Brooklyn vann vængbrotna meistara Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. febrúar 2021 07:30 James Harden heldur áfram að spila vel fyrir Brooklyn Nets. getty/Katelyn Mulcahy Brooklyn Nets sigraði meistara Los Angeles Lakers, 98-109, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. James Harden skoraði 23 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Brooklyn sem hefur unnið fimm leiki í röð. Kyrie Irving skoraði sextán stig fyrir Brooklyn en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í nótt. The Beard helps the @BrooklynNets defeat LAL and win their 5th straight game! #BrooklynTogether @JHarden13: 23 PTS, 11 AST pic.twitter.com/NtmDjctCu0— NBA (@NBA) February 19, 2021 LeBron James skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers sem saknaði bæði Anthonys Davis og Dennis Schröder. Toronto Raptors vann Milwaukee Bucks, 96-110, í annað sinn á þremur dögum. Þetta var fimmta tap Milwaukee í röð. Norman Powell nýtti tækifærið í byrjunarliði Toronto vel og skoraði 29 stig. Pascal Siakam var með 27 stig. Giannis Antetokounmpo var að venju atkvæðamestur hjá Milwaukee. Hann skoraði 23 stig, tók tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Norman Powell (29 PTS) and Pascal Siakam (27 PTS) push the @Raptors past Milwaukee! #WeTheNorth pic.twitter.com/3lTwCeXHhy— NBA (@NBA) February 19, 2021 Þá sigraði Miami Heat Sacramento Kings á útivelli, 110-118. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru báðir með þrefalda tvennu í liði Miami. Butler skoraði þrettán stig, tók tíu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, tólf fráköst og tíu stoðsendingar. Tyler Herro var stigahæstur í liði Miami með 27 stig. Jimmy Butler and Bam Adebayo become the first pair of teammates in NBA history to both record triple-doubles in the same game on multiple occasions.@JimmyButler: 13 PTS, 10 REB, 13 AST@Bam1of1: 16 PTS, 12 REB, 10 AST pic.twitter.com/gxOd6vtnXd— NBA (@NBA) February 19, 2021 Úrslit næturinnar LA Lakers 98-106 Brooklyn Milwaukee 96-110 Toronto Sacramento 110-118 Miami NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira
James Harden skoraði 23 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Brooklyn sem hefur unnið fimm leiki í röð. Kyrie Irving skoraði sextán stig fyrir Brooklyn en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í nótt. The Beard helps the @BrooklynNets defeat LAL and win their 5th straight game! #BrooklynTogether @JHarden13: 23 PTS, 11 AST pic.twitter.com/NtmDjctCu0— NBA (@NBA) February 19, 2021 LeBron James skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers sem saknaði bæði Anthonys Davis og Dennis Schröder. Toronto Raptors vann Milwaukee Bucks, 96-110, í annað sinn á þremur dögum. Þetta var fimmta tap Milwaukee í röð. Norman Powell nýtti tækifærið í byrjunarliði Toronto vel og skoraði 29 stig. Pascal Siakam var með 27 stig. Giannis Antetokounmpo var að venju atkvæðamestur hjá Milwaukee. Hann skoraði 23 stig, tók tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar. Norman Powell (29 PTS) and Pascal Siakam (27 PTS) push the @Raptors past Milwaukee! #WeTheNorth pic.twitter.com/3lTwCeXHhy— NBA (@NBA) February 19, 2021 Þá sigraði Miami Heat Sacramento Kings á útivelli, 110-118. Jimmy Butler og Bam Adebayo voru báðir með þrefalda tvennu í liði Miami. Butler skoraði þrettán stig, tók tíu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, tólf fráköst og tíu stoðsendingar. Tyler Herro var stigahæstur í liði Miami með 27 stig. Jimmy Butler and Bam Adebayo become the first pair of teammates in NBA history to both record triple-doubles in the same game on multiple occasions.@JimmyButler: 13 PTS, 10 REB, 13 AST@Bam1of1: 16 PTS, 12 REB, 10 AST pic.twitter.com/gxOd6vtnXd— NBA (@NBA) February 19, 2021 Úrslit næturinnar LA Lakers 98-106 Brooklyn Milwaukee 96-110 Toronto Sacramento 110-118 Miami NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Sjá meira