Fleiri fréttir

Carrick frá í sex vikur

Enn hefur bæst við meiðslavandræði enska landsliðsins en Michael Carrick verður frá næstu sex vikurnar.

Celtic bíður milli vonar og ótta

Forráðamenn Glasgow Celtic bíða nú milli vonar og ótta um hvort Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, refsi félaginu fyrir árásina á Dida í gær.

Óli Þórðar hættur - Ósáttur við vinnubrögð Fram

Ólafur Þórðarson segist mjög ósáttur við vinnubrögð stjórnar Fram og segir að hvað sem standi í yfirlýsingu félagsins í kvöld hafi sér einfaldlega verið sagt upp störfum. Hann fékk símtal frá framkvæmdastjóra Fram í dag þegar hann var á sínum fyrsta degi í sumarfríi.

Höfum ekki rætt við nokkurn mann

Brynjar Jóhannesson, framkvæmdastjóri Knattspyrnudeildar Fram, furðar sig á því að Ólafur Þórðarson skuli vera ósáttur við vinnbrögð félagsins í kjölfar þess að hann hætti störfum hjá Fram. Hann neitar því að félagið hafi rætt við aðra þjálfara.

Ólafur Þórðarson hættur hjá Fram

Ólafur Þórðarson er hættur að þjálfa lið Fram í Landsbankadeildinni. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórn félagsins í kvöld.

Grant: Við lékum til sigurs

Avram Grant, stjóri Chelsea, segist vonast til þess að sigur liðsins á Valencia í kvöld verði til að þagga aðeins niður í gagnrýnisröddunum á Englandi. Hann segir hugarfar leikmanna lykilinn að sigrinum í kvöld.

Benitez: Við vorum lélegir

Rafa Benitez, stjóri Liverpool, var spurður að því hvort hræringar hans með leikmannahópinn hefðu haft eitthvað með það að gera að liðið tapaði 1-0 heima fyrir Marseille í Meistaradeildinni í kvöld.

Liverpool lá heima

Það var nokkur dramatík í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool tapaði 1-0 fyrir Marseille á heimavelli, Chelsea vann mjög sterkan útisigur á Valencia og Celtic lagði Evrópumeistara AC Milan á heimavelli með marki á síðustu mínútunni.

Jafnt í Valencia í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Staðan í leik Valencia og Chelsea er jöfn 1-1 þar sem David Villa kom heimamönnum yfir eftir 9 mínútur en Chelsea jafnaði eftir 21 mínútu með sjálfsmarki frá Moretti.

Rocha frá í tíu vikur

Portúgalski varnarmaðurinn Richardo Rocha hjá Tottenham verður frá keppni í um tíu vikur eftir að hafa gengist undir skurðaðgerð vegna ökklameiðsla. Rocha hefur aðeins spilað fimm leiki fyrir Tottenham á leiktíðinni vegna meiðsla og verður nú á meiðslalistanum næstu vikur líkt og fyrirliðinn Ledley King.

Cisse vill þagga niður í Anfield

Framherjinn Djibril Cisse hjá Marseille segist enn elska stuðningsmenn Liverpool en ætlar sér að þagga niður í þeim þegar hann mætir þangað með franska liðinu í kvöld.

Terry reyndi að meiða mig

Fernando Morientes, framherji Valencia, segir að John Terry fyrirliði Chelsea hafi viljandi reynt að meiða sig þegar liðin mættust í Meistaradeildinni í fyrra. Þá var Morientes meiddur á öxl, en í kvöld er það Terry sem spilar meiddur.

Vieri fer ekki til Hull City

Sá orðrómur er aftur kominn á kreik að Ítalinn Christian Vieri sé á leið til enska 1. deildarfélagsins Hull City.

Vel fylgst með varnarmanni Metz

Arsenal, Everton og West Ham munu öll fylgjast vel með framgangi tvítugs varnarmanns hjá franska úrvalsdeildarliðinu FC Metz.

Totti varar Ronaldo við

Francesco Totti hefur sent Cristiano Ronaldo tóninn eftir leik Manchester United og Roma í Meistaradeildinni í gær.

Dennis Wise kærður

Enska knattspyrnusambandið hefur kært Dennis Wise, stjóra Leeds, fyrir orðljótan munnsöfnuð gagnvart dómara leiks liðsins gegn Gillingham á laugardag.

Marquez frá í mánuð

Mexíkaninn Rafael Marquez verður frá næsta mánuðinn eftir að hann meiddist í leik Stuttgart og Barcelona í gær.

Hargreaves frá í mánuð

Owen Hargreaves verður frá næsta mánuðinn en búist var við því að hann myndi spila leik Manchester United og Roma í gær.

Elano er leikmaður áttundu umferðar

Hinn brasilíski Elano hefur átt frábæra byrjun á tímabilinu í Englandi með Manchester City. Hann er leikmaður áttundu umferðar deildarinnar.

