Warriors marði Durants og Harden laust Nets-lið | Stórleikur Kuzma dugði ekki til Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 11:00 Tveir stigahæstu leikmenn Golden State í nótt. Kavin Mistry/Getty Images Golden State Warriors lagði Brooklyn Nets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en það vantaði bæði Kevin Durant og James Harden í lið Nets. Þá skoraði Kyle Kuzma er Washington Wizards töpuðu gegn Ja Morant og félögum í Memphis Grizzlies. Það vantaði nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar ef tvö af betri liðum hennar mættust í nótt. Hjá gestunum í Nets vantaði áðurnefnda Durant og Harden á meðan Draymond Green var fjarri góðu gamni hjá heimamönnum. Leikurinn var samt sem áður frábær skemmtun þó svo að gestirnir frá Brooklyn hafi verið smá tíma að finna taktinn. Heimamenn leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta en sá munur var kominn niður í sjö stig fyrir hálfleik. Gestirnir voru svo yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins en hann var æsispennandi. Staðan var jöfn 93-93 um miðbik fjórða leikhluta, Stephen Curry kom Warriors svo yfir með þriggja stiga körfu en Patty Mills jafnaði metin um hæl. Með leikinn á línunni steig Klay Thompson upp og smellti niður tveimur mikilvægum þriggja stiga körfum sem fóru langt með að tryggja sigur heimamanna í Warriors. The @warriors win their 5th-straight @StephenCurry30: 19 PTS, 7 REB, 8 AST, 3 STL@22wiggins: 24 PTS, 8 REB, 3 STL, 2 BLK@KlayThompson: 16 PTS, 6 REB pic.twitter.com/tcry7AsteS— NBA (@NBA) January 30, 2022 Lokatölur 110-106 Golden State í vil. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði heimamanna með 24 stig en þar á eftir kom Stephen Curry með 19 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Jordan Poole skoraði 17 stig og Klay Thompson gerði 16 stig líkt og Otto Porter Junior. Hjá Nets var Kyrie stigahæstur með 32 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Þar á eftir kom Mills með 24 stig. Kyrie Irving is about BUCKETS! @KyrieIrving: 32 PTS, 7 REB, 7 AST, 3 STL pic.twitter.com/Zy6Nju0EHo— NBA (@NBA) January 30, 2022 Ja Morant bauð upp á enn eina sýninguna en hann skoraði 34 stig er Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 20 stiga sigur á Galdramönnunum frá Washington, lokatölur 115-95. Hjá Washington var Kuzma stigahæstur með 30 stig. The @memgrizz win their 3rd straight game powered by a great performance by Ja Morant!@JaMorant: 34 PTS, 4 3PM pic.twitter.com/mDYUgLqiWR— NBA (@NBA) January 30, 2022 Luka Dončić skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar í öruggum 132-105 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Joel Embiid skoraði 36 stig og tók 12 fráköst í naumum 103-101 sigri Philadelphia 76ers á Sacramento Kings þar sem Kings fengu síðustu sóknina til að jafna eða vinna leikinn en skotið rataði ekki ofan í. Tyrese Haliburton skoraði 38 stig fyrir Kings í leiknum. Jayson Tatum skoraði 38 stig og Jaylen Brown skoraði 31 er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 107-97. Að lokum skoraði Gary Trent Jr. 33 stig er Toronto Raptors vann Miami Heat í framlengdum leik, 124-120. The @MiamiHEAT & @Raptors battled it out for 4 quarters plus 3 OT periods in a back and forth THRILLER!@JimmyButler: 37 PTS, 14 REB, 10 AST, 3 STL, 2 BLK@gtrentjr: 33 PTS, 5 REB, 5 STL, 5 3PM pic.twitter.com/kQVFk3JVyU— NBA (@NBA) January 30, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira
