Fleiri fréttir

Ranieri sáttur þrátt fyrir tap

Þjálfari Parma, Claudio Ranieri, var sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir tap á móti Sporting Braga í UEFA bikarkeppninni í gærkvöldi 1-0. Tap Parma og Livorno í gær þýðir að Ítalir eru án fulltrúa en 16 lið eru eftir í keppninni.

Vörnin hjá Munchen í ólagi

Bayern Munchen, sem er tólf stigum á eftir Schalke í kapphlaupinu um þýska meistaratitilinn, gæti átt erfitt með að manna vörn sína fyrir leik helgarinnar þar sem þeir mæta Wolfsburg. Tveir leikmenn eru í leikbanni þeir Willy Sagniol og Martin Demichelis, Valerien Ismael er meiddur og Daniel van Buyten er ekki talinn geta leikið vegna meiðsla.

Pardew myndi verða kurteis

Fyrrverandi stjóri West Ham og núverandi stjóri Charlton, Alan Pardew, segir að hann myndi vera kurteis við Eggert Magnússon ef þeir myndu mætast út á götu. Pardew var sem kunnugt er rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri West Ham eftir að Eggert kom til félagsins.

Óánægður með leik Leverkusen

Mark Hughes, knattspyrnustjóri Blackburn, var ekki ánægður með leik Leverkusen á Ewood Park í gærkvöld. Liðin skildu jöfn en fyrri leikur liðanna lyktaði með 3-2 sigri þjóðverjanna.

Newcastle í 16-liða úrslit

Enska liðið Newcastle tryggði sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða með 1-0 sigri á belgíska liðinu Zulte-Waregem á heimavelli. Það var Obafemi Martins sem skoraði sigurmark Newcastle, sem mætir Grétari Steinssyni og félögum í AZ Alkmaar í næstu umferð. AZ gerði 2-2 jafntefli við Fenerbahce í kvöld og fór áfram á útimörkum.

Blackburn úr leik í Evrópukeppninni

Enska liðið Blackburn er úr leik í Evrópukeppni félagsliða eftir 0-0 jafntefli gegn Leverkusen í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum keppninnar á Ewood Park í kvöld. Leverkusen vann fyrri leikinn 3-2 og er komið í 16-liða úrslit. Blackburn fékk nokkur ágæt færi í síðari hálfleiknum en náði ekki að nýta þau og er fallið úr leik.

Græddu vel á golftilþrifum Bellamy

Það er sannarlega ekkert nýtt undir sólinni þegar kemur að veðbönkum í Bretlandi og nokkrir stuðningsmanna Liverpool högnuðust vel í gærkvöldi þegar þeir veðjuðu á leik Barcelona og Liverpool í Meistaradeildinni.

Markalaust á Ewood Park í hálfleik

Ekkert mark hefur enn litið dagsins ljós í leik Blackburn og Bayer Leverkusen á Ewood Park, en leikurinn er sýndur beint á Sýn. Þetta er síðari leikur liðanna í 32-liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða og hefur þýska liðið 3-2 forystu frá fyrri leiknum. Blacburn nægir því 1-0 sigur á heimavelli til að komast áfram í keppninni.

Beletti verður frá í tvær vikur

Spánarmeistarar Barcelona fengu ekki að njóta þess lengi að vera með fullskipaðan hóp eftir meiðsli lykilmanna í vetur, því brasilíski varnarmaðurinn Juliano Belletti meiddist í leiknum í Liverpool í Meistaradeildinni í gær og verður frá í tvær vikur. Hann missir því af deildarleikjum gegn Bilbao og Sevilla og verður væntanlega tæpur fyrir síðari leikinn gegn Liverpool þann 6. mars.

Wenger ætlar að halda sig við sama hóp

Arsene Wenger segist ekki ætla að gera neinar breytingar á leikmannahóp sínum fyrir úrslitaleikinn í deildarbikarnum á sunnudaginn, en þangað er liðið komið þrátt fyrir að spila mikið á minni spámönnum alla keppnina. Það kom ekki að sök í undanúrslitunum þar sem margar af varaskeifum liðsins unnu sannfærandi sigur á Liverpool.

Falsaðir miðar ollu troðningi

Forráðamenn franska liðsins Lille halda því fram að troðningurinn sem varð í áhorfendastæði liðsins í leiknum við Manchester United hafi orðið vegna þess að stuðningsmenn enska liðsins hafi falsað aðgöngumiða og því verið of margir í stæðinu.

