Fleiri fréttir

Ómar Ingi marka­hæstur á EM þar sem Han­sen er meiddur

Stórskyttan Mikkel Hansen mun ekki leika með Danmörku í leiknum um 3. sæti á EM í handbolta. Það þýðir að Ómar Ingi Magnússon endar mótið sem markahæsti leikmaður mótsins nema Wanne Hampus skori 19 mörk í úrslitaleiknum síðar í dag.

„Hann var eins og Guð meðal stuðnings­fólks“

Manchester United hefur tekið þátt í nokkrum stærstum félagaskiptum í sögu enskrar knattspyrnu og knattspyrnu almennt. Bestu kaup félagsins eru þó eflaust þegar það fékk Eric Cantona frá Leeds United árið 1992. Þeir Jamie Carragher og Gary Neville ræddu Cantona og kaupin á honum í þætti sínum á Sky Sports nýverið.

Liver­pool stað­festir komu Díaz

Enska knattspyrnufélagið Liverpool hefur staðfest komu vængmannsins Luis Díaz. Hann er Kólumbíumaður sem kemur frá Porto í Portúgal.

Barcelona stað­festir komu Tra­oré

Spænska stórveldið Barcelona hefur staðfest endurkomu vængmannsins Adama Traoré. Hann gengur til liðs við Börsunga á láni frá enska knattspyrnufélaginu Wolves en Barcelona getur keypt leikmanninn á 29 milljónir punda í sumar.

New­cast­le fær Guimarães frá Lyon

Enska knattspyrnufélagið Newcastle United heldur áfram að styrkja sig. Miðjumaðurinn Bruno Guimarães er talinn hafa náð samkomulagi við enska félagið til ársins 2026.

E­ver­ton vill Lampard sem næsta þjálfara

Enska knattspyrnufélagið Everton hefur boðið Frank Lampard að verða næsti þjálfari liðsins. Lampard hefur verið án starfs síðan hann var látinn fara frá Chelsea í janúar á síðasta ári.

E­kambi skaut Kamerún í undan­úr­slit

Karl Toko Ekambi skoraði bæði mörk Kamerún í 2-0 sigri á Gambíu í 8-liða úrslitum Afríkukeppninnar í knattspyrnu í kvöld. Kamerún er því komið í undanúrslit.

Andri Snær: Við vitum hvað býr í okkur

„Þetta var frábær sigur hjá okkur. Við vorum mjög ferskar í dag, vörnin var frábær og við fengum góða markvörslu. Svo vorum við einnig ferskar sóknarlegar og fengum framlag frá mörgum leikmönnum þannig þetta var bara glæsilegur sigur,“ sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 28-23 sigur á Val í KA heimilinu í dag. 

Ekki á leið til Arsenal eftir að við­ræðurnar fóru í vaskinn

Brasilíski miðjumaðurinn Arthur er ekki á leið til enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal á láni eftir að viðræður þess við ítalska félagið fóru í vaskinn. Það er ítalski blaðamaðurinn Fabrizio Romano sem greinir frá tíðindunum á Twitter-síðu sinni.

Mæta Austurríki eða Eistlandi í HM umspilinu

Íslenska landsliðið í handbolta mun mæta sigurvegurum úr einvígi Austurríkis og Eistlands í umspili um laust sæti á HM í handbolta sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi í byrjun árs 2023.

Rooney hafnaði viðræðum við Everton

Wayne Rooney hafnaði viðræðum um stjórastarfið hjá uppeldisfélagi sínu, Everton, þar sem hann var ekki tilbúinn til að yfirgefa Derby County í þeirri stöðu sem félagið er í.

Þægi­legt hjá Valencia

Martin Hermannsson og félagar í Valencia unnu mjög þægilegan sigur á Gran Canaria í ACB-deildinni í körfubolta, lokatölur 91-62.

Helgi Már: Þessi deild er bara erfið og við tökum öllum sigrum fagnandi

KR vann virkilega öflugan tveggja stiga sigur, 83-81, á Grindavík er liðin mættust á Meistaravöllum í Subway-deild Karla í körfubolta í kvöld. KR hafði tapað stórt gegn Breiðablik í umferðinni á undan og sigurinn því sætur, sérstaklega þar sem sigurkarfan kom ekki fyrr en sekúndu fyrir leikslok.

Leiknir heldur áfram að stækka hópinn

Leiknir Reykjavík hefur samið við hinn unga Róbert Hauksson til ársins 2024. Róbert er tvítugur sóknarmaður sem gengur í raðir Leiknis frá Þrótti Reykjavík.

KA sækir bak­vörð til Belgíu

KA hefur ákveðið að sækja belgískan vinstri bakvörð fyrir átök sumarsins í efstu deild karla í knattspyrnu hér á landi.

Sjá næstu 50 fréttir