsta ósk er að taka við West Ham en sem leikmaður gerði hann garðinn frægan hjá liðinu.

Ferguson furðar sig á leikbanni Evra

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, er allt annað en sáttur við leikbannið sem enska knattspyrnusambandið dæmdi franska bakvörðinn Patrice Evra í.

Hægt að gera athugasemdir við brottvísanir

Á fundi stjórnar KSÍ á dögunum voru gerðar nokkrar breytingar á reglugerðum sambandsins. Þar á meðal verður hægt að gera athugasemdir við rauð spjöld á Íslandsmótinu næsta sumar.

Tímabilinu lokið hjá Gattuso

Allt bendir til þess að tímabilinu sé lokið hjá Gennaro Gattuso, miðjumanni AC Milan. Hann meiddist illa á hné í leik gegn Catania og talið er að hann verði frá keppni í sex mánuði.

Ishmael Miller frá út tímabilið

Botnlið ensku úrvalsdeildarinnar, West Bromwich Albion, varð fyrir miklu áfalli í dag þegar í ljós kom að sóknarmaðurinn Ismael Miller spilar ekki meira á tímabilinu.

Ronaldo í Corinthians

Brasilíski sóknarmaðurinn Ronaldo hefur komist að samkomulagi við lið Corinthians í heimalandi sínu. Corinthians er í Sao Paulo og er eitt af stærstu félögum Brasilíu en liðið vann sér inn sæti í efstu deild á dögunum eftir eins árs fjarveru.

Íslendingur ráðinn til Ljungskile

Sænska knattspyrnufélagið Ljungskile tilkynnti í dag um ráðningu á nýjum þjálfara. Guðmundur Ingi Magnússon var ráðinn í starfið en Ljungskile féll úr sænsku úrvalsdeildinni fyrir skömmu.

Sautján mánaða bölvun Bale

Velski landsliðsmaðurinn Gareth Bale hefur gert það nokkuð gott hjá Tottenham síðan hann var keyptur frá Southampton á sínum tíma.

Nancy bauð aftur í Veigar Pál

Enn er ekki loku fyrir það skotið að knattspyrnumaðurinn Veigar Páll Gunnarsson gangi í raðir Nancy í Frakklandi frá norska liðinu Stabæk.

Van Persie treystir súkkulaðifætinum

Hollenski framherjinn Robin Van Persie hjá Arsenal segist handviss um að aukin áhersla hans á skotæfingar með súkkulaðifætinum séu farnar að skila tilætluðum árangri.

Ferguson fer með sitt sterkasta lið til Japan

Sir Alex Ferguson mun ekki skilja neinar af stórstjörnum sínum eftir heima á Englandi þegar Manchester United fer til Japan í næstu viku til að taka þátt í HM félagsliða.

Mijatovic staðfestir ráðningu Ramos

Predrag Mijatovic framkvæmdastjóri Real Madrid hefur staðfest fréttir spænskra miðla eftir hádegið þar sem fram kom að Juande Ramos hefði verið fenginn til að taka við starfi Bernd Schuster þjálfara liðsins sem var rekinn í dag.

Schuster rekinn frá Real - Ramos tekur við

Spænskir fjölmiðlar fullyrða að stjórn Real Madrid hafi ákveðið að reka Bernd Schuster þjálfara liðsins og ætli sér að ráða Juande Ramos fyrrum stjóra Tottenham og Sevilla í hans stað.

Carroll í tveggja vikna bann

Markvörðurinn Roy Carroll hjá Derby County hefur verið dæmdur í tveggja vikna bann hjá félaginu í kjölfar atviks sem átti sér stað í búningsklefa liðsins eftir tap þess gegn Crystal Palace um helgina.

Benitez segist ekki heimta ofurlaun

Rafa Benitez stjóri Liverpool segir ekkert hæft í fréttum enskra blaða um að hann fari fram á himinháa launahækkun í samningaviðræðum sínum við félagið.

Chelsea yfir gegn Cluj í hálfleik

Chelsea er á leið áfram í Meistaradeild Evrópu eins og staðan er í hálfleik í leikjum kvöldsins. Chelsea er að vinna Cluj 1-0 með marki frá Salomon Kalou þegar um fimm mínútur voru til hálfleiks.

Cech býst við keppni við United um titlinn

Markvörðurinn Petr Cech lítur á Manchester United sem helsta keppinaut Chelsea um enska meistaratitilinn. Samt trjónir Liverpool á toppi deildarinnar og ýmis tákn á lofti um að 18 ára bið félagsins eftir titlinum gæti senn lokið.