Blackburn - Leverkusen í beinni á Sýn

Fjöldi leikja er á dagskrá í Evrópukeppni félagsliða í kvöld en þar verða spilaðir síðari leikirnir í 32-liða úrslitum keppninnar. Leikur Blackburn og Bayer Leverkusen verður sýndur beint á Sýn klukkan 18 en þar hefur þýska liðið 3-2 forskot úr fyrri leiknum í Þýskalandi.

Cole spilaði með varaliði Chelsea

Bakvörðurinn Ashley Cole átti vel heppnaða endurkomu með varaliði Chelsea í gærkvöld en hann hafði ekki spilað síðan hann meiddist á hné í leik gegn Blackburn í síðasta mánuði. Ekki er talið útilokað að Cole geti verið með Chelsea í úrslitaleik deildarbikarsins gegn fyrrum félögum sínum í Arsenal á sunnudaginn.

Lille kærir mark Man Utd.

Franska knattspyrnufélagið Lille hefur kært mark Ryan Giggs í leik Lille og Manchester United í Meistarkeppni Evrópu í fyrrakvöld til UEFA. Giggs skoraði markið beint úr aukaspyrnu án þess að dómarinn hefði flautað til spyrnunnar sérstaklega.

Reyes gagnrýnir Capello

Jose Antonio Reyes hefur nú fetað í fótspor félaga síns Robinho hjá Real Madrid með því að væla yfir vinnuaðferðum þjálfara síns í fjölmiðlum. Reyes er lánsmaður frá Arsenal og í gær sagðist hann hvorki skilja upp né niður í vinnubrögðum þjálfara síns.

Kylfusveinarnir tryggðu Liverpool frábæran sigur

Craig Bellamy og John Arne Riise hjá Liverpool komust í heimsfréttirnar á kolröngum forsendum í vikunni en í kvöld voru þeir hetjur liðsins þegar það bar sigurorð af Evrópumeisturum Barcelona á útivelli 2-1 í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Rijkaard: Þetta verður mjög erfitt

Frank Rijkaard viðurkenndi í kvöld að hans menn ættu mjög erfitt verkefni fyrir höndum í síðari leiknum við Liverpool í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir að spænska liðið tapaði fyrri leiknum 2-1 á heimavelli í kvöld.

Benitez ánægður fyrir hönd Bellamy og Riise

"Við eigum fína möguleika á að komast áfram en það er mikið eftir af þessu einvígi enn. Barcelona er með frábæra sóknarmenn og við verðum að eiga frábæran leik á Anfield til að klára dæmið, "sagði Rafa Benitez stjóri Liverpool eftir sigurinn á Barcelona í kvöld.

Terry missir af úrslitaleiknum í deildarbikarnum

Chelsea verður án fyrirliða síns John Terry í úrslitaleiknum í enska deildarbikarnum um næstu helgi. Þetta staðfesti knattspyrnustjórinn Jose Mourinho í kvöld eftir að Terry haltraði af velli meiddur af ökkla gegn Porto í Meistaradeildinni. Þetta þýðir að Chelsea er aðeins með einn leikfæran miðvörð í hóp sínum fyrir úrslitaleikinn gegn Arsenal.

Mourinho: Meiðslin riðluðu öllu skipulagi

Jose Mourinho sagði að meiðsli sinna manna hefðu gert þeim gríðarlega erfitt fyrir í leiknum gegn Porto í Meistaradeildinni í kvöld. John Terry meiddist á ökkla í byrjun leiks og þá þurfti Arjen Robben að fara meiddur af velli eftir að hafa komið inn sem varamaður. Mourinho sagðist ekki geta verið annað en sáttur við jafnteflið þegar tekið væri mið af þessu.

Tottenham lagði Everton

Tottenham vann í kvöld sjaldgæfan útisigur í ensku úrvalsdeildinni þegar liðið lagði Everton nokkuð óvænt 2-1 á Goodison Park. Dimitar Berbatov kom gestunum yfir í leiknum en Mikel Arteta jafnaði skömmu síðar með marki beint úr aukaspyrnu. Staðan var 1-1 í háfleik en það var svo Jermaine Jenas sem skoraði sigurmark Tottenham á 89. mínútu.

Watford missti af gullnu tækifæri

Fátt annað en fall í fyrstu deild virðist blasa við slöku liði Watford í ensku úrvalsdeildinni en í kvöld náði liðið aðeins 1-1 jafntefli við Wigan á heimavelli sínum þrátt fyrir að vera manni fleiri í 70 mínútur. Wigan lenti undir í leiknum en náði að koma til baka og jafna metin á 10 mönnum þrátt fyrir liðsmuninn.