Það vantaði nokkrar af stærstu stjörnum NBA-deildarinnar ef tvö af betri liðum hennar mættust í nótt. Hjá gestunum í Nets vantaði áðurnefnda Durant og Harden á meðan Draymond Green var fjarri góðu gamni hjá heimamönnum. Leikurinn var samt sem áður frábær skemmtun þó svo að gestirnir frá Brooklyn hafi verið smá tíma að finna taktinn. Heimamenn leiddu með 11 stigum eftir fyrsta leikhluta en sá munur var kominn niður í sjö stig fyrir hálfleik. Gestirnir voru svo yfir fyrir fjórða og síðasta leikhluta leiksins en hann var æsispennandi. Staðan var jöfn 93-93 um miðbik fjórða leikhluta, Stephen Curry kom Warriors svo yfir með þriggja stiga körfu en Patty Mills jafnaði metin um hæl. Með leikinn á línunni steig Klay Thompson upp og smellti niður tveimur mikilvægum þriggja stiga körfum sem fóru langt með að tryggja sigur heimamanna í Warriors. The @warriors win their 5th-straight @StephenCurry30: 19 PTS, 7 REB, 8 AST, 3 STL@22wiggins: 24 PTS, 8 REB, 3 STL, 2 BLK@KlayThompson: 16 PTS, 6 REB pic.twitter.com/tcry7AsteS— NBA (@NBA) January 30, 2022 Lokatölur 110-106 Golden State í vil. Andrew Wiggins var stigahæstur í liði heimamanna með 24 stig en þar á eftir kom Stephen Curry með 19 stig ásamt því að gefa 8 stoðsendingar og taka 7 fráköst. Jordan Poole skoraði 17 stig og Klay Thompson gerði 16 stig líkt og Otto Porter Junior. Hjá Nets var Kyrie stigahæstur með 32 stig ásamt því að gefa 7 stoðsendingar og taka jafn mörg fráköst. Þar á eftir kom Mills með 24 stig. Kyrie Irving is about BUCKETS! @KyrieIrving: 32 PTS, 7 REB, 7 AST, 3 STL pic.twitter.com/Zy6Nju0EHo— NBA (@NBA) January 30, 2022 Ja Morant bauð upp á enn eina sýninguna en hann skoraði 34 stig er Skógarbirnirnir frá Memphis unnu sannfærandi 20 stiga sigur á Galdramönnunum frá Washington, lokatölur 115-95. Hjá Washington var Kuzma stigahæstur með 30 stig. The @memgrizz win their 3rd straight game powered by a great performance by Ja Morant!@JaMorant: 34 PTS, 4 3PM pic.twitter.com/mDYUgLqiWR— NBA (@NBA) January 30, 2022 Luka Dončić skoraði 30 stig og gaf 12 stoðsendingar í öruggum 132-105 sigri Dallas Mavericks á Indiana Pacers. Joel Embiid skoraði 36 stig og tók 12 fráköst í naumum 103-101 sigri Philadelphia 76ers á Sacramento Kings þar sem Kings fengu síðustu sóknina til að jafna eða vinna leikinn en skotið rataði ekki ofan í. Tyrese Haliburton skoraði 38 stig fyrir Kings í leiknum. Jayson Tatum skoraði 38 stig og Jaylen Brown skoraði 31 er Boston Celtics vann New Orleans Pelicans 107-97. Að lokum skoraði Gary Trent Jr. 33 stig er Toronto Raptors vann Miami Heat í framlengdum leik, 124-120. The @MiamiHEAT & @Raptors battled it out for 4 quarters plus 3 OT periods in a back and forth THRILLER!@JimmyButler: 37 PTS, 14 REB, 10 AST, 3 STL, 2 BLK@gtrentjr: 33 PTS, 5 REB, 5 STL, 5 3PM pic.twitter.com/kQVFk3JVyU— NBA (@NBA) January 30, 2022 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Sakaði mótherjana um að nota vúdú Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sjá meira