Garðar skoraði en Norrköping tapaði

Garðar Gunnlaugsson skoraði fyrir Norrköping í kvöld þegar liðið tapaði 1-2 á heimavelli fyrir Bunkeflo. Þetta var leikur í næstefstu deild Svíþjóðar en Norrköping er í efsta sæti deildarinnar með níu stiga forskot og er þegar komið upp.

Enn um mánuður í Hargreaves

Owen Hargreaves gæti orðið frá í allt að fjórar vikur til viðbótar vegna meiðsla í hné. Þar með er orðið alveg ljóst að hann verður ekki með enska landsliðinu gegn Eistlandi og Rússlandi.

Zlatan gerði gæfumuninn

Inter vann mikilvægan 2-0 sigur á PSV Eindhoven í Meistaradeildinni í kvöld. Zlatan Ibrahimovic stal senunni en hann skoraði bæði mörk Inter. Það fyrra úr vítaspyrnu sem hann sótti sjálfur.

Smith: Enginn bjóst við þessu

Walter Smith, knattspyrnustjóri Glasgow Rangers, viðurkennir að vera furðu lostinn eftir að lið hans vann frönsku meistarana í Lyon 3-0. Skoska liðið hefur nú unnið báða leiki sína í Meistaradeildinni.

Sir Alex: Heppnin var með okkur

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, viðurkennir að lið hans hafi verið nokkuð heppið að fá þrjú stig úr leiknum gegn Roma í kvöld.

Wenger: Sýndum skynsemi

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sérstakur andi sé yfir liðinu um þessar mundir og vonast til að hann endist. Liðið vann Steaua Búkarest í kvöld 1-0 í Meistaradeild Evrópu.

Rooney tryggði United sigur

Manchester United vann 1-0 sigur á Roma í Meistaradeild Evrópu í kvöld og skaust á toppinn í sínum riðli. Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins með skoti sem fór í stöngina og inn á 71. mínútu.

U17 endaði í þriðja sæti

Strákarnir í U17 landsliði Íslands höfnuðu í þriðja sæti síns riðils í undankeppni Evrópumótsins. Fjögur lið voru í riðlinum en íslenska liðið tapaði tveimur leikjum en vann einn.

Aguero eftirsóttur

Ítölsku stórliðin Juventus og Inter eru ákveðin í að næla í argentínska ungstirnið Sergio Aguero. Það er þó ljóst að það þarf að kafa djúpt í veskið til að kaupa þennan nítján ára sóknarmann frá spænska liðinu Atletico Madrid.

Markalaust í hálfleik á Old Trafford

Nú er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeildinni. Staðan á Old Trafford er markalaus í viðureign Manchester United þó leikurinn hafi verið nokkuð fjörlegur.

Áhangendur Juve fá ekki að mæta til Flórens

Stuðningsmönnum Juventus hefur verið bannað að mæta á útileik liðsins gegn Fiorentina um næstu helgi. Slagsmál brutust út hjá áhorfendum á leik Juventus og Torino um síðustu helgi og því er þessi ákvörðun tekin.

Jafntefli í Moskvu

CSKA Moskva og Fenerbache gerðu 2-2 jafntefli í G-riðli Meistaradeildar Evrópu í dag. Gestirnir jöfnuðu leikinn fjórum mínútum fyrir leikslok. Inter og PSV Eindhoven mætast í hinum leik riðilsins sem fer að hefjast.

Fá bara fyrirliðar að ræða við dómara?

Enska knattspyrnusambandið er að skoða hugsanlega möguleika til að sporna gegn slæmri hegðun leikmanna í garð dómara. Ein hugmyndin er sú að aðeins fyrirliðum verði heimilt að ræða við dómarana.

Heldur sæti sínu þrátt fyrir lygarnar

Stephen Ireland er í írska landsliðshópnum sem tilkynntur var í dag þrátt fyrir að hafa logið að Steve Staunton þjálfara liðsins. Ireland var ekki með gegn Tékklandi þar sem hann tilkynnti að amma sín hefði látist.

Stelpurnar unnu alla leiki sína

U19 landslið kvenna lék í dag sinn síðasta leik í undanriðli fyrir Evrópumótið. Fyrir leikinn höfðu stelpurnar þegar tryggt sér sæti í milliriðlum keppninnar. Ólafur Þór Guðbjörnsson er þjálfari liðsins.

Leikir kvöldsins í Meistaradeildinni

Í kvöld hefst 2. umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Reyndar er einn leikur hafinn en það er viðureign CSKA Moskva og Fenerbache í G-riðli. Aðrir leikir kvöldsins hefjast allir klukkan 18:45.

Usmanov: Ég vil kaupa Arsenal

Alisher Usmanov hefur greint frá því að það sé hans langtímamarkmið að festa kaup á enska úrvalsdeildarliðinu Arsenal.

Ashton í landsliðið

Enskir fjölmiðlar greina frá því í dag að Dean Ashton verði valinn í enska landsliðið í næstu viku.

Sjá næstu 50 fréttir