Fleiri fréttir

Ashton búinn að semja við West Ham

Sóknarmaðurinn Dean Ashton hefur skrifað undir nýjan samning við Íslendingaliðið West Ham sem gildir til loka leiktíðarinnar 2013.

Tvö Íslendingalið á leið upp

Þrír íslenskir knattspyrnumenn leika með jafn mörgum liðum í norsku B-deildinni en tvö þeirra eru í toppbaráttu deildarinnar.

Essien ætlar ekki til Inter

Umboðsmaður Michael Essien segir að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum að leikmaðurinn sé á leið frá Chelsea til Inter.

Donadoni framlengir við Ítali

Ítalska knattspyrnusambandið tilkynnti í dag að það hefði framlengt samning landsliðsþjálfarans Roberto Donadoni fram yfir HM árið 2010. Donadoni náði munnlegu samkomulagi við sambandið fyrir nokkrum dögum en hefur nú undirritað samninginn.

Spilar á EM eftir nýrnaígræðslu

Króatinn Ivan Klasnic verður fyrsti knattspyrnumaðurinn sem tekur þátt á stórmóti í knattsyrnu eftir að hafa gengist undir nýrnaígræðslu.

Davíð Þór orðaður við Sundsvall

GIF Sundsvall í Svíþjóð hefur áhuga á miðjumanninum Davíði Þór Viðarssyni hjá FH. Þetta kemur fram í sænskum fjölmiðlum í dag. Davíð Þór er lykilmaður hjá Hafnarfjarðarliðinu sem trjónir á toppi Landsbankadeildarinnar.

Dossena á leið til Liverpool

Liverpool er nálægt því að krækja í vinstri bakvörðinn Andrea Dossena frá ítalska liðinu Udinese. Dossena er 26 ára og mun væntanlega gangast undir læknisskoðun hjá Liverpool í kvöld.

U21 landsliðið mætir Noregi

U21 karlalandslið Íslands og Danmerkur leika tvo vináttulandsleiki. Fyrri leikurinn fer fram hér á landi þann 20. ágúst næstkomandi en seinni leikurinn fer fram ytra, 19. ágúst 2009. Leikstaðir verða ákveðnir þegar nær dregur leikdögum.

Sumarhreinsanir hjá Keane

Sumarhreingerningarnar eru hafnar hjá Roy Keane, knattspyrnustjóra Sunderland. Hann tilkynnti átta leikmönnum það í morgun að þeir gætu farið að leita sér að nýju liði.

Hughes búinn að skrifa undir

Mark Hughes hefur skrifað undir þriggja ára samning við Manchester City. Hughes var einnig orðaður við Chelsea en samkvæmt BBC var það orðrómur sem var rangur.

Drátturinn í 32 liða úrslit bikarsins

Í hádeginu var dregið í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla en drátturinn fór fram í höfuðstöðvum KSÍ. Landsbankadeildarliðin tólf koma þá inn í keppnina. Hér að neðan má sjá dráttinn í heild sinni en leikirnir fara flestir fram 18. og 19. júní.

Tekur Spalletti við Chelsea?

Luciano Spalletti er kominn efst á óskalista Chelsea eftir að liðinu mistókst að fá Carlo Ancelotti sem knattspyrnustjóra. Þá var liðið orðað við Mark Hughes sem er á leið til Manchester City.

Óvæntustu úrslit í bikarnum í fjögur ár

Nú í hádeginu verður dregið í 32 liða úrslit VISA-bikarsins í fótbolta. Liðin tólf í Landsbankadeildinni koma þá inn í keppnina. Í þessari viku varð ljóst hvaða önnur lið komust í pottinn.

Ísland stendur í stað

Ísland er áfram í 85. sæti á styrkleikalista FIFA og Coca Cola, sama sæti og liðið var í síðasta mánuði. Libía, Katar, Albanía og Óman eru í næstu sætum á undan Íslandi.

Everton komið í baráttuna um Ramsey

Cardiff hefur tekið tilboði frá Everton í hinn efnilega Aaron Ramsey. Manchester United og Arsenal fengu fimm milljón punda tilboð sín samþykkt í gær og Everton hefur jafnað þá upphæð.

Ancelotti yfirgefur ekki AC Milan

Carlo Ancelotti segist ekki vera að taka við Chelsea, hann vilji halda áfram sem þjálfari AC Milan um ókomin ár. Stjórnarmenn AC Milan segja að Ancelotti sé alls ekki á förum frá félaginu.

Garðar skoraði tvö með skalla

Garðar Jóhannsson skoraði tvö mörk fyrir Fredrikstad sem vann 3-2 sigur á liði Skeid í norsku bikarkeppninni í gær. Bæði mörk Garðars voru með skalla.

Adams verður áfram hjá Portsmouth

Fyrrum varnarjaxlinn Tony Adams hefur gefið forráðamönnum Portsmouth munnlegt samþykki um að framlengja samning sinn sem aðstoðarstjóri félagsins. Adams er venjulega sagður maðurinn á bak við sterka vörn Portsmouth, en orðrómur hafði verið á kreiki um að Adams væri aftur á leið til Arsenal í svipaða stöðu.

Naumur sigur hjá Val

Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Íslandsmeistarar Vals unnu nauman 1-0 sigur á Aftureldingu á Vodafonevellinum, KR burstaði Fylkir 5-1 í Árbænum, Stjarnan og Keflavík skildu jöfn 2-2 og þá tapaði Breiðablik óvænt fyrir Þór/KA fyrir norðan 2-1.

Eriksson tekinn við landsliði Mexíkó

Sven-Göran Eriksson hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Mexíkó í knattspyrnu eftir að hafa verið rekinn frá Manchester City í gærkvöldi. Þar tekur Svíinn við af goðsögninni Hugo Sanchez sem hætti í mars sl.

