Körfubolti

Sigurganga Phoenix Suns heldur áfram

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Langbestir í NBA um þessar mundir.
Langbestir í NBA um þessar mundir. vísir/Getty

Ellefu leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í nótt.

Gríska undrið Giannis Antetokounmpo var frábær þegar Milwaukee Bucks lagði New York Knicks örugglega að velli, 123-108, í Milwaukee.

Giannis skoraði 38 stig auk þess að gefa fimm stoðsendingar og rífa niður þrettán fráköst.

Ríkjandi meistarar Bucks eru í fjórða sæti Austurdeildarinnar sem stendur á meðan New York Knicks, sem hóf tímabilið vel, hefur heltst úr lestinni og situr nú í tólfa sætu Austurdeildarinnar.

Topplið Vesturdeildarinnar, Phoenix Suns, vann góðan tíu stiga sigur á Minnesota Timberwolves, 134-124, þar sem Devin Booker var stigahæstur með 29 stig auk þess að gefa níu stoðsendingar en alls skoruðu sjö leikmenn Suns tíu stig eða meira í leiknum.

Þetta var níundi sigurleikur Suns í röð og hafa þeir styrkt stöðu sína á toppi deildarinnar verulega á undanförnum vikum.

Úrslit næturinnar

Orlando Magic - Detroit Pistons 119-103

Charlotte Hornets - Los Angeles Lakers 117-114

Atlanta Hawks - Boston Celtics 108-92

New Orleans Pelicans - Denver Nuggets 105-116

Miami Heat - Los Angeles Clippers 121-114

Houston Rockets - Portland Trail Blazers 110-125

Memphis Grizzlies - Utah Jazz 119-109

Oklahoma City Thunder - Indiana Pacers 110-113

San Antonio Spurs - Chicago Bulls 131-122

Phoenix Suns - Minnesota Timberwolves 134-124

Milwaukee Bucks - New York Knicks 123-108

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×