Jafnt á báðum vígstöðvum í úrvalsdeildinni

Tveir leikir standa yfir í ensku úrvalsdeildinni og er staðan jöfn í þeim báðum í leikhléi. Jafnt er hjá Watford og Wigan 1-1 þar sem Fitz Hall var vikið af leikvelli á 20. mínútu í liði Wigan og þá er sömuleiðis jafnt 1-1 í leik Tottenham og Everton á Goodison Park þar sem Berbatov og Arteta skoruðu mörkin.

Bellamy skoraði og fagnaði með golfsveiflu

Staðan í stórleik Barcelona og Liverpool er 1-1 þegar flautað hefur verið til hálfleiks í leikjunum fjórum í Meistaradeildinni. Deco kom spænska liðinu yfir eftir aðeins 14 mínútur en Craig Bellamy jafnaði fyrir baráttuglaða gestina og fagnaði marki sínu með golflátbragði að hætti hússins.

Ólafur skrifar undir hjá Helsingborg

Knattspyrnukappinn Ólafur Ingi Skúlason skrifaði í dag undir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeildarliðið Helsingborg. Ólafur hefur verið á mála hjá enska liðinu Brentford undanfarin tvö ár en heldur nú til sænska liðsins þar sem meðal liðsfélaga hans verður enginn annar en Henrik Larsson sem nú er lánsmaður hjá Man Utd.

Eiður Smári á bekknum

Eiður Smári Guðjohnsen er á varamannabekk Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Liverpool í stórleik kvöldsins í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Leikurinn er sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn, en auk þessa leiks eru stöðvar sýnar með beina útsendingu frá viðureignum Porto - Chelsea og Inter - Valencia.

Framherji á kókaíni

Framherjinn Francesco Flachi hjá Sampdoria á Ítalíu féll á lyfjaprófi sem tekið var fyrir leik liðsins gegn Inter Milan í síðasta mánuði. Kókaín fannst í fyrsta sýni og ef sannað þykir að hann hafi neitt efnisins fer hann í lágmark hálfs árs bann. Bannið gæti þó verið lengra í þessu tilviki því stutt er síðan leikmaðurinn tók út tveggja mánaða bann fyrir spillingu í tengslum við ólögleg veðmál í ítalska boltanum.

Rivaldo ætlar að hætta eftir næsta tímabil

Brasilíska goðsögnin Rivaldo hjá Olympiacos í Grikklandi tilkynnti í dag að hann ætli að leggja skóna á hilluna eftir næsta tímabil. Rivaldo er 34 ára gamall og hefur unnið nánast allt sem hægt er að vinna í knattspyrnu á 19 ára ferli sínum.

Bikarkeppnirnar hafa tekið sinn toll

Martin Jol, stjóri Tottenham, segir að þáttaka liðsins í bikarkeppnum í ár hafi komið niður á því í deildarkeppninni á Englandi. Tottenham féll strax út úr öllum bikarkeppnum á síðustu leiktíð og náði fínum árangri í deildinni, en nú hefur gengið vel í bikarkeppnum en ekkert í deildinni.

McClaren: Beckham kemur mér í vanda

Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu viðurkennir að David Beckham sé að skapa sér vandamál með góðri frammistöðu sinni með Real Madrid undanfarið, en McClaren hefur ekki enn valið Beckham í landsliðshóp sinn síðan hann tók við enska liðinu.

Tap á rekstri Arsenal

Arsenal tapaði rúmum 6 milljónum punda á á síðasta hálfa fjárhagsári og segja forráðamenn félagsins að rekja megi tapið til flutnings liðsins á nýja Emirates völlinn. Tekjur félagsins hafa þó hækkað mikið og er það rakið til fleiri áhorfenda sem mæta á leiki liðsins. Stefnan er sett á að koma jafnvægi á rekstur félagsins undir lok tímabilsins.

Klerkar í knattspyrnu

Því er oft haldið fram kaþólska og knattspyrna séu helstu trúarbrögð Ítala. Þessi tvö stóru áhugamál þjóðarinnar munu nú fara saman á laugardaginn þegar knattspyrnumót sem nefnt hefur verið Klerkabikarinn hefur göngu sína í Rómarborg.

Riise kemur Liverpool yfir

Norðmaðurinn John Arne Riise hefur komið Liverpool yfir 2-1 gegn Barcelona og Nou Camp í leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Börsungar hafa alls ekki náð sér á strik í leiknum, en Eiður Smári Guðjohnsen kom inn sem varamaður hjá liðinu þegar um 10 mínútur voru eftir.

