Fleiri fréttir

Neitar að gefast upp í baráttunni við Man. City

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir að rauðu djöflarnir hafi ekki gefist upp í baráttunni við topplið Manchester City, sem er nú með tíu stiga forskot á toppnum.

„Coco“ gæti misst af EM

Corentin Tolisso, miðjumaður Bayern Munchen, er meiddur illa á læri og gæti þar af leiðandi misst af Evrópumótinu sem fer fram í tólf borgum víðs vegar um Evrópu í sumar.

Bjarki Már heldur tryggð við Lemgo

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarliðið Lemgo. Nýi samningurinn gildir til loka júní 2022.

Sjáðu lokakaflann ótrúlega í leik KA og Vals

Lokakaflinn í leik KA og Vals í Olís-deild karla í gær verður lengi í minnum hafður. KA-menn voru fjórum mörkum undir þegar tvær og hálf mínúta var eftir en náðu samt jafntefli, 27-27.

„Ertu að vinna sem pítsubakari eða spilar þú fótbolta?“

Norðmaðurinn uni Jens Petter Hauge nýtur þess í botn að vera með AC Milan í baráttunni um ítalska meistaratitilinn í fótbolta. Hann fer ekki leynt með aðdáun sína á sænsku ofurstjörnunni og liðsfélaga sínum, Zlatan Ibrahimovic.

„Ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu“

„Ég sagði bara að ef fundurinn gengi gegn samþykktum samtakanna þá yrði ég ekki með í þessu lengur. Ég ætlaði ekki að taka þátt í að samþykkja þessa lögleysu,“ segir Geir Þorsteinsson sem yfirgaf aðalfund ÍTF í gær áður en Orri Hlöðversson var kjörinn nýr formaður. Geir er sannfærður um ólögmæti framboðs Orra og er ekki einn um það.

Að­eins Messi og Lewandowski komið að fleiri mörkum en Bruno

Bruno Fernandes var enn og aftur á skotskónum í gærkvöldi er Manchester United vann 4-0 sigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Aðeins tveir leikmenn hafa komið að fleiri mörkum en hann undanfarna 13 mánuði.

Ji­ménez farinn að æfa eftir höfuð­kúpu­brotið

Raul Jiménez, mexíkóski framherji Wolverhampton Wanderers, er byrjaðu að æfa á nýjan leik eftir að hafa höfuðkúpubrotnað gegn Arsenal fyrr á leiktíðinni. Það er þó enn langt í að hann snúi aftur á knattspyrnuvöllinn.

„Ég vil bara halda á­fram að þróa leik minn“

Bukayo Saka skoraði jöfnunarmark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins gegn Benfica í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Hann sagði í viðtali eftir leik að Arsenal hefði verið betri aðilinn og átt skilið að vinna.

Jafnt hjá Arsenal í Róm | Molde kom til baka gegn Hoffenheim

Arsenal náði 1-1 jafntefli í fyrri leik liðsins gegn Benfica í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Molde gerðu 3-3 jafntefli við Hoffenheim. Hér að neðan má sjá önnur úrslit kvöldsins.

„Óaðfinnanlegt svar“ eftir áfallið fyrir norðan

„Sjitt, þetta er svo mikill léttir,“ segir Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, og röddin er við það að bresta. Það er engum vafa undirorpið hve mikla þýðingu það hefur fyrir hann og hans menn að hafa unnið Fram í kvöld.

Ólafur Bjarki: Byggjum ofan á þennan sigur

Ólafur Bjarki Ragnarsson átti góðan leik með Stjörnunni í kvöld en hann skoraði átta mörk í sjö marka sigri á Þór í Íþróttahöllinni á Akureyri, lokatölur 27-20 Garðbæingum í vil.

„Mark­miðið mitt er að vinna titla“

Bruno Fernandes skoraði tvívegis er Manchester United vann 4-0 sigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Hann segir að sitt eina markmið með félaginu sé að vinna titla.

Man United í góðum málum eftir fyrri leikinn

Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United eru í góðum málum eftir fyrri leik liðsins gegn Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Unnu þeir leikinn 4-0 og eru því í kjörstöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Old Trafford eftir viku.

Ljónin ó­sigruð í Evrópu

Rhein-Neckar Löwen hefur ekki enn tapað leik í Evrópudeildinni í handbolta. Liðið vann Trimo Trebnje frá Slóveníu í kvöld, lokatölur 31-28.

Sjá næstu 50 fréttir