Þjálfaraskipti hjá Torino

Torino hefur rekið þjálfarann Gianni De Biasi og ráðið Walter Novellino á nýjan leik. Liðinu hefur gengið illa á leiktíðinni og situr í fjórða neðsta sæti eftir 4-1 tap gegn Fiorentina á sunnudag.

Veigar að færast nær Nancy?

Íslenski landsliðsmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson sagði í samtali við Ríkissjónvarpið að Stabæk væri enn í viðræðum við franska úrvalsdeildarliðið Nancy um kaup á sér.

Tottenham sótti þrjú stig á Upton Park

Tottenham komst upp að hlið West Ham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld með 2-0 útisigri á Hömrunum. Ledley King og Jamie O'Hara skoruðu mörkin í leiknum.

Keane hvergi nærri hættur

Roy Keane sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að hann hyggst halda áfram sem knattspyrnustjóri. Keane yfirgaf Sunderland í síðustu viku eftir tvö ár í starfi þar.

Adabeyor: Eboue verður sterkari

Emmanuel Adebayor stendur við bakið á sínum besta vini hjá Arsenal, Emmanuel Eboue. Hann segist sannfærður um að Eboue muni jafna sig fljótt á atburðum helgarinnar.

Ruslatunnan til Quaresma

Ricardo Quaresma, leikmaður ítalska liðsins Inter, hefur fengið gullnu ruslatunnuna þetta árið. Verðlaunin eru veitt árlega þeim leikmanni sem ollið hefur mestum vonbrigðum í ítalska boltanum.

Kinnear aftur ákærður

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært Joe Kinnear, knattspyrnustjóra Newcastle, í annað sinn á tímabilinu. Ákæruna að þessu sinni fær hann fyrir framkomu við dómara í leiknum gegn Stoke á laugardag.

Gummi Ben með flestar stoðsendingar

Guðmundur Benediktsson, núverandi leikmaður KR, hefur átt flestar stoðsendingar í efstu deild karla síðan byrjað var að taka þá tölfræði árið 1992. Hann fékk sérstaka viðurkenningu fyrir það í dag.

Slæmar fréttir af Rosicky en góðar af Eduardo

Tomas Rosicky, miðjumaður Arsenal, verður frá vegna meiðsla sinna í þrjá mánuði í viðbót að minnsta kosti. Þessi 28 ára leikmaður meiddist illa á læri og fer í aðra aðgerð í þessari viku.

Orð Reid rangtúlkuð

Peter Reid verður ekki næsti knattspyrnustjóri Sunderland. Hann segir að enskir fjölmiðlar hafi rangtúlkað orð sín og ef honum stæði til boða að snúa aftur til Sunderland myndi hann neita.

Tíu verstu kaup sumarsins

Daily Telegraph tók saman lista yfir tíu verstu leikmannakaup ensku úrvalsdeildarinnar síðasta sumar. Hér að neðan má sjá niðurstöðuna.

Ásta Árnadóttir til Svíþjóðar

Ásta Árnadóttir er á leið til sænska liðsins Tyresö en frá þessu greinir vefsíðan Fótbolti.net. Ásta hefur verið lykilmaður í Íslandsmeistaraliði Vals og í íslenska landsliðinu.

Helgin á Englandi - Myndir

Efstu lið ensku úrvalsdeildarinnar unnu öll sína leiki um helgina. Það munaði þó litlu að Manchester United þyrfti að sætta sig við eitt stig úr viðureign sinni gegn Sunderland.

Þjálfari Norðmanna segir af sér

Åge Hareide, landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu, hefur sagt starfi sínu lausu. Undir stjórn Hareide vann norska liðið ekki leik á árinu 2008 og er í neðsta sæti riðils okkar Íslendinga með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki.

Keflavíkurkonur í Val

Systurnar Björg Ásta og Guðný Petrína Þórðardætur hjá knattspyrnuliði Keflavíkur skrifuðu í dag undur tveggja ára samning við Íslandsmeistara Vals.

Enn eitt áfallið fyrir Real Madrid

Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra hjá Real Madrid leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni. Hann hefur gengist undir uppskurð á hné og verður frá keppni í allt að níu mánuði.

Hughes vill fimm leikmenn í janúar

Mark Hughes, stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, segist vera á höttunum eftir fjórum til fimm leikmönnum þegar leikmannamarkaðurinn opnar í janúar.

Eiður Smári: Nú má Real klappa fyrir okkur

Eiður Smári Guðjohnsen segir að leikmenn Barcelona hafi lítinn áhuga á að endurtaka leikinn frá í fyrra þegar þeir þurftu að klappa fyrir erkifjendum sínum í Real Madrid eftir að þeir tryggðu sér meistaratitilinn.

Sjá næstu 50 fréttir