Fleiri fréttir

Brann norskur meistari

Viking hjálpaði Brann að tryggja sér norska meistaratitilinn í kvöld. Viking vann 2-1 sigur á Stabæk og þar með er ljóst að Íslendingaliðið Brann er orðið norskur meistari.

Sigrar hjá Djurgården og Gautaborg

Djurgården og Gautaborg unnu bæði leiki sína í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Liðin eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en lokaumferðin verður leikin næsta sunnudag. Bæði lið hafa 46 stig en Kalmar er með 45 stig í þriðja sæti.

Allt í góðu milli Benítez og Gerrard

Búið er að hreinsa andrúmsloftið milli Rafael Benítez, knattspyrnustjóra Liverpool, og fyrirliðans Steven Gerrard. Liverpool vann nauman sigur á Everton um helgina en Benítez tók Gerrard af velli í leiknum.

Heimir framlengir hjá FH

Heimir Snær Guðmundsson mun spila með FH á næsta tímabili en hann staðfesti í samtali við vefsíðuna Fótbolti.net að hann muni skrifa undir tveggja ára samning við liðið á næstu dögum.

Tekur Tottenham stökk upp?

Einn leikur er í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og er hann ansi athyglisverður. Það er viðureign Newcastle og Tottenham á St James´Park. Leikurinn hefst klukkan 19:00 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu á Sýn 2.

Skipt á Riquelme og Tiago?

Spænska blaðið Marca segir að Villareal ætli að freistast til þess að bjóða Juventus Juan Roman Riquelme í skiptum fyrir Tiago Mendes. Sjálfur hefur Tiago opinberað að vera ósáttur við hlutverk sitt hjá Juventus.

Samba áfram á Ewood Park

Varnarmaðurinn Christopher Samba hjá Blackburn hefur skrifað undir nýjan fimm ára samning við félagið. Þessi 23 ára leikmaður hefur leikið reglulega fyrir liðið síðan hann kom frá Herthu Berlín í Þýskalandi í janúar.

Dowie orðaður við Bolton

Bolton Wanderes er í leit að nýjum knattspyrnustjóra og þar hefur nafn Iain Dowie komið í umræðuna. Sammy Lee entist aðeins fjórtán leiki sem stjóri Bolton. Dowie stýrir í dag liði Coventry í ensku 1. deildinni.

Diarra hugsar sér til hreyfings

„Ég hef leikið meira fyrir landslið mitt en félagslið, það er bara fáránlegt," segir Lassana Diarra sem hefur fengið ansi fá tækifæri síðan hann gekk í raðir Arsenal. Hann var keyptur frá Chelsea undir lok félagaskiptagluggans í ágúst.

Of mikið álag á Börsungum

Deco, miðjumaður Barcelona, segir að álagið á leikmenn liðsins sé einfaldlega of mikið. Meiðsli herja á leikmenn liðsins sem leikur gegn Glasgow Rangers í Meistaradeild Evrópu annað kvöld.

Hamann keyrði fullur

Þýski miðjumaðurinn Dietmar Hamann hjá Manchester City var í dag sviptur ökuréttindum sínum í hálft ár og dæmdur til að greiða á níunda þúsund pund í sekt eftir að hafa verið fundinn sekur um ölvunarakstur.

Clattenburg dæmir ekki um næstu helgi

Mark Clattenburg mun ekki dæma leik í ensku úrvalsdeildinni um næstu helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómarasambandinu á Englandi í dag. Clattenburg hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir störf sín á leik Everton og Liverpool á laugardaginn.

Nær Newcastle 500. markinu?

Einn leikur er á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld þar sem Newcastle fær Tottenham í heimsókn. Gestirnir þurfa nauðsynlega á sigri að halda enda situr liðið á fallsvæðinu.

Bann Dida stytt

Markvörðurinn Dida hjá AC Milan þarf aðeins að sitja af sér eins leiks bann í Meistaradeildinni í stað tveggja eftir að áfrýjun ítalska félagsins náði fram að ganga í dag.

Clattenburg vill vingast við Liverpool

David Moyes, stjóri Everton, er enn bálreiður út í dómarann Mark Clattenburg eftir tapið fyrir Liverpool um helgina. Moyes segir Clattenburg hafa gert sig sekan um fáránleg mistök og segist ekki muni taka við afsökunarbeiðni frá honum þó hún stæði til boða.

Staunton rekinn á morgun?

Breska ríkissjónvarpið greinir frá því í morgun að írska knattspyrnusambandið sé búið að boða landsliðsþjálfarann Steve Staunton á krísufund á morgun. Írska landsliðið hefur leikið afleitlega undanfarið og reiknað er með því að þjálfaranum verði sparkað á morgun.