Liverpool og Chelsea undir

Liverpool og Chelsea er bæði komin marki undir eftir aðeins 15 mínútna leik í Meistaradeildinni. Deco hefur komið Barcelona yfir 1-0 gegn Liverpool með marki á 14. mínútu og Raul Meireles kom Porto í 1-0 gegn Chelsea þegar skot hans breytti um stefnu af Frank Lampard og í netið. Það byrjar því ekki glæsilega hjá ensku liðunum á útivelli í kvöld.

Umdeilt mark Giggs tryggði United sigurinn

Manchester United tryggði sér í kvöld mikilvægan 1-0 útisigur á franska liðinu Lille á útivelli í kvöld. Það var gamli refurinn Ryan Giggs sem skoraði mark enska liðsins beint úr umdeildri aukaspyrnu á 83. mínútu þegar hann vippaði boltanum í hornið á meðan leikmenn Lille voru enn að stilla upp í vörninni.

Ferguson: Leikmenn Lille voru til skammar

Sir Alex Ferguson var ekki par hrifinn af áköfum mótmælum leikmanna Lille eftir sigurmark Ryan Giggs fyrir Manchester United gegn Lille í Meistaradeildinni í kvöld. Leikmenn Lille gerðu sig líklega til að ganga af velli til að mótmæla ákvörðun dómarans um að leyfa Giggs að taka aukaspyrnuna strax og vakti það mikla reiði Ferguson.

Wenger: Við verðum að bæta okkur

Arsene Wenger var ekki kátur með frammistöðu sinna manna í Eindhoven í kvöld þegar lið hans Arsenal tapaði 1-0 fyrir PSV þar sem sannkölluð kjötkveðjuhátíðarstemming ríkti á pöllunum.

Súrt tap hjá Arsenal í Eindhoven

Arsenal varð í kvöld að bíta í það súra epli að tapa 1-0 í fyrri leik sínum gegn PSV Eindhoven í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Það var Ekvadormaðurinn Edison Mendes sem skoraði sigurmark hollenska liðsins, en gestirnir frá Englandi voru sterkari aðilinn í leiknum. Arsenal á síðari leikinn til góða í Lundúnum eftir hálfan mánuð.

Naumur sigur Real á Bayern

Real Madrid vann 3-2 sigur á Bayern Munchen í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Real Madrid komst í 3-1 fyrir hlé, en þýska liðið sýndi fræga seiglu sína í síðari hálfleik og minnkaði muninn í 3-2. Bayern er því í ákjósanlegri stöðu fyrir síðari leikinn á heimavelli sínum.

Jafnt hjá Celtic og Milan

Glasgow Celtic og AC Milan skildu jöfn í fyrri leik sínum í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í Skotlandi í kvöld. Bæði lið fengu fín færi til að tryggja sér sigurinn en nú er ítalska liðið í fínni stöðu fyrir síðari leikinn í Mílanó eftir hálfan mánuð.

Tveir stuðningsmenn United krömdust

Örvænting greip um sig á Stade Felix-Bollaert í Lens í kvöld þegar stuðningsmenn Manchester United krömdust upp við stálhlið á vellinum. Nokkuð hitnaði í kolunum í kjölfarið og þurfti lögregla að grípa til þess að nota táragas til að skakka leikinn. Tveir stuðningsmenn enska liðsins fóru verst út úr uppákomunni en eru ekki alvarlega slasaðir.

Fjörið er á Bernabeu

Nú er kominn hálfleikur í viðureignunum fjórum sem standa yfir í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Skemmst er frá því að segja að mesta fjörið er á Santiago Bernabeu, heimavelli Real Madrid, en þar hefur liðið 3-1 forystu gegn Bayern Munchen.

Mourinho: Wenger hefur aldrei orðið Evrópumeistari

Jose Mourinho skaut léttu skoti á kollega sinn Arsene Wenger á blaðamannafundi í dag og gaf þar með tóninn fyrir úrslitaleikinn í enska deildarbikarnum sem fram fer á sunnudaginn. Þar mætast Chelsea og Arsenal.

Beckham í byrjunarliði Real Madrid

David Beckham er í byrjunarliði Real Madrid sem tekur á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni nú klukkan 19:45 en sá leikur er sýndur á Sýn Extra. Real er án Sergio Ramos og Mahamadou Diarra, en þeir Gonzalo Higuain og Ruud van Nistelrooy eru í framlínu spænska liðsins.

Sjá næstu 50 fréttir