Körfubolti

Þórsarar sækja liðsstyrk til Danmerkur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þórsarar þurfa sannarlega á liðsstyrk að halda.
Þórsarar þurfa sannarlega á liðsstyrk að halda.

Botnlið Subway deildarinnar í körfubolta hefur styrkt lið sitt fyrir lokasprettinn.

Danski bakvörðurinn August Emil Haas hefur samið við körfuknattleiksdeild Þórs á Akureyri um að leika með liðinu út leiktíðina.

Þórsarar hafa aðeins unnið einn leik á tímabilinu og virðist fall blasa við Norðanmönnum.

August er 24 ára gamall og lék síðast með Herlev í dönsku úrvalsdeildinni en áður í bandaríska háskólaboltanum. Hann á leiki að baki fyrir öll landslið Danmerkur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.