Moyes fékk bætur vegna ummæla Rooney

David Moyes, stjóra Everton, voru í dag dæmdar skaðabætur vegna ummæla Wayne Rooney um hann í ævisögu sinni fyrir nokkrum árum. Moyes þóttu ummælin grafa undan trúverðugleika sínum og ákvað að leita réttar síns.

Hleb á leið til Barcelona?

Umboðsmaður miðjumannsins Alexander Hleb hjá Arsenal segir að nú bendi flest til þess að hann gangi í raðir Barcelona í sumar en ekki Inter Milan eins og talið var í fyrstu.

Ancelotti: Ég verð áfram hjá Milan

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan á Ítalíu, segir forráðamenn Chelsea ekki hafa sett sig í samband við sig og boðið sér knattspyrnustjórastöðuna hjá félaginu. Hann segist 150% öruggur um að halda áfram hjá Milan.

12,000 manns sjá æfingu Portúgala

Talsmaður portúgalska landsliðsins í knattspyrnu segir að 12,000 manns hafi borgað fyrir að sjá liðið á æfingu í kvöld. Hver áhorfandi greiðir yfir 1000 krónur til að fylgjast með Cristiano Ronaldo og félögum sprikla í Neuchatel.

Gerir Mourinho innrás hjá Chelsea?

Jose Mourinho, nýráðinn þjálfari Inter á Ítalíu, útilokar ekki að hann muni reyna að fá eitthvað af fyrrum leikmönnum sínum hjá Chelsea til liðs við sig í framtíðinni.

Aganefnd frestar úrskurði

Aganefnd KSÍ frestaði nú síðdegis að kveða upp úrskurð í máli Guðjóns Þórðarsonar þjálfara Skagamanna fyrir meint óviðeigandi ummæli í þættinum Landsbankamörkunum á Stöð 2 Sport í síðustu viku.

Lehmann semur við Stuttgart

Þýski landsliðsmarkvörðurinn Jens Lehmann hefur nú formlega samþykkt að ganga í raðir Stuttgart í heimalandi sínu. Lehmann, sem lék fimm ár með Arsenal á Englandi, hefur skrifað undir eins árs samning við Stuttgart, með möguleika á eins árs framlengingu.

Ancelotti að taka við Chelsea?

Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti hefur samþykkt að gerast næsti knattspyrnustjóri Chelsea ef marka má heimildir Sky fréttastofunnar nú síðdegis. Ancelotti hefur verið þjálfari AC Milan á Ítalíu undanfarin ár.

Arsenal þarf að bíða eftir Nasri

Ólíklegt er að Arsenal geti gengið frá kaupum á Samir Nasri frá Marseille þar til eftir Evrópumótið. Franski landsliðsmaðurinn er efstur á óskalista Arsenal en viðræður hafa tekið lengri tíma en búist var við.

KSÍ gefur út bækling á fjórum tungumálum

Í dag var kynntur á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ, Foreldrabæklingur KSÍ og er hann gefinn út á fjórum tungumálum, íslensku, ensku, pólsku og spænsku.

Rio líklegastur til að fá bandið

Talið er að Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United, sé líklegastur til að verða næsti fyrirliði enska landsliðsins. John Terry hjá Chelsea er einnig talinn koma til greina.

Gamberini í stað Cannavaro

Varnarmaðurinn Alessandro Gamberini hjá Fiorentina hefur verið kallaður í ítalska landsliðshópinn í stað Fabio Cannavaro. Á æfingu í gær meiddist Cannavaro og ljóst að hann verður frá í nokkurn tíma og leikur ekki með á komandi Evrópumóti.

Manchester United og Arsenal bítast um Ramsey

Manchester United hefur komist að samkomulagi við Cardiff City um kaupverðið á hinum sautján ára Aaron Ramsey. Upphæðin er talin vera rúmlega fimm milljónir punda.

Mourinho ræddi við blaðamenn

Jose Mourinho hélt í morgun sinn fyrsta blaðamannafund sem þjálfari Inter. Hann sagði að stefna sín væri að leiða Inter enn hærra.

Guðni Bergsson í 10 bestu í kvöld

Í kvöld verður Guðni Bergsson til umfjöllunar í þættinum 10 bestu á Stöð 2 Sport 2. Guðni er annar leikmaðurinn sem kynntur er til sögunnar í þessari þáttaröð.

Ferguson horfir til Santa Cruz

Paragvæski sóknarmaðurinn Roque Santa Cruz hjá Blackburn er orðaður við Englands- og Evrópumeistara Manchester United. Talið er að Sir Alex Ferguson sé að íhuga að gera 15 milljón punda boð í leikmanninn.

Stóri-Sam orðaður við Blackburn

Samkvæmt enskum fjölmiðlum hefur Sam Allardyce ákveðið að stytta sumarfrí sitt með fjölskyldunni. Ástæðan er sú að hann er líklega að fara að snúa aftur í fótboltann.

Beckham segir best fyrir Ronaldo að vera áfram

Stórstjarnan David Beckham hefur gefið Cristiano Ronaldo þau ráð að feta ekki í fótspor sín og yfirgefa Manchester United fyrir Real Madrid. Spænsku risarnir eru með Ronaldo efstan á óskalista sínum.

Chelsea vill líka fá Hughes

Sky fréttastofan hefur heimildir fyrir því að menn innan Chelsea vilji ráða Mark Hughes sem næsta knattspyrnustjóra liðsins. Hughes er efstur á óskalista Manchester City eins og við greindum frá í dag.

Sjá næstu 50 fréttir