Handbolti

Kári spilaði í vörninni og var með hæstu einkunnina hjá HB Statz

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kári Kristján Kristjánsson var góður í vörninni í sigri ÍBV í Mosfellsbænum í gær.
Kári Kristján Kristjánsson var góður í vörninni í sigri ÍBV í Mosfellsbænum í gær. Vísir/Daníel

Handboltamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er ekki beint þekktur fyrir það sem hann gerir í vörn sinna liða en það fer kannski að breytast.

Flestir muna eftir Kára nýta færin sín á línunni og hlaupa síðan beint útaf til að hleypa betri varnarmanni inn á völlinn í staðinn fyrir hann.

Það eru núna breyttir tímar hjá Eyjamönnum því Kári fékk að spila báðum megin á vellinum að Varmá í gærkvöldi. Kári Kristjáns spilaði í vörn ÍBV liðsins í fimm marka sigri á Aftureldingu í Olís deild karla í handbolta.

Kári gerði meira en bara að spila varnarleikinn. Hann fékk hæsti einkunn varnarmanna ÍBV hjá tölfræðisveitunni HB Staz og var einnig með flestar löglegar stöðvanir hjá sínu liði.

Kári Kristján var með sex löglegar stöðvanir og stal líka tveimur boltum. Hann var einu sinni rekinn af velli í tvær mínútur.

Kári fékk 7,8 í einkunn fyrir varnarleikinn en næstur honum kom Dagur Arnarsson með einkunnina 7,6. Varnartröllið Róbert Sigurðarson var síðan þriðji með einkunnina 7,1.

Kári fékk meira að segja mun hærri einkunn fyrir varnarleikinn (7,8) en fyrir sóknarleikinn sinn (6,4).

Það var ekki nóg með það að Kári var efstur hjá ÍBV liðinu því hann fékk líka hærri einkunn fyrir varnarleikinn en allir leikmenn Mosfellinga. Sá sem komst næst honum var Gunnar Kristinn Malquist Þórsson með 7,6 í einkunn.

Hæsta einkunn varnarmanna í leik Aftureldingar og ÍBV

  • (Einkunngjöf HB Statz)
  • 1. Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 7,8
  • 2. Gunnar Kristinn Malquist Þórsson, Aftureldingu 7,6
  • 2. Dagur Arnarsson, ÍBV 7,6
  • 4. Róbert Sigurðarson, ÍBV 7,1
  • 5. Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu 6,8
  • 6. Guðmundur Bragi Ástþórsson, Aftureldingu 6,6



Fleiri fréttir

Sjá meira


×