Körfubolti

Brooklyn vann vængbrotna meistara Lakers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
James Harden heldur áfram að spila vel fyrir Brooklyn Nets.
James Harden heldur áfram að spila vel fyrir Brooklyn Nets. getty/Katelyn Mulcahy

Brooklyn Nets sigraði meistara Los Angeles Lakers, 98-109, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.

James Harden skoraði 23 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Brooklyn sem hefur unnið fimm leiki í röð. Kyrie Irving skoraði sextán stig fyrir Brooklyn en Kevin Durant var fjarri góðu gamni í nótt.

LeBron James skoraði 32 stig, tók átta fráköst og gaf sjö stoðsendingar fyrir Lakers sem saknaði bæði Anthonys Davis og Dennis Schröder.

Toronto Raptors vann Milwaukee Bucks, 96-110, í annað sinn á þremur dögum. Þetta var fimmta tap Milwaukee í röð.

Norman Powell nýtti tækifærið í byrjunarliði Toronto vel og skoraði 29 stig. Pascal Siakam var með 27 stig. Giannis Antetokounmpo var að venju atkvæðamestur hjá Milwaukee. Hann skoraði 23 stig, tók tólf fráköst og gaf átta stoðsendingar.

Þá sigraði Miami Heat Sacramento Kings á útivelli, 110-118. 

Jimmy Butler og Bam Adebayo voru báðir með þrefalda tvennu í liði Miami. Butler skoraði þrettán stig, tók tíu fráköst og gaf þrettán stoðsendingar og Adebayo var með sextán stig, tólf fráköst og tíu stoðsendingar. Tyler Herro var stigahæstur í liði Miami með 27 stig.

Úrslit næturinnar

  • LA Lakers 98-106 Brooklyn
  • Milwaukee 96-110 Toronto
  • Sacramento 110-118 Miami

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×