Ólafur Bjarki: Byggjum ofan á þennan sigur Ester Ósk Árandóttir skrifar 18. febrúar 2021 20:45 Ólafur Bjarki átti góðan leik á Akureyri í kvöld. Vísir/Vilhelm Ólafur Bjarki Ragnarsson átti góðan leik með Stjörnunni í kvöld en hann skoraði átta mörk í sjö marka sigri á Þór í Íþróttahöllinni á Akureyri, lokatölur 27-20 Garðbæingum í vil. Stjarnan byrjaði leikinn ekki vel og eftir tíu mínútur var staðan 4-1 fyrir heimamönnum. Patrekur tók þá leikhlé sem skilaði sínu. Stjarnan skoraði næstu 5 mörk og komst í forystu sem þeir gáfu aldrei eftir. „Ég reyndar man ekkert hvað hann sagði en það er bara að ná breidd í sóknarleikinn og bara gera alvöru árásir. Það kom svo hjá okkur og við náðum að malla þessu áfram. Það er ekkert gefins að koma hérna norður og taka tvo punkta. Þeir spila aðeins hægar en önnur lið en Patrekur sagði okkur örugglega að halda áfram, ná í hraðaupphlaupin og spila góðan sóknarleik.“ „Jovan var líka að verja vel í markinu. Við fengum þrjú víti í röð en náðum bara að skora úr einu. Við vorum alveg að fá færi en hann var að taka boltana í markinu. Það var svona aðallega það sem kom í veg fyrir að við fórum ekki fyrr í gang.“ Stjarnan er kominn með ellefu stig í Olís deildinni þar sem pakkinn er þéttur. „Þetta er frekar þéttur pakki en þetta gengur út á að ná í sem flesta tvo punkta og halda áfram. Ég held að flest lið séu bara að reyna að halda mönnum heilum í gegnum þetta álag og út þetta tímabil. Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona þétt áður þannig að bara áfram gakk.“ Næsta verkefni er Fram í Framhúsinu en leikurinn er spilaður á sunnudaginn þannig það er stutt á milli leikja. „Mér líst bara mjög vel á það verkefni. Það er bara að næra sig vel í rútunni á leiðinni heim og taka svo góða æfingu fyrir leik og vera gíraður í leikinn á sunnudaginn á móti Fram. Það er kominn meiri stemmning í liðið núna. Við höfum verið að spila vel upp á síðkastið þannig við ætlum að byggja ofan á það og halda áfram.“ Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór - Stjarnan 20-27 | Öruggt hjá Stjörnunni á Akureyri Stjarnan vann gríðar mikilvægan sigur á Akureyri í kvöld er liðið heimsótti Þór í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 20-27. 18. febrúar 2021 19:55 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Sjá meira
Stjarnan byrjaði leikinn ekki vel og eftir tíu mínútur var staðan 4-1 fyrir heimamönnum. Patrekur tók þá leikhlé sem skilaði sínu. Stjarnan skoraði næstu 5 mörk og komst í forystu sem þeir gáfu aldrei eftir. „Ég reyndar man ekkert hvað hann sagði en það er bara að ná breidd í sóknarleikinn og bara gera alvöru árásir. Það kom svo hjá okkur og við náðum að malla þessu áfram. Það er ekkert gefins að koma hérna norður og taka tvo punkta. Þeir spila aðeins hægar en önnur lið en Patrekur sagði okkur örugglega að halda áfram, ná í hraðaupphlaupin og spila góðan sóknarleik.“ „Jovan var líka að verja vel í markinu. Við fengum þrjú víti í röð en náðum bara að skora úr einu. Við vorum alveg að fá færi en hann var að taka boltana í markinu. Það var svona aðallega það sem kom í veg fyrir að við fórum ekki fyrr í gang.“ Stjarnan er kominn með ellefu stig í Olís deildinni þar sem pakkinn er þéttur. „Þetta er frekar þéttur pakki en þetta gengur út á að ná í sem flesta tvo punkta og halda áfram. Ég held að flest lið séu bara að reyna að halda mönnum heilum í gegnum þetta álag og út þetta tímabil. Ég man ekki eftir að þetta hafi verið svona þétt áður þannig að bara áfram gakk.“ Næsta verkefni er Fram í Framhúsinu en leikurinn er spilaður á sunnudaginn þannig það er stutt á milli leikja. „Mér líst bara mjög vel á það verkefni. Það er bara að næra sig vel í rútunni á leiðinni heim og taka svo góða æfingu fyrir leik og vera gíraður í leikinn á sunnudaginn á móti Fram. Það er kominn meiri stemmning í liðið núna. Við höfum verið að spila vel upp á síðkastið þannig við ætlum að byggja ofan á það og halda áfram.“
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Þór - Stjarnan 20-27 | Öruggt hjá Stjörnunni á Akureyri Stjarnan vann gríðar mikilvægan sigur á Akureyri í kvöld er liðið heimsótti Þór í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 20-27. 18. febrúar 2021 19:55 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ Handbolti Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Enski boltinn „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Fleiri fréttir Bein útsending: Uppfært spálíkan skömmu fyrir stórleik Íslands á EM „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Ómar segist eiga meira inni Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Ísland - Króatía | Þurfa að skáka Degi í stórleik á EM „Ef ég hitti Dag þá mun ég knúsa hann“ „Virkar eins og maður sé að væla“ Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Sjá meira
Leik lokið: Þór - Stjarnan 20-27 | Öruggt hjá Stjörnunni á Akureyri Stjarnan vann gríðar mikilvægan sigur á Akureyri í kvöld er liðið heimsótti Þór í Olís deild karla í kvöld, lokatölur 20-27. 18. febrúar 2021 19:55