20 bestu kaupin í sögu enska boltans

Á meðan margir af bestu leikmönnum í sögu ensku knattspyrnunnar hafa verið keyptir á vænan skilding, hafa nokkrir þeirra slegið í gegn eftir að hafa verið fengnir í skiptum fyrir fatnað og æfingaútbúnað. Hér á eftir fara 20 af bestu kaupum sem gerð hafa verið í sögu enska boltans.

Newcastle ekki í sama klassa og við

Martin Jol, stjóri Tottenham, er ansi drjúgur með sig þó hans menn séu í bullandi fallbaráttu í ensku úrvalsdeildinni. Tottenham sækir Newcastle heim í leik kvöldsins í úrvalsdeildinni og Jol er búinn að kynda vel undir fyrir leikinn.

Tímabilið búið hjá Beckham

David Beckham kom inn sem varamaður í nótt þegar lið hans LA Galaxy tapaði 1-0 fyrir Chicago Fire í MLS deildinni. Markið kom í uppbótartíma og tapið þýðir að Galaxy kemst ekki í úrslitakeppnina og því er fremur tilþrifalítilli leiktíð Beckham lokið.

Tryggvi og Helgi marksæknastir

Tryggvi Guðmundsson hjá FH og Helgi Sigurðsson úr Val komu að flestum mörkum sinna liða í Landsbankadeild karla í sumar. Tryggvi Guðmundsson gaf flestar stoðsendingar allra leikmanna í deildinni.

Hrakfarir AC Milan halda áfram

AC Milan tapaði í dag fyrir Empoli á heimavelli, 1-0. Liðið hefur aðeins unnið tvo leiki til þessa á tímabilinu og situr í 11. sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar.

Eiður: Miðjan mín besta staða

Eiður Smári Guðjohnsen segir í samtali við heimasíðu Barcelona að honum líði best á miðjunni og að hann sé reiðubúinn að spila þar.

AZ tapaði fyrir Heerenveen

Grétar Rafn Steinsson lék fyrri hálfleikinn í leik AZ og Heerenveen sem síðarnefnda liðið vann, 1-0.

Eiður fékk loksins tækifæri

Eiður Smári Guðjohnsen kom í fyrsta sinn á tímabilinu við sögu hjá Barcelona. Hann kom inn á sem varamaður þegar Barcelona tapaði fyrir Villarreal, 3-1.

Reggina tapaði fyrir Inter

Emil Hallfreðsson var í byrjunarliði Reggina sem tapaði í dag fyrir Inter á heimavelli, 1-0.

Fagnaðarhöld Brann frestast

Brann mistókst í dag að tryggja sér norska meistaratitilinn í knattspyrnu eftir að liðið tapaði fyrir Álasundi á útivelli í dag, 2-1.

United rústaði Aston Villa

Manchester United átti ekki í teljandi vandræðum með Aston Villa á útivelli í dag. United vann, 4-1.

Eggert maður leiksins í tapleik

Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn með skoska úrvalsdeildarliðinu Hearts sem tapaði, 3-1, fyrir Dundee United á heimavelli í dag.

Coppell sér eftir breytingunum

Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson voru ekki í byrjunarliði Reading og sér Steve Coppell, stjóri liðsins, eftir þeim breytingum sem hann gerði á liðinu.

Arsenal og Chelsea á sigurbraut

Arsenal og Chelsea unnu í dag sína leiki með sama mun, 2-0, í ensku úrvalsdeildinni en sex leikir fóru fram klukkan 14.00.

Bayern enn án taps

Bayern München vann sinn áttunda leik í þýsku úrvalsdeildinni í dag er liðið vann Bochum, 2-1.

Liverpool vann borgarslaginn

Tvær vítaspyrnur færðu Liverpool sigur gegn Everton á Goodison Park. Dirk Kuyt skoraði bæði mörk Liverpool en mark Everton var sjálfsmark Sami Hyypia.

Ólafur tekur ekki við Leikni

Ólafur Þórðarson mun ekki taka við þjálfun 1. deildarlið Leiknis eins og Vísir var búið að greina frá.

England kemst á EM

Martin O´Neill, stjóri Aston Villa, biður fólk um að hætta að orða sig við stöðu landsliðsþjálfara og segir að enska landsliðið eigi enn möguleika á að komast á EM þó útlitið sé vissulega svart.

Wenger og Fabregas bestir í september

Það kemur líklega fæstum á óvart að þeir Arsene Wenger og Cesc Fabregas voru í dag kjörnir knattspyrnustjóri og leikmaður septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Sjá næstu 50